Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 42
42 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTLA AÐ FÁ EINN
HAMSTUR, PÁFAGAUK
OG KÓKGLAS
ÆTLI ÞUMALPUTTINN
Á MÉR SÉ ÚTRUNNINN?
BRÁÐUM ÁTTU EFTIR
AÐ HUGSA ÖÐRUVÍSI
UM STELPUR
ÞÁ EIGA EFTIR
AÐ VAKNA
ALLS KONAR
SPURNINGAR
ÞEGAR ÞAÐ GERIST KAUPIR MAMMA ÞÍN HANDA ÞÉR
BÓK ÞAR SEM ÞÚ GETUR LESIÐ UM ÞETTA ALLT SAMAN
VARÚÐ!
HUNDUR
HANN
AFI GAMLI ER
EKKI MIKILL
VARÐHUNDUR,
ER ÞAÐ?
ÞEGAR ÞEIR
NÁ VISSUM
ALDRI ÞÁ
HÆTTA ÞEIR
AÐ VERA
VARÐHUNDAR
...OG BYRJA
AÐ BJÓÐA
MANN
VELKOMINN
ÞETTA VAR
NÚ GAMAN!
GOTT AÐ ÞIÐ
SETTUST
HJÁ OKKUR
JÁ,
ÞETTA VAR
FRÁBÆRT
KVÖLD
LALLI OG ÉG HÖFUM
TALAÐ UM HVAÐ ÞAÐ ER
ERFITT AÐ KYNNAST
ÖÐRUM PÖRUM
ÉG VEIT
HVAÐ ÞÚ
ÁTT VIÐ
VIÐ GETUM
ÞAÐ EKKI
VIÐ ÆTTUM AÐ
SKIPTAST Á NÚMERUM
OG HITTAST AFTUR
EF MAKAR OKKAR KOMAST
AÐ ÞVÍ AÐ VIÐ SÉUM AÐ
HITTAST ÞÁ LENDUM
VIÐ Í VANDRÆÐUM
VELKOMIN Í ÞÁTTINN TIL
MARÍU LOPEZ! GESTUR
MINN Í KVÖLD ER...
ENGINN
ANNAR EN
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN
ENGINN
VEIT AÐ
HANN ER
MEÐ FLENSU
PETER, SEGÐU
ÞAÐ SEM ÞÚ
ÆTLAÐIR AÐ
SEGJA OG
KOMDU HEIM
Jólaljósið
Í miðju skammdeginu
norður við heimskauts-
baug, þegar dagurinn
er stystur og birtu sól-
ar nýtur hve skemmst,
gerist það undur að
daginn fer aftur að
lengja og sólin að
hækka á lofti. Á vetr-
arsólstöðum er jörðin í
kyrrstöðu uns hún tek-
ur aftur til við að hall-
ast í átt til sólar, á
þriðja degi. Í svartasta
skammdeginu á því
upprisan sér stað. Sól-
in, lífgjafinn, rís á ný,
ljósið, sem gefur heiminum líf, og
fær allt til að vaxa og dafna. Þannig
reis Kristur einnig upp á þriðja degi,
ljós heimsins, líf mannanna. Þegar
myrkrið var hve svartast og sorgin
nístandi í hjörtum lærisveina meist-
arans varð upprisan á sunnudags-
morgni og birtan tók við af nótt – hið
sanna jólaljós.
Hátíð ljóssins er um þessar mund-
ir. Fæðing lífs og ljóss í heimi
manna. Við tendrum ljósin jóla og
búum okkur undir upprisuhátíð
heimsins. Von og friður fylla hjört-
un, því við vitum að upprisa ljóssins,
lífs mannanna, er í vændum, hátíð
ljóss og friðar. Framundan er tími
hækkandi sólar, birtu og yls, fæðing
Frelsarans. Við eigum von um betri
heim, heim ljóss og friðar, og í hjört-
um vorum eilíf, heilög jól.
Einar Ingvi Magnússon.
SÁÁ
ÉG vil vekja athygli á
stórmerkum sam-
tökum, SÁÁ. Þarna
starfar hugsjónafólk
sem hlúir að þeim sem
laklegast standa í þjóð-
félagi okkar.
