Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 43

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 „Hvað viltu verða vinur,“ spyr móðir Georgs hann, og rauður loginn brennur í augum hennar 45 » Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BÓKAÚTGÁFAN Edda stendur á gömlum merg þótt fyrirtækið hafi gengið í gegnum talsverðar breytingar á síðustu árum, en þó aðallega frá því Eddu útgáfu var skipt upp og fyrirtækið selt. Eftir varð Edda með umboð fyrir bækur frá Disney, Andrés Önd og viðlíka. Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri Eddu, segir að stefna fyrirtækisins hafi ekki breyst svo mikið á árinu þrátt fyrir þessar breyt- ingar, áherslan sé á efni frá Disney eins og áð- ur, en einnig hefur bókaklúbbum fækkað markvisst á árinu en fyrirtækið haldi eftir nokkrum klúbbum sem hafi gengið mjög vel og nefnir klúbbinn Hugmyndabanka heim- ilanna, sem sendir félögum handavinnu- og tómstundabækur, sem hún segir að nái vel til fólks í kjölfar hrunsins. Aðspurð um fjölda út- gefinna titla fyrir jólin segir Svala að Edda hafi verið iðin við bókaútgáfu allt árið þótt eðli- lega komi flestar bækur út skömmu fyrir jólin. „Við erum með um 40 titla, sem er álíka og á síðasta ári, og það hefur gengið mjög vel þótt eðlilega seljist bækurnar misvel, eins og geng- ur.“ Jólasyrpan slær í gegn Einna best hefur Jólasyrpan gengið, en það er syrpa af sögum af Andrési Önd og félögum sem allar tengjast jólunum á einhvern hátt. Við gefum hana út innbundna og hefur alltaf selst upp hjá okkur og klárast líka núna, því það eru aðeins nokkur eintök eftir hjá okkur í búðinni en annars er hún uppseld frá útgef- anda þótt við höfum prentað mun fleiri eintök nú en í fyrra.“ „Hello Kitty-bækurnar eru nýjar hjá okkur, við gáfum út sex Hello Kitty-bækur á árinu, og þær hafa líka selst mjög vel, sérstaklega þrautabækurnar svokölluðu, en þær eru með annars vegar bókstafa- og hins vegar talna- þrautum. Við ætlum að gefa út fleiri Hello Kitty-bækur, en eitt af því sem er svo skemmtilegt við Hello Kitty er að það er líka fyrir unglinga. Jólasyrpa þarsíðasta árs var svo endur- útgefin hjá okkur í minna broti sem svokölluð smásyrpa og hún hefur gengið mjög vel og líka bókin Krókur bjargar jólunum sem byggist á Cars-teiknimyndunum.“ Í ljósi þess að Edda gefur út 40 titla er af nógu að taka, en Svala nefnir líka sérstaklega Bangsímon-bækurnar sem gefnar voru út í viðhafnarútgáfu í tilefni af því að 80 ár eru lið- in frá því fyrsta bókin kom út. Sú, sem heitir einfaldlega Bangsímon, kom reyndar út á síð- asta ári en er endurútgefin enda seldist hún upp. Seinna bindið sem er eftir A.A. Milne, Húsið á Bangsahorni, kom svo út nú fyrir jólin og svo þriðja bindið, Snúið heim í Hundr- aðmetraskóg, sem skrifað var af D. Benedic- tus. „Annað sem selst hefur mjög vel er Andrés Önd-fjölskylduspilið, en við höfum ekki áður gefið út þannig spil og erum því mjög ánægð með viðtökurnar. Það hefur til að mynda slegið í gegn á vefnum okkar, en hann hefur nýst okkur mjög vel sem söluvefur.“ Edda og Andrés Edda gefur út fjörutíu titla á árinu Morgunblaðið/Heiddi Barnaefni Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri Eddu, lætur vel af bóksölu ársins. Hún lætur ekki mikið yfirsér þessi litla bók, en þótthún sé ekki nema rúmar100 síður eru í henni 35 sögur og fullt af hugmyndum. Fyrri hlutinn er að megninu örsögur sem hnýttar eru saman með svuntu- streng, en sá síðari með veigameiri sögum og þeim sem mest spunnið er í. Dæmi um það er „Þjóðvegur eitt“, sem er einkar vel skrifuð og beitt, og eins er „Í bítið“ stór- skemmtileg. Sigurlín Bjarney er vel efnilegur höfundur, lipur penni sem fer óvænt- ar leiðir í málfari og hugsun, og Svuntustrengir lofa mjög góðu. Svuntu- strengir fram- tíðarinnar Skáldsaga Svuntustrengir bbbmn eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur. Nykur, 113 bls ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR TÝNDA táknið, nýjasta