Morgunblaðið - 24.12.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 24.12.2009, Síða 31
sem hann ætlaði sér. Þegar hann hafði aldur til fór hann að dæmi eldri bræðra sinna og keypti sér skelli- nöðru sem hann notaði óspart til að skreppa á æfingar eða til að hitta okkur vini sína. Á hverjum vetri komu danskenn- arar frá Dansskóla Sigurðar í Grundarfjörð og kenndu vinsælustu dansana hverju sinni. Hér kom það sér vel fyrir Krissa að vera fljótur, því þegar bjóða átti upp stúlkunum gilti að vera snar í að hlaupa yfir dansgólfið. Stúlkurnar kunnu þessu vel; Krissi var frábær dansari og það var örugg ávísun á eftirsótt verðlaun að dansa við hann. Krissi var mikill dýravinur og fannst sambýli manna og málleys- ingja mjög mikilvægt. Hann taldi sig lánsaman að búa á sveitabæ, í stöð- ugu samneyti við dýr og vorkenndi okkur hinum krökkunum sem bjugg- um í þorpinu og fórum á mis við slíkt kompaní. Hann varð alltaf mjög hneykslaður og dapur þegar hann heyrði af illri meðferð dýra og fannst að sumir í sveitinni mættu hugsa betur um dýrin sín. Hann var mikill drengskaparmað- ur og hafði ríka réttlætiskennd. Hann þoldi ekki ef einhver var órétti beittur og enn síður ef níðst var á minnimáttar. Þá skarst hann hik- laust í leikinn og skipti þá engu hvort sá sem hrekkti væri stærri og sterk- ari en hann. Hann mátti þola marga pústrana fyrir þetta lífsviðhorf sitt, en það skipti hann engu máli, virtist algjörlega óttalaus gagnvart líkam- legum sársauka og uppskar ómælda virðingu okkar fyrir. Hann var tryggur vinur vina sinna og þótt mörg okkar flyttu burt úr Grundarfirði að loknum grunnskóla fylgdist hann vel með og vissi oft mest um hvað allir í hópnum voru að gera. Þetta kom berlega í ljós í sum- ar þegar við hittumst á bæjarhátíð- inni, Á góðri stund, í Grundarfirði. Þar rifjaðist einnig upp hversu gott lundarfar hann fékk í vöggugjöf og átti auðvelt með að koma vinum sín- um í gott skap með brosi og skemmtilegheitum og oftar en ekki var hann skotspónn eigin stólpa- gríns. Frammistaða hans á bæjarhátíð- inni í sumar verður lengi í minnum höfð, en þar fór hann fór á kostum ásamt félögum sínum í bláa hverfinu. Krissa verður sárt saknað af okk- ur bekkjarsystkinunum. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árgangur ’64, Grundarfirði, Orri Árnason og Sólrún Halldórsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum kveðja Kristmund Harðarson, eða Krissa eins og hann var kallaður, sem varð bráðkvaddur aðfaranótt sunnudags 13. desember sl. Kallið kom óvænt og var eitthvað sem maður átti alls ekki von á. Ég kynntist ekki Krissa fyrir al- vöru fyrr en hann fetaði í fótspor konu sinnar Kollu og gekk í kirkju- kórinn þegar við æfðum fyrir söng- för til útlanda. Hann kom á óvart sem tenór og naut þess að syngja með okkur en mér vitanlega hafði hann ekki áður sungið með kór. Hann var einnig með í fjáröflun kirkjukórsins fyrir söngferðina og var í sönghópi sem gekk undir nafn- inu „The Holy People“. Þar settum við upp skemmtidagskrá með lögum Ríó tríós og sló hann í gegn þegar hann söng lagið „Enski hermaður- inn“ og vakti athygli fyrir skemmti- lega túlkun sína á því. Mörgum árum síðar tókum við lagið á Krákunni og mér til mikillar furðu kom í ljós að hann kunni ennþá textann algjörlega línu fyrir línu! Eftirminnileg er ferð okkar með kirkjukórnum til Barcelona árið 2002. Þar fórum við Krissi og Gunni Ragga að skoða hinn nýja leikvang, Barcelona Camp Nou, og þótti okkur það einn af hápunktum ferðarinnar. Krissi spilaði sjálfur fótbolta og var virkur í fótboltanum á Grundarfirði, bæði sem spilari og tippari. Annars starfaði Krissi sem raf- virki með eigin rekstur og var alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef þurfti. Nú síðast þegar við Svana gerðum endurbætur á húsinu á Sæbóli árið 2004 og hann stökk ítrekað með stuttum fyrirvara til að aðstoða okk- ur með ljósin, var ótrúlega snöggur að leysa úr málunum og farinn með það sama. Krissi var einn af þessum einstak- lingum sem kannski ber ekki mikið á, en hann var einstaklega ljúfur við alla, alltaf hress, gerði grín að sjálf- um sér og öðrum. Hann var hjálp- samur, liðlegur, vinur vina sinna og alltaf boðinn og búinn að aðstoða við hvað sem var, hvenær sem var. Ég minnist alveg sérstaklega hvað Krissi kunni ógrynni af textum og lögum. Það var erfitt að láta hann standa á gati í texta. Ég man alltaf hvað Krissi var ánægður þegar ég lét kórinn syngja „You will never walk alone“ en hann var eldheitur Liverpool-aðdáandi. Við Svana viljum þakka Krissa fyrir góðar stundir, góð kynni og ljúfmennsku um leið og við vottum Kollu og börnum þeirra okkar inni- legustu samúð, sem og öðrum vinum og vandamönnum. Missir þeirra og okkar er mikill. Hvíli hann í friði. Friðrik Vignir Stefánsson. