Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 44
ÞAÐ er hið nýstofnaða útgáfufyr-
irtæki Borgin sem trónir í tveimur
efstu sætunum hvað Tónlistann
varðar en á þeirra vegum er platan
Terminal með Hjaltalín, sem skipar
efsta sætið, og svo IV, með reggí-
sveitinni Hjálmum, en hún er í öðru
sæti. Jólagjafasalan er nú komin á
fullan snúning og innlendar plötur
áberandi og á Sena meira en helm-
inginn af þeim. Dikta er þá þaul-
sætin í fyrsta sæti lagalistans með
„From now on“ og haldast efstu
þrjú sætin óbreytt frá því í síðustu
viku. Tvö ný jólalög gera þó skurk
á listanum; söngglaði langintesinn
!
" # #$ $
% &
$%'(
)* + $
%"
$% ,-.($%'( $
!
"#$ % & !
'
(
)*+
" ,-#*
.$ "#$ /
)!0
1* 2#
3 ! 4!
'
( ! /
5
'
) #* 67 4* 8 !#*+9
:47 ! & 4$
)* ; !
!" #
$%& '
( )*+%
,
-
' .
/0
12 3-
1 % . 4
5 %
2
6 .% 7 8 .
9 - 88
: 0' -
-
5
. ; 5
' '
)/ 0#
!
(
1 '
'+2
'+2
! !
.$ :*!
)*#* 1*#9 8 :!0 0
< =!#**#
> ; 1 1
? %$
? $
"#$ % @ 5 7!#* 1
) , #
A*><=()
" ,-#* : B 2
AC D <
0 *
67! 4$ (;! ?!
" "7!
*+
) C ?
( < = >
? .@
. 5
8% !
%
A +
. B @
$ % % 7'+
5 C
D %
$ 2 2 D %
$2 %
6
7
E
# -
B @
(
2
(
'
8 88
;@ 1
1
1
/ '= 2
E-
12 ;
% $ 2 D
0# 3
' '
$
)* !
2$
'+2
'
$
0#
)/ !
$
)*
!
'+2
4545
!
Jólin „borga“ sig
Á toppnum Hjaltalín er í efsta sæti Tónlistans með Terminal.
Sigurður Guðmundsson landar
fjórða sætinu ásamt Memfísmafí-
unni með laginu „Það snjóar“ og
svo fer Veðurguðinn Ingó inn á
listann með lagið „Jólakrakkar“.
Að öðru leyti óskar skrásetjari
þeim sem lesa gleði- og friðarjóla.
Góðar stundir og takk fyrir að lesa.
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
HINN 10. nóvember árið 1944 var
skip Eimskipafélagsins, Goðafoss, á
leið til Íslands í skipalest banda-
manna. Þegar skipin komu fyrir
Garðskaga skaut þýski kafbáturinn
U-300 tundurskeyti í Goðafoss og
grandaði honum, skipið sökk á örfá-
um mínútum. Alls fórust 42 karlar,
konur og börn í árásinni. Þetta er
mesta mannfall sem Íslendingar
urðu fyrir í seinni heimsstyrjöldinni.
Tíu ára starf að baki
Um jólin verður sýnd í Sjónvarp-
inu heimildarmynd í tveimur hlutum
um þennan skelfilega atburð, heim-
ildarmynd sem ber nafnið Árásin á
Goðafoss. Leik-
stjóri mynd-
arinnar er Björn
Brynjúlfur
Björnsson en Jón
Ársæll Þórðarson
og Þór White-
head unnu hand-
ritið. Um tíu ára
starf liggur að
baki heimild-
armyndinni.
Jón Ársæll segir að vinna við
myndina hafi byrjað í framhaldi af
þáttum um 20. öldina sem hann vann
með Birni fyrir Stöð 2.
„Þar kynntumst við nokkru af
fólki, og ég hafði viðtöl við það sem
hafði lifað árásina af,“ segir Jón Ár-
sæll. „Við náðum viðtölum við alla
sem eru á lífi og lifðu árásina af og
svo jafnframt þá sem voru um borð í
þýska kafbátnum, U-300, og eru enn
á lífi. Við fylgjum síðustu för skips-
ins, frá New York til Reykjavíkur,
en skipið kom aldrei til hafnar, því
var sökkt út af Garðskaga.“
Viðvaningsleg eftirför
Jón Ársæll segir að í raun hafi far-
ist á fimmta tug manna í árás þýska
kafbátsins því bresku olíuflutninga-
skipi í skipalestinni, Sirvan, hafi
einnig verið grandað og þá hafi
dráttarbátur horfið með manni og
mús. Ekkert sé vitað um afdrif hans
en Þjóðverjar kannist ekki við að
hafa skotið á hann.
