Morgunblaðið - 24.12.2009, Side 25

Morgunblaðið - 24.12.2009, Side 25
Morgunblaðið/Golli ð. JÓLABÖLL með skemmti- legum og orðheppnum jólasveinum og jafnvel móður þeirra, henni Grýlu, stytta börnum um land allt biðina til jóla. Sveinki gef- ur börnunum bragðgóðan glaðning eða lítinn pakka og dansar svo með þeim í kringum jólatréð ef hann má vera að. Börnin fara í sparifötin og sýna sínar bestu hliðar enda ekki eftirsóknarvert að lenda í jólakettinum. Allt er þetta gert til að koma öllum í hátíðarskap og undirbúa börnin fyrir stóra daginn, sem er ein- mitt í dag, sjálfur að- fangadagur. Gleðileg jól! Morgunblaðið/Golli Litla héraskinn Gleðin skein úr andliti barnanna á jólaballi leik- skólans Aðalsteins í Hafnarfirði er þau sungu jólalögin. Heimsókn á spítalann Jólasveinar gáfu sér góðan tíma til að spjalla við börnin sem dvelja á Barnaspítala Hringsins. Fengu þau gjafir og sungu með sveinunum. Morgunblaðið/Kristinn Ljós og kærleikur Sænska félagið á Íslandi hélt sína árlegu Lúsíutónleika í Sel- tjarnarneskirkju í desember. Hátíðin var sem fyrr einkar notaleg. Morgunblaðið/Golli Brugðið á leik Hressir krakkar þurftu ekki boð á ball til að dansa í kringum tréð á Austurvelli. Morgunblaðið/Kristinn Hvað segiru? Á jólaballi Morgunblaðsins stóðu börnin sum hver upp til að heyra betur boðskap jólasveinsins og Grýlu. Hátíðin gengur í garð Morgunblaðið/Golli Dansað utandyra Krakkarnir á leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi dönsuðu úti í kringum jólatré og fengu nokkra sniðuga jólasveina í heimsókn til sín. Morgunblaðið/Golli 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.