spennu- saga Dans Browns, situr á toppi breska bók- sölulistans fyrir þessi jól og ýtir niður fyrir sig ævisögum frægs fólks, en slíkar bækur eru iðu- lega söluhæstar í Englandi á þessum tíma árs. Salan á Týnda tákninu, þar sem táknfræðingurinn Langdon glímir við frímúrara, tók mikinn kipp síð- ustu vikuna og skaust bókin þá upp fyrir nýjustu útgáfu Heimsmeta- bókar Guinness, sem er í öðru sæti. Brown hefur áður verið söluhæst- ur fyrir jólin í Bretlandi, 2004 þegar Da Vinci-lykillinn var á toppnum. Þriðja söluhæsta bókin í Bretlandi er Eclipse eftir Stephenie Meyer. Dan Brown á toppnum Rithöfundurinn Dan Brown Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is EGGERT Þorleifsson fer með hlut- verk Fagins í söngleiknum Óliver! eftir Lionel Bart sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins og verður frumsýnt annan í jólum í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Samúð með Fagin Fagin er stjörnuhlutverk og með- al þekktra leikara sem farið hafa með hlutverk hans í kvikmyndum eru Alec Guinness, Ben Kingsley og Ron Moody. Eggert leitar ekki í smiðju þessara leikara í túlkun sinni á Fagin því hann hefur aldrei séð kvikmynd gerða eftir sögunni. Hina heimsfrægu sögu Charles Dic- kens las hann hins vegar sem strákur. „Það er gaman að túlka Fagin, hann er svo sterkur og fyrirferð- armikill karakter,“ segir Eggert. „Handrit þessa söngleiks er gam- ansamt og Fagin vekur manni ekki sömu skelfingu og í bókinni í gamla daga þegar maður gat varla sofið vegna þessa ógurlega manns. Fagin sýnir á sér margar hliðar. Þótt hann stjórni glæpagengi þá leggur hann mikla áherslu á að hann sé á móti ofbeldi. Það er á margan hátt auðvelt að hafa samúð með honum enda er ákveðið umkomuleysi í ör- lögum þessa vesalings sem rekur sitt litla sprotafyrirtæki í skolpræs- um Lundúnaborgar. Aðbúnaðurinn hjá honum er þó ekkert verri en á munaðarleysingjahælinu þar sem Óliver ólst upp.“ Söngleikur Lionel Bart um Óliver hefur notið gríðarlegra vinsælda og kvikmynd var gerð eftir honum árið 1968 og hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins. „Tónlistin í þessum söngleik er ansi lagleg og ég syng þar baki brotnu,“ segir Eggert. „Ég hef svosem rekið upp bofs áður, bæði í söngleikjum og á plötum. Ég er ekki mikill söngvari, en þokkalegur raulari.“ Eggert kvíðir ekki fyrir frumsýn- ingunni. „Á frumsýningu er maður oftast tilbúinn, sallarólegur og hlakkar til. Spennan, sem maður fann fyrir, breytist í einbeitingu á frumsýningarkvöld.“ Fagin er hlutverk sem býður upp á spennandi og eftirminnilega túlk- un og Eggert er spurður hvort hann finni fyrir mikilli pressu að sýna stjörnuleik. „Ekki fyrr en þú segir þetta!“ svarar hann. „Nei, ég geri þetta bara eins og ég geri þetta. Ég er ekki í samkeppni við nokkurn mann. Kannski af því að ég hef aldrei séð neinn leika þetta hlutverk.“ Fagin á sér margar hliðar  Eggert Þorleifsson fer með hlutverk Fagins í söngleiknum Óliver!  Segir auðvelt að hafa samúð með Fagin  Hefur ekki séð neinn leika hlutverkið Ljósmynd/Þjóðleikhúsið Á sviði Eggert sem Fagin í Óliver, umkringdur strákagengi. „Það er gaman að túlka Fagin, hann er svo sterkur karakter.“ Oliver Twist var önnur skáldsaga Charles Dickens og birtist fyrst sem framhaldssaga í tímariti. Dickens var einungis 26 ára gamall þegar hann skrifaði sög- una, sem er ein sú vinsælasta sem þessi merki rit- höfundur samdi á sínum mjög svo farsæla ferli. Sag- an af litla og saklausa munaðarleysingjanum sem lendir í slagtogi með þjófum hefur orðið að ótal sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og söngleikur eft- ir henni var frumsýndur árið 1960 á West End og síðan á Broadway. Söngleikurinn varð síðan að Ósk- arsverðlaunakvikmynd árið 1968 en þar fór Ron Moody með hlutverk Fagins, og þótti standa sig af- burðavel. Mark Lester lék Oliver litla. Saklaus munaðarleysingi Charles Dickens

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.