Morgunblaðið - 24.12.2009, Qupperneq 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar 2010
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku,
til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á
síðari hluta árs 2010.
Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Kolbrún Bergþórsdóttir formaður og Jón Óttar
Ragnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg
Haraldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé
dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem
hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár.
Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og
heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2010.
Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra
menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2. hæð,
101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs s. 590 1520 og 590 1521.
Flutningum frestað
Guantanamo-búðunum lokað í fyrsta lagi 2011 Framkvæmdir við Thomp-
son-fangelsið í Illinois hefjast ekki fyrr en eftir kaup á því og taka marga mánuði
BANDARÍKJASTJÓRN á í erfiðleikum með að
finna fé til að fjármagna kostnaðinn sem hlýst af
fyrirhuguðum fangaflutningum frá Guantanamo-
fangelsinu á Kúbu í lítt notað Thomson-fangelsið í
Illinois í Bandaríkjunum. Fyrir vikið virðist ljóst
að flutningarnir verða í fyrsta lagi árið 2011.
Þegar Hilary Clinton hóf störf sem utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna í janúar sl. fyrirskipaði
Barack Obama forseti lokun Guantanamo-búð-
anna og var stefnan sett á 22. janúar 2010. Á dög-
unum var tilkynnt að fangarnir yrðu fluttir til Ill-
inois, en talsmenn stjórnarinnar segja að það gæti
tekið átta til 10 mánuði að koma Thompson-fang-
elsinu í nauðsynlegt horf og framkvæmdir geti
ekki hafist fyrr en gengið verði frá kaupum stjórn-
arinnar á fangelsinu af stjórn Illinois-ríkis.
Talið er að fangelsið kosti um 150 milljónir
Bandaríkjadala. Ekki er gert ráð fyrir þessum
kostnaði á fjárlögum 2010. Aukafjárlög vegna
stríðsins í Afganistan verða væntanlega samþykkt
í lok mars eða apríl og þá er fyrst möguleiki að
samþykkja útgjöld vegna lokunar Guantanamo-
búðanna, en það gæti dregist þar til kemur að fjár-
lögum 2011.
Um 200 fangar eru í Guantanamo-búðunum.
Talsmenn Hvíta hússins benda á að flutningurinn
spari í raun peninga vegna þess að reksturinn á
Kúbu kosti 150 milljón dollara á ári en áætlað sé
að rekstur Thompson-fangelsisins verði 75 milljón
dollarar á ári. steinthor@mbl.is
TVEIR ungir menn sluppu við
refsingu vegna alvarlegrar hegð-
unar á opinberum vettvangi en yf-
irvaldið benti þeim á að hjóla fram-
vegis með hjálm.
Lögreglukona í Whangamata á
norðausturströnd Nýja-Sjálands lét
sér fátt um finnast þegar hún
mætti tveimur nöktum hjólreiða-
mönnum á þrítugsaldri. Hún sagði
að þeim hefði brugðið og reynt að
hylja nekt sína með höndunum.
Þegar hún spurði hvað mönnunum
gengi til var svarið að þeir vildu
upplifa algjört frelsi. Hún sagði
þeim að miðað við framgang þeirra
stefndu þeir í algjöra innilokun. Að
því loknu veitti hún þeim harðorða
áminningu fyrir að vera ekki með
hjálm og skipaði þeim að halda
þegar til síns heima.
Lögreglukonan sagði að hún
hefði haft áhyggjur af málinu
vegna þess að mennirnir voru alls-
gáðir. Nekt á almannafæri getur
þýtt ákæru í Nýja-Sjálandi en lög-
reglukonan sagðist hafa ákveðið að
láta áminningu nægja. „Það var
myrkur og enginn annar á ferð-
inni,“ sagði hún. „Þetta voru ungir
kátir strákar sem höfðu ekki í
hyggju að særa neinn.“
Nekt leyfð ef hjól-
að er með hjálm
Ungir hjólreiðamenn sluppu með skrekkinn
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í
Kírgistan saka Kurmanbek Ba-
kiyev, forseta landsins, um að hafa
látið myrða blaðamanninn Gennadi
Pavlyuk þegar hann var í við-
skiptaferð í Kasakstan, en tals-
maður forsetans vísar ásökunum á
bug.
Morðið var hrottalegt. Skömmu
eftir komuna til Almaty í Kasakstan
var Gennadi Pavlyuk, með hendur
og fætur bundin saman, kastað út
um glugga íbúðar á sjöttu hæð.
Hann lést af sárum sínum í fyrra-
dag. Hann var öflugur stjórnarand-
stæðingur og var meðal annars með
í undirbúningi þess að opna frétta-
vef málstaðnum til stuðnings.
Pólitískt morð
á blaðamanni?
BANDARÍSKA
dómsmálaráðu-
neytið óttast að
fyrirhuguð sam-
vinna nokkurra
flugfélaga, þar á
meðal American
Airlines, British
Airways og
Iberia, á nokkr-
um flugleiðum hafi skaðleg áhrif á
samkeppnina og geti leitt til allt að
15% hækkunar á farseðlum. Tals-
menn flugfélaganna vísa þessu á
bug og telja að samkomulagið
verði samþykkt.
Ellefu flugfélög taka þátt í um-
ræddu samstarfi, Oneworld Alli-
ance. Samkeppnisstofnun, sem
heyrir undir bandaríska
dómsmálaráðuneytið, lagði fram
ákveðnar tillögur vegna samstarfs-
ins og ráðuneytið hefur óskað eftir
takmörkunum á þeim, en sam-
göngustofnun tekur endanlega
ákvörðun.
AA, BA og Iberia gerðu skrif-
legan samning um samstarf í fyrra
um flug milli Norður-Ameríku og
Evrópu til þess að mæta auknum
eldsneytiskostnaði og öðrum áföll-
um. Í október sl. varaði Evrópu-
sambandið flugfélögin við vegna
samningsins og sagði að hann gæti
brotið samkeppnislög.
Óttast hækk-
un vegna
samvinnu
UNDANFARNA daga hafa náttúruhamfarir
víða haft áhrif á líf fólks á annan veg en það hef-
ur sjálft kosið.
Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili
sín vegna goss í eldfjallinu Mayon suður af Ma-
nila á Filippseyjum. Vetrarhörkur hafa kostað
tugi manns lífið í Evrópu og Bandaríkjunum.
Feneyjar sluppu ekki við snjókomuna og þar olli
flóð í gamla bænum nokkrum vandræðum í gær.
Ferðamenn sem aðrir þurftu að vaða til að kom-
ast leiðar sinnar en yfirborð vatnsins var 143 cm
yfir sjávarmáli.
Náttúruhamfarir víða um heim í aðdraganda jólanna
Ferðamenn kynnast flóði í Feneyjum
Reuters
BRETI sem missti næstum sjón á öðru auga fyrir 15 ár-
um eftir að hafa fengið ammóníak í augað hefur fengið
sjónina á ný eftir aðgerð á stofnfrumum.
Maðurinn, sem er 38 ára, ætlaði að stilla til friðar í
slagsmálum tveggja manna, þegar annar þeirra spraut-
aði ammóníaki á hann. Hornhimna annars augans skað-
aðist og maðurinn fann stöðugt til þegar hann blikkaði
auganu eða horfði í skært ljós.
Læknar læknuðu meinið meðal annars með því að
nota stofnfrumur úr hinu auganu. Sex mánuðum síðar
var sjónin nær eins góð og fyrir árásina.
Fékk sjónina á ný
Auga Aðgerð
heppnaðist vel.