Morgunblaðið - 24.12.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.12.2009, Qupperneq 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Athugið hversu langur brennslutími er gefinn upp Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Á AÐVENTUNNI hefur íslenskt sam- félag verið iðandi af grasrótarstarfi í íþróttum – þrátt fyrir annríki landsmanna við jólaundirbúning, jólaverslun og jóla- skemmtanir. Nefna má fáein dæmi af handahófi um íþrótta- viðburði – til viðbótar reglulegum æfingum innan skipulags íþróttastarfs – sem fram hafa farið síðustu tvær helgar hér á landi. Á Selfossi tóku tugir keppenda í fullorðinsflokki þátt í Hafsteins- móti í atrennulausum stökkum í frjálsum íþróttum, fimm íslensk pör tóku þátt í Norður-Evr- ópumóti í dansi í Osló, skötumót Golfklúbbs Sandgerðis og Stekkjarstaursmót Golfklúbbs Sauðárkróks voru haldin þrátt fyr- ir óvenjulegan árstíma, landsliðs- hópur í sundi tók þátt í Evr- ópumóti í 25 metra laug í Tyrklandi, jólamót Júdófélags Reykjavíkur fór fram, innanhúss- keppni á Ólafsfirði í 5. flokki drengja í fótbolta með fjölda þátt- takenda, jólamót Ungmennafélags Skagafjarðar í frjálsum íþróttum, opið frjálsíþróttamót fyrir þroska- hefta á vegum íþróttafélagsins Aspar í Laugardalshöll, keppni í skotfimi með enskum riffli fór fram í Reykjavík, stjörnuleikir karla og kvenna í körfuknattleik með hundruðum áhorfenda í Grafarvogi, liðamót Sundfélags Hafn- arfjarðar í sundi, jóla- mót unglinga hjá Tennis- og Badmin- tonfélagi Reykjavíkur, boðsmót í frjálsum íþróttum á Skipa- skaga í barnaflokkum, beltapróf Fjölnis í ka- rate í Grafarvogi, hvorki fleiri né færri en 110 leikir í móti fyrir yngstu iðkendur í körfu- knattleik í Hafnarfirði, jólamót ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardals- höll, Norðurlandamót 17 ára landsliða í blaki, jólapunktamót borðtennisdeildar Víkings, keppni á milli Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í íshokkíi, jólamót Tennishallarinnar og bikarmót Tennissambands Íslands, innan- félagsmót Breiðabliks í frjálsum íþróttum, hundruð kappleikja í ýmsum aldursflokkum í hand- knattleik, knattspyrnu og körfu- knattleik. Talsvert vantar upp á tæmandi talningu – til viðbótar umfangs- miklu og vaxandi almennings- íþróttastarfi. Auk íþróttaviðburð- anna sjálfra hafa verið haldnir tugir ef ekki hundruð funda stjórna, nefnda og foreldraráða um allt land. Að baki hverjum við- burði er mikið undirbúningsstarf. Að því starfi koma tugþúsundir einstaklinga á hverjum degi; þjálf- arar, dómarar, stjórnarmenn, áhorfendur, foreldrar og – síðast en ekki síst – ánægðir og heil- brigðir iðkendur sem njóta sín í leik og starfi. Þarna er um að ræða nær eingöngu sjálfboðaliða- starfsemi – endurgjaldslausa sam- félagsþjónustu sem líklega hefur sjaldan verið okkur jafnmikilvæg – og forvarnarstarf sem sparar ís- lensku samfélagi milljarða króna á ári. Íslensk íþróttahreyfing er stór hluti af menningu þjóðarinnar allt árið um kring. Framangreind lýsing er lítið brot af því starfi, en endurspeglar einungis venjulega helgi í íslensku íþróttalífi. Um leið hvet ég alla Ís- lendinga til þess að kynna sér starfsemina og býð þeim að finna sér vettvang til þátttöku. Fyrir hönd Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands óska ég lands- mönnum gleðilegra jóla. Hefðbundin íþróttahelgi á aðventu Eftir Ólaf E. Rafnsson » Að baki hverjum viðburði er mikið undirbúningsstarf. Að því starfi koma tugþús- undir einstaklinga á hverjum degi; þjálfarar, dómarar, stjórnarmenn, áhorfendur, foreldrar og – síðast en ekki síst – iðkendur.Ólafur E. Rafnsson Höfundur er forseti ÍSÍ. MEÐAN allt fram streymir koma áramót og árstíðir án þess að gefa þurfi því gaum. Straumur lífsins heldur áfram og end- urtekningar eiga sér stað þó svo að allt sé breyt- ingum háð frá ári til árs. Undirrit- aður hefur átt því láni að fagna að vinna hjá Akraneskaupstað við verkstjórn sem bæjarstjóri sl. 3 og ½ ár. Ég þakka fyrir þann tíma og einstök samskipti við fólkið sem á Akranesi býr og samstarfs- fólk. Býsna mikið hefur áunnist en ekki hefur allt gengið auðveldlega fyrir sig. Síðasta ár hefur verið með ólíkindum við höfum sameig- inlega upplifað „kreppu“ af mannavöldum sem dynur yfir al- menning Íslands að ósekju. Ekki er rétt að vera með ásakanir eða kvartanir heldur að takast á við þessi vandamál sem verkefni og reyna að gera það besta úr því versta. Breyting á stjórnsýslu Akraness hefur skilað því að mínu mati að okkur hefur gengið betur að leysa