Morgunblaðið - 24.12.2009, Side 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Jóladansleikur
Milljónamæringanna
Í Súlnasal Hótel Sögu annan í jólum
Milljónamæringarnir verða í hátíðarskapi á hinum árlega
jóladansleik í Súlnasalnum annan í jólum, 26. desember.
Húsið opnar kl. 22. Miðaverð aðeins 2.000 kr.
Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs.
Söngvarar eru Bogomil Font, Bjarni Arason og Raggi Bjarna.
Upplýsingar í síma 525 9930 og á hotelsaga@hotelsaga.is.
Minnum einnig á nýársdansleik
Millanna nýárskvöld í Súlnasal.
PPPPPPPIII
PPPPPPPPAAAAAAAA
RRRR
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
9
2
5
2
6
PI
PA
R/
TB
W
A
SI
A
92
52
6
Á SUNNUDAG,
27. desember,
verður haldinn
fjölskyldudagur
í Víkinga-
heimum í
Reykjanesbæ.
Víkingar verða
á svæðinu og
segja frá jólahá-
tíð heiðinna manna og hver veit
nema frændur þeirra jólasvein-
arnir kíki í heimsókn. Þá verður
boðið upp á mat að hætti víkinga
og jafnvel verða spiluð lög á vík-
ingahljóðfæri.
Hátíðin verður á milli kl. 12.00
og 16.00 og er frítt inn fyrir börn
auk þess sem verður 2 fyrir 1-
tilboð fyrir fullorðna.
Víkingarheimar eru opnir alla
virka daga kl. 11.00 til 18.00.
Fjölskylduhátíð í
Víkingaheimum
PAPCO efndi í desembermánuði til
styrktarsöfnunar þar sem ein rúlla
af hverri seldri pakkningu af hrein-
lætispappír í jólaumbúðum rann til
líknarfélaga sem úthluta nauð-
synjavörum til bágstaddra.
Söfnunin gekk vonum framar og
er styrktarpappírinn nú víðast hvar
uppseldur. Þúsundir rúlla af hrein-
lætispappír hafa í staðinn runnið til
heimila með lítil efni í desember.
Það voru mæðrastyrksnefndir um
landið, Rauði kross Íslands, Hjálp-
arstofnun kirkjunnar og Fjöl-
skylduhjálp Íslands sem sáu um að
koma hreinlætispappírnum til
skila.
Eggert Jóhannesson
Gleði Jólasveinar og gefendur.
Margir keyptu
styrktarpappír
SJÁLFSTÆÐISKONUR stóðu ný-
lega fyrir söfnun til styrktar Mæðra-
styrksnefnd undir yfirskriftinni
„Tökum höndum saman – styðjum
barnafjölskyldur í vanda“. Samtals
söfnuðust tæpar þrjár milljónir
króna, eða samtals 2.891.788 kr.
Ætla má að fimm til sex þúsund ein-
staklingar hafi lagt sitt af mörkum
fyrir söfnunina. Sjálfstæðisflokk-
urinn greiðir allan kostnað vegna
söfnunarinnar og því rennur fram-
lagið óskipt til fimm mæðrastyrks-
nefnda; Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefndar
Akureyrar, Mæðrastyrksnefndar
Akraness, Mæðrastyrksnefndar
Hafnarfjarðar og Mæðrastyrks-
nefndar Kópavogs.
Söfnuðu fyrir
Mæðrastyrksnefnd
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins,
1717, er opinn allan sólarhringinn,
allan ársins hring. Númerið er
gjaldfrjálst úr öllum símum og ekki
kemur fram á símreikningi að
hringt hafi verið í númerið. Einnig
er hægt að hringja í 1717 án inn-
eignar í gsm-símum.
Hjálparsíminn veitir fólki ráðgjöf
og stuðning t.d. vegna þunglyndis,
kvíða eða vanlíðunar og veitir upp-
lýsingar um samfélagsleg úrræði.
Fyrir jól og áramót er hægt að fá
upplýsingar um matarúthlutanir og
hvenær ýmis athvörf eru opin.
Í fyrra bárust um 500 hringingar
yfir hátíðisdagana. Innhringjendur
voru afar þakklátir fyrir að geta
rætt við einhvern um mál sín á
þessum tíma árs, sem er oft erfiður,
m.a. vegna ástvinamissis, fjöl-
skulduerja, fátæktar eða neyslu.
Hjálparsíminn 1717
opinn um hátíðirnar
„SKREYTINGAR í gluggum versl-
ananna nú fyrir jólin hafa verið fal-
legar og borgarbragurinn verið okk-
ur að skapi,“ segir Jakob Frímann
Magnússon, framkvæmdastjóri Mið-
borgarinnar okkar. Tilkynnt var í
gær um niðurstöðu í vali á fallegasta
jólaglugga miðborgarinnar en Mið-
borgin okkar veitti viðurkenninguna
að fenginni niðurstöðu valnefndar.
Aðstandendur keppninnar óskuðu
eftir tilnefningum um fallegasta
gluggann og frá valnefnd komu
þrjár tilnefningar. Það voru Ey-
mundsson í Austurstræti, Sævar
Karl við Bankastræti og 38 þrep við
Laugaveginn. Sú síðastnefnda sigr-
aði, en þar skapaði Signý Kolbeins-
dóttir hönnuður ævintýraheim sem
birtist í gluggum verslunarinnar.
„Þá þóttu ævintýralegar grímur úr
heimi dýraríkisins ríma vel við út-
stillingu Signýjar en veg og vanda af
grímugerðinni á Ragnheiður Þor-
grímsdóttir,“ segir Jakob Frímann.
Hann segir þá sem komu að þessu
verkefni afar ánægða með hvernig
til tókst og samstarf Miðborgar-
innar okkar og OR hafi verið með
ágætum.
„Jólaverslun í miðborginni hefur
gengið vel, þrátt fyrir kulda síðustu
daga. Jólaþorpið á Hljómalindar-
reitnum hefur verið brennipunktur
stemningar og viðburða og hefur
verið mikið aðdráttarafl. Flestir
virðast sammála um að jólaverslun í
miðborginni hafi verið miklum ágæt-
um og samkeppnin við stóru
verslunarmiðstöðvarinar hefur
gengið vel. Það ber ekki síst að
þakka þeim mikla fjölda nýrra og
skapandi verslana sem byggja af-
komu sína á listrænu hugviti,“ segir
miðborgarstjórinn. sbs@mbl.is
Fallegasti jólagluggi verslana
miðborgarinnar í 38 þrepum
Morgunblaðið/Ómar
Vel heppnaður Búðarglugginn hjá
38 þrepum við Laugaveginn.