Morgunblaðið - 24.12.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 24.12.2009, Síða 20
20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Þorláksmessa er líklega eins í höf- uðstað Norðurlands og annars stað- ar; einhverjir á hlaupum að kaupa síðustu gjöfina, sumir borða skemmdan mat, aðrir hangikjöt. Hér er að vísu snjór, logn og hjartað slær í Vaðlaheiðinni.    Það er nauðsynlegur liður í messu heilags Þorláks að hlusta á jólakveðj- urnar á Rás 1: „Sendi hugheilar kveðjur … þakka af heilum hug … sendi vinum … barnabörnum og barnabörnum …“ Dásamlegt.    Kristján Þór Júlíusson, alþing- ismaður og forseti bæjarstjórnar Ak- ureyrar, hættir í bæjarstjórn um ára- mótin. Hann hefur verið bæjarfulltrúi hér frá 1998 og var lengi bæjarstjóri. Hann hefur nú beðist lausnar og lýsir því yfir, í bréfi til bæjarstjórnar, að hann hyggist ekki gefa kost á sér við sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.    Í bréfi Kristjáns til bæjarstjórnar segir að ástæða þess að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar séu ófyr- irséðar annir í störfum Alþingis á þessu ári og fyrirsjáanlegar miklar annir strax í upphafi nýs árs.    „Bæjarmálaflokkur sjálfstæð- ismanna hefur verið samfellt í forystu bæjarfélagins frá árinu 1998 og á þeim tíma haft forgöngu um gríð- armiklar breytingar og margvísleg framfaramál til eflingar búsetuskil- yrða í höfuðborg hins bjarta norð- urs,“ segir Kristján í bréfinu.    Kristján segir jafnframt: „Á þessum árum hefur víða verið lyft Grettistaki í uppbyggingu íþrótta- og tómstunda- mála, menningarmála, félagsþjón- ustu og ekki hvað síst á sviði grunn- og leikskóla bæjarfélagsins.“ Póli- tískir samherjar Kristjáns eru hon- um örugglega sammála, andstæðing- arnir kannski ekki, en því verður ekki neitað að Kristján hefur lengi sett svip á bæinn.    Að síðustu óskar Kristján Þór „höf- uðborg hins bjarta norðurs“ farsæld- ar. Bæjarbúar geta a.m.k. allir verið sammála um að sá titill er flottur.    Nóg verður um að vera fyrir þá sem vilja djamma að kvöldi annars jóla- dags. Þá verða Hvanndalsbræður t.d. með sína árlegu „milli jóla og nýár- stónleika“ á Græna hattinum og von er á leynigesti, sem er það þó varla lengur því upplýst hefur verið að þar er á ferð Rögnvaldur gáfaði, fyrrver- andi meðlimur sveitarinnar. Sama kvöld verður Eurobandið með dans- leik á Vélsmiðjunni.    Fyrir þá sem vilja öðruvísi skemmtun má benda á að Kvennakór Akureyrar og Karlakór Dalvíkur halda tvenna jólatónleika 27. desember; kl. 16 í Ak- ureyrarkirkju og kl. 21 í Dalvík- urkirkju.    ÍDeiglunni kveður Jazzklúbbur Ak- ureyrar árið með tónleikum þetta sama kvöld, 27. desember, kl. 21. Þar kemur fram tríóið Hrafnaspark, og með því Unnur Birna Björnsdóttir söngkona og fiðluleikari. Hrafna- spark hefur ekki haldið tónleika í heimabæ sínum í tvö og hálft ár og þessir eru því tilhlökkunarefni.    Þess má svo geta í lokin að á gaml- árskvöld (eða nýársnótt) verður Páll Óskar í Sjallanum. Þar verður unga kynslóðin en við gamlingjarnir senni- lega bara heima í hákarlinum.    Og eitt að lokum: Gleðileg jól! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tákn Kirkjan er helsta tákn Akureyrar og þótt upplýsta hjartað í Vaðla- heiðinni sé ekki innan bæjarmarkanna njóta íbúarnir þess dag hvern. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Eftir Signýju Gunnarsdóttur signy@mbl.is H erbergið líkist einna helst leik- fangaverslun frá sjöunda ára- tugnum. Á veggjunum eru hillur frá gólfi upp í loft og í þeim standa ótal blikkvélmenni, ýmist með græn lýsandi augu, spúandi reykvélar, sjónvarp á maganum eða annars konar heillandi eiginleika. Björgvin K. Björgvinsson hefur safn- að vélmennum í rúm 10 ár eða frá því að hann var búsettur í Danmörku og rakst á gamalt blikkvélmenni á flóamarkaði þar í landi. „Ég hafði verið að kaupa gamaldags leikföng áður en þegar ég rakst á þetta þá datt allt hitt út og ég fór að einbeita mér að þessu sérstaka áhuga- máli. Vélmennin eru einfaldlega flott í hönnun og útliti og hugmyndaflug framleiðandanna virðist óþrjótandi,“ segir Björgvin. Býður ónotuðum vélmennum að dvelja á heimili sínu Elsta vélmennið hans Björgvins er frá árinu 1952 og flest eru þau frá sjötta og sjöunda ára- tugnum. En skyldi hann aldrei falla fyrir nýjum vélmennum í leikfangaverslunum í dag? „Jú, sjálfsagt geri ég það. Ég kaupi eitt og eitt nýtt vélmenni, sérstaklega ef það tengist einhverjum bíómyndum eins og Iron Giant og Wall-e. Ég hef einfaldlega gaman af öllu sem tengist vélmennum og þá líka framtíðarkvik- myndum.“ Björgvin segir nánast ómögulegt að finna vél- menni frá þessum tíma hér á landi en rakst þó á eitt í góðu ásigkomulagi í antikverslun í miðbænum. Hann telur líklegast að fólk hafi ekki séð verðmætið í þessum leik- föngum og því hafi þau eflaust að mestu lent í ruslinu. Eins vill hann koma því á framfæri að ef fólk á í geymslum sínum vélmenni sem liggja undir skemmdum þá veitir hann þeim gjarnan heimili. Gömul vélmenni rata í kvikmynd Björgvin fær ósjaldan vélmenni að gjöf en flest kaupir hann sjálfur í gegnum netið eða þegar hann fer utan. „Þetta er samt orðið svo dýrt og ég get ekki leyft mér að kaupa mörg vélmenni sem mig langar í. Sum eru það sjald- gæf og erfitt að finna þau og verðið þá í samræmi við það. Það er því ekki fyrir venjulegan Jón að glíma við þessa söfnunar- áráttu,“ segir Björgvin kíminn. Hvernig skyldi það vera með aðra fjölskyldumeðlimi, smitast ekki vélmennaáhuginn til þeirra? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Hvorki kona mín né dætur hafa sýnt þessu áhugamáli mínu mikinn áhuga en ef stelp- urnar koma inn með strákavini sína þá eru þeir yfirleitt gapandi af hrifningu.“ Á flóamarkaði við KR-völlinn í sumar rakst Björgvin á tvær konur sem leituðu að leik- munum fyrir íslensku bíómyndina Bjarnfreð- arson. Þau tóku tal saman og áður en Björgvin vissi af var hann búinn að lána þessum geð- þekku konum vélmenna- og leikfangasafn sitt. „Ég hafði nú bara gaman af því,“ segir Björgvin sem hafði ekki átt von á því að safn hans myndi rata inn í kvikmynd. Safnari Björgvin á yfir 400 vélmenni og er þetta aðeins brot af safni hans. Veður í vélmennum Upphafið Þetta vélmenni varð til þess að Björgvin hóf vélmennasöfnunina Morgunblaðið/Sigurður Elvar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.