verkefnin. Það hefur gerst með vinnu að verkefnum þeim sem við höfum verið að fást við í einstökum starfshópum sem við höfum kosið að nefna stofur. Heimilt var og reyndar talið æski- legt að vinna verkefnin í svoköll- uðum „teymum“ það hefur reynst hið besta ráð og árangurinn er eftir því. Akranes er ágætlega statt eins og er, en að vísu búum við við óvissu vegna þess að við erum háð ytri ákvörðunum bæði ríkisstjórnar og þeim kröfum sem helstu „vinir“ okkar gera á hend- ur íslenskri þjóð. Árið 2010 Akraneskaupstaður hefur lagt upp með varfærna fjárhagsáætlun vegna ársins 2010. Við getum gert okkur vonir um að geta aukið við framkvæmdir með fjölgun verk- efna til atvinnusköpunar með hækkandi sól. Meirihluti bæj- arstjórnar Akraness hefur lagst á árar um að byggingafram- kvæmdir hefjist, svo sem stækkun þjónusturýmis Dvalarheimilisins Höfða. Einnig erum við með góðu fólki að reyna að koma byggingu blokkar við Sólmundarhöfða af stað. Við sjáum næg verkefni framundan en vandinn er að fara ekki af stað fyrr en við höfum fulla vissu fyrir fjárhagslegri getu og því að hægt sé að klára verk- efnin. Stórhuga einstaklingar eru að vinna að fjármögnun uppbygg- ingar gistirýmis fyrir fjölda gesta. Stærsti akkilesarhæll Akraness er sá að geta ekki boðið gestum er- lendum og innlendum upp á gist- ingu við þær aðstæður sem ríkja í ferðamannaiðnaði í dag. Við höf- um ekki haft fyrirhyggju og næg- ar hugmyndir um að bjóða upp á fjölmarga kosti þess að vera ferðamannavæn í nágrenni höf- uðborgarinnar. Ég vil, eins og undanfarin ár, óska Akurnes- ingum og reyndar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þessum fáu orðum. Við hljótum í sameiningu að geta unn- ið okkur út úr þeim vanda sem við höfum lent í, við verðum að gera það sjálf – það gerir það enginn fyrir okkur. GÍSLI EINARSSON, bæjarstjóri á Akranesi. Enn eru áramót Frá Gísla Einarssyni UNDANFARIÐ hefur Morgunblaðið birt vandaðar grein- ingar um hagræðingu á öllum skólastigum. Það er engum ljúft að skera niður til skóla- mála. Það er grátlegt að í upphafi efnahags- þrenginganna skuli meirihlutinn í Reykja- vík ekki hafa séð tæki- færi í því að kalla alla að borðinu og ná samhljómi og sátt um breytingar. Breytingar sem geta bætt skólana okkar; fyrir börnin og nám þeirra, sem og fyrir starfsfólkið. Sumar breytinganna gætu leitt til meira samstarfs og innihaldsríkari skóla- dags fyrir börnin okkar. En það getur líka verið notalegt að neita að horfast í augu við stað- reyndir. Það getur verið freistandi að vísa óráðstöfuðum niðurskurði í fang- ið á skólastjórum og segja: „Þá er komið að ykkur að bretta upp ermar og hagræða.“ Það heitir að vísa frá sér pólitískri ábyrgð. Það getur verið lokkandi að halda því blákalt fram að þrátt fyrir niðurskurð á leikskólasviði muni það engin áhrif hafa á leikskóla- starfið, eins og formaður leik- skólaráðs hélt fram í fréttatíma. Í viðtali í Morgunblaðinu síðastlið- inn föstudag gerir borgarstjóri lítið úr niðurskurði til skólamála, segir óþarft að hafa áhyggjur, börn og for- eldrar muni varla finna fyrir niður- skurðinum. Ég spyr einfaldlega: Hvernig geta borgarstjóri og for- maður leikskólaráðs haldið slíku fram? Hefur helmingur borgar- stjórnar verið staddur í öðrum heimi síðastliðna 18 mánuði? Frá hruni bankanna hafa leikskólar borg- arinnar gert tvær fjár- hagsáætlanir sem mæla fyrir um niðurskurð upp á 7-800 milljónir króna í sínum rekstri. Upp- söfnuð hagræðing á grunnskólana frá sama tíma er gríðarleg og þær tvær fjárhagsáætlanir sem samþykktar hafa verið fyrir menntasvið gera ráð fyrir niðurskurði upp á 2,5 milljarða með verðbólguáhrifum. Niðurskurður til tónlistarskóla er enn meiri í prósentum talið og má hafa verulegar áhyggjur af neikvæð- um afleiðingum þess á þeirra góðu starfsemi. Bannað að tala um kreppu. Verðbólguáhrifin horfist borg- arstjóri reyndar ekki í augu við – enda er verðbólga neikvætt fyrir- bæri. Svið borgarinnar takast því á við dulda hagræðingarkröfu upp á fleiri hundruð milljóna, en um það er ekki talað. Það er heldur ekki talað um ástæður þess að Reykjavík þarf að ráðast í svo róttækar hagræðing- araðgerðir. Aldrei er talað um það að borgarstjóri var innsti koppur í búri þeirra sem véluðu um einkavæðingu Allt í himnalagi Eftir Oddnýju Sturludóttur » Svið borgarinnar takast því á við dulda hagræðing- arkröfu upp á fleiri hundruð milljóna, en um það er ekki talað. Oddný Sturludóttir Gísli Einarsson BRÉF TIL BLAÐSINS AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.