Eftir meðferð þessa
góða fólks er skjól-
stæðingum bent til
margra ráða, meðal
annars sjálfsprottinna
samtaka þar sem hin-
um veiku býðst leið til
nýs og hamingjuríkara
lífs. Við vitum að sið-
ferði þjóðar verður
metið af því hvernig annast er um
aldraða og þá sem bágast standa.
Áskorun mín verður því til stjórn-
valda: Hlúum áfram að gifturíku
starfi SÁÁ, gefum ekki eftir þar sem
svo augljóslega eru mannslíf í húfi.
Jón Gunnar Hannesson.
Tapað/fundið
Laugardaginn 19. desember tap-
aðist gulleyrnalokkur, þykkur hálf-
hringur, annaðhvort við Landspítala
eða Fjarðarkaup. Sama dag fauk lítil
gjafaaskja með perlueyrnalokkum
út úr bíl við Kleppsveg. Skilvísir
finnendur vinsamlegast hafi sam-
band í síma 555-2254.
Ást er…
… þegar hann hefur
gaman af því að gera það
sem þú segir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Hallmundur Kristinsson sendikveðju á bundnu máli inn á
Fésbókina:
Liggur oft um langan veg
leiðin yfir hóla.
Öllum vinum óska ég
allra bestu jóla.
Hlynur Snæbjörnsson yrkir á jól-
um:
Bíð ég jóla býsna klár,
bærinn allur þveginn.
Er loksins kemur annað ár,
ögn þó verð ég feginn.
Jón Gissurarson rifjar upp að
veðurfræðingur sagði eitt sinn að
sólin hækkaði um eitt hænufet á
dag fyrstu dagana eftir sólstöður.
Geislatrafið mikils met
mitt það gleður hjarta.
Hækkar nú um hænufet
himnadísin bjarta.
Andrés Björnsson frá Brekku í
Skagafirði var beðinn um að skrifa
fyrstur í „poesibók“, sem gefa átti
ungri stúlku í jólagjöf:
Haltu jólin hress og kát
við hangiket og bolaspað.
Eigðu þetta leirílát
og láttu aðra fylla það.
Bjarni Ásgrímur Jóhannesson
kennari orti um Stínu í Teigi, en
þau voru systkinabörn:
Ávallt gleði inn til þín
yndis flytji sólin.
Komdu Stína, kæra mín
og kysstu mig um jólin.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af jólum í bundnu máli
Kúabóndinn varði
titilinn á Flúðum
Það var hart barist í einmennings-
keppni Uppsveitafólks á Flúðum,
sem er nýlokið. Keppt var á sex
borðum. Fór svo að kúabóndinn í Ás-
um varði titil sinn frá í fyrra. Efstu
sæti:
Viðar Gunngeirsson 211
Sigurður Sigmundsson 200
Hreinn Ragnarsson 198
Guðrún Einarsdóttir 196
Magnús Gunnlaugsson 191
Knútur Jóhannesson 191
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 18. desember var síð-
asta spilakvöld á þessu ári hjá
FEBH. Ólafur og Þorsteinn unnu N/
S-riðilinn með glæsibrag.
Úrslit urðu annars þessi í N/S:
Ólafur Ingvarsson – Þorsteinn Sveinss. 415
Rafn Kristjánsson – Magnús Halldórss. 345
Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinss. 343
Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 341
A/V:
Örn Isebarn – Örn Ingólfsson 351
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 347
Oddur Jónsson – Sigríður Gunnarsd. 343
Ágúst Stefánss. – Helgi Einarsson 334
FEBH sendir Arnóri Ragnars-
syni, ásamt öllum sem spilað hafa hjá
félaginu, bestu jóla- og nýársóskir
með þökk fyrir liðið ár. Spila-
mennska hefst 12. janúar á næsta
ári.
Jólamót
Að venju er fjöldi bridsmóta um
jólin. Jólamót Bridsfélags Akureyr-
ar verður 27. des. á Hótel KEA og
hefst kl. 10. Sama dag verður jóla-
mót á Reyðarfirði.
Árlegt jólamót Bridsfélags Hafn-
arfjarðar verður 28. des. í Flata-
hrauni 3 og hefst spilamennskan kl.
17.
Jólamót Bridsféags Reykjavíkur
verður 30.12. í Síðumúla 37 og Rang-
æingar verða með mót í Golfskálan-
um á Strönd 2. janúar kl. 12.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is