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar MultiOne fylgihlutir Eigum á lager mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélarnar. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. MultiOne Eigum á lager nýjar MultiOne fjölnotavélar í ýmsum stærðum. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 fm sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is Leó, s. 897- 5300. Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð kr 10.900. pakkinn með poka, strengjasett og stilliflautu. 4/4 stærð 15.900.- Rafmagnsgítar- pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga- gítarpakkar frá 19.900.- Hljómborð frá kr. 8.900.- Trommusett kr. 79.900.- með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is0 Atvinnuhúsnæði Til sölu eða leigu Súðarvogur - Kænuvogur 250 fm, tvær hæðir, götuhæð og 2. hæð. Innkeyrsludyr, 3ja fasa rafmagn á 1. hæð. Íbúð eða skrifstofa á 2. hæð. Skoðum öll skipti. Upplýsingar í síma 695 0495. Bílskúr Flash 2 Pass fjarstýringar Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara. Virkar með ljósabúnaði bílsins eða mótorhjólsins. Kynntu þér málið. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – Skór, leður Svartir leðurskór. St. 36-41. Verð kr. 14.400. Sími 588 8050. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið - Kjóll Kjóll fyrir jólin eða áramótin. Litur: Svart. St. S – XXL. Verð kr. 13.990,- Sími 588 8050. Bátar Sennilega ódýrustu skrúfurnar á Íslandi Útvega koparskrúfur á allar gerðir báta, beint frá framleiðanda. Upplýsingar á www.somiboats.is Óskar, 0046704051340. Bílar Stór sparibaukur til sölu Peugeot 307 SW, 2 lítra 136 hk díselvél. Nánari upplýsingar í síma 663 5575 og á gis@rafpostur.is Bílaþjónusta                       !       "  #   $%& '    ( )  *  +                !"  # $% # &  # '( &'  #"  # Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Kerrur Kerrur sem hægt er að fella saman - Orkel FoldTrailer kerrurnar er hægt að fella saman, þær taka því lítið pláss í geymslu. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Varahlutir Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast tengdaföður míns. Arnór var alltaf kallaður afi á mínu heimili, jafnt af mér sem börn- unum mínum. Hann var samt ekki afi minn, heldur fyrrverandi tengda- pabbi. Í mínum huga er afi bara fluttur og í dag hefst nýtt líf hjá honum. Nonni, Simmi, Raggi og amma Heiða njóta samvista hans núna, ásamt öllum þeim sem á undan eru farnir. Það er líka mín trú að núna sé gaman hjá afa, þarna hinum megin. Hann var nefnilega ekki mikið fyrir að vera lengi á sama stað og núna getur hann aldeilis ferðast að vild, frjáls og óháð- ur. Afi var mjög lifandi maður. Þegar ég lít til baka, þá var hann alltaf að fara eitthvað, gera eitthvað, nú eða Arnór Sigurðsson ✝ Arnór Sigurðssonfæddist í Ystahús- inu í Hnífsdal 20. mars 1920. Hann andaðist sunnudag- inn 13. desember síð- astliðinn. Útför Arn- órs fór fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti 22. des- ember. Eftirfarandi minn- ingargrein er end- urbirt þar sem síðari hluti greinarinnar féll út. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. bara að leggja kap- al við borðstofu- borðið. Honum þótti ákaflega gam- an að dansa, ferðast um landið, að ógleymdu bingóinu og öllum styttri bíl- túrunum. Hann naut þess í botn þegar hann fékk að spila á munnhörp- una fyrir annað fólk, því ekki leidd- ist honum þegar at- hyglin beindist að honum. Afi var einn af þeim mönnum sem þurfa alltaf að vera að gefa. Ekki vegna þess að hann væri svo ríkur, nei öðru nær, heldur vegna þess að það var hans líf og yndi. Aldrei hitti hann börnin mín án þess að gauka að þeim pening og ef hann vann eitt- hvað í bingói eða happdrætti gaf hann öðrum með sér og það var ósjaldan sem hann vann eitthvað. En hann gaf ekki bara veraldlega hluti, hann gaf af sér líka á sinn hátt, með nærveru sinni og kærleika. Margar skemmtilegar sögur eru til um afa og munu þær lifa í minning- unni núna eins og dýrmætur fjár- sjóður. Um leið og ég kveð tengdaföður minn vil ég senda eftirlifandi börn- um hans, Möllu, Mummu og Sigga, mínar innilegustu samúðarkveðjur og öllu þeirra fólki. Sigrún Baldvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.