„Þetta var mikill darraðardans,
vitlaust veður og mikið af tundur-
duflum á reki,“ segir Jón Ársæll.
Tveir þýskir sjóliðar sem voru um
borð í kafbátnum eru á lífi og eru
sýnd viðtöl við þá í myndinni. Jón
Ársæll segir þá muna þennan atburð
mjög vel. „Þeir segja að kafbáturinn
hafi aldrei verið í neinni hættu þó
svo að eftirförin hafi verið svakaleg.
Það fóru öll skip á svæðinu í það að
leita að kafbátnum og henda djúp-
sprengjum á hann en þeir segjast
aldrei hafa verið í hættu, hafi fundist
þessi eftirför vera mjög viðvanings-
leg frá hendi bandamanna.“
Margir með samviskubit
– Hvernig var að ræða við eftirlif-
endur árásarinnar?
„Það er greinilegt að þetta fólk
hefur aldrei komist yfir þetta í raun
og veru. Þessi saga fylgir því eins og
dökkur skuggi enda getur maður vel
ímyndað sér það, það voru margir
líka með samviskubit, það fórust
þarna börn fyrir framan augun á
þeim og menn gátu ekkert gert,“
svarar Jón Ársæll. Þarna hafi farist
konur og börn og skipið sokkið á ein-
um sjö mínútum. Eftirlifendum hafi
þó ekki verið komið til bjargar fyrr
en tveimur tímum seinna.
Dökkur skuggi Goðafoss
Heimildarmynd í tveimur hlutum um þann örlagaríka atburð þegar þýskur
kafbátur grandaði Goðafossi árið 1944 verður sýnd í Sjónvarpinu um jólin
Goðafoss Ljósmynd af skipinu við bryggju í Hamborg. Flak skipsins hefur ekki fundist enn þrátt fyrir mikla leit.
Jón Ársæll
Fyrri hluti Árásarinnar á Goðafoss
verður sýndur á jóladag kl. 19.25
en seinni hlutinn á nýársdag kl.
19.30.
Tónlistarkonan Margrét Krist-ín Sigurðardóttir eða Fabúlaeins og hún kallar sig sendinýverið frá sér sína fjórðu
sólóplötu, nefnist hún In Your Skin.
Fabúla sagði sjálf í viðtali í tengslum
við útkomu plötunnar að lög sín ein-
kenndust af tregablandinni leikgleði
og held ég að fátt
lýsi þeim betur.
Þrátt fyrir að lögin
séu róleg eru þau
líka full af fjöri og
fegurð, jafnvel
stríðni. Til dæmis
er fyrsta lagið,
„Monster“, létt lag og leiðir hlustand-
ann skemmtilega inn í plötuna, áhrifa
frá kántrí- og þjóðlagatónlist gætir í
sumum laganna og er vel unnið með
það. Björt og einstök söngrödd Fabúlu
skemmir svo ekki fyrir.
Fabúla semur öll lögin tólf á In Your
Skin og textana við ellefu þeirra, Frie-
derike Hesselmann á textann við
„Little Moon“. Það var ljóst fyrir löngu
að Fabúla er mikill textasmiður og
segja sumir þeirra miklar sögur, eru
meiri ljóð en lagatextar og gerir það
hlustunina enn ánægjulegri.
Eini galli plötunnar að mínu mati er
að sum lögin skortir frumleika, er ég
þá aðallega að tala um lögin „With His
Eyes Closed“ og „Don’t Wake Me
Up“, þau eru skemmtileg áheyrnar en
mér fannst ég hafa heyrt þau oft áður
þegar ég heyrði þau í fyrsta sinn frum-
samin og flutt af Fabúlu.
Fabúla tileinkar foreldrum sínum
plötuna og eru tvö síðustu lögin á
henni samin við ljóð sem hún samdi til
þeirra á gullbrúðkaupsafmælinu. Lög-
in tvö eru falleg og textarnir fullir af
ást og þakklæti, og þótt þau séu einu
lögin á plötunni sungin á íslensku
skemmir það ekki heildarsvipinn, þau
falla vel inn í rennslið og gera plötuna
bara persónulegri.
Upptökustjóri In Your Skin er Birk-
ir Rafn Gíslason og er öll vinnsla plöt-
unnar til mikillar fyrirmyndar en tón-
listin er fyrst og fremst hugljúf og
áheyrileg.
Allt til
fyrirmyndar
Geisladiskur
Fabúla – In Your Skin bbbmn
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
TÓNLIST
Í FYRRI hluta heimildarmynd-
arinnar er för Goðafoss rakin, frá
því hann lagði úr höfn í New York
þar til honum var sökkt út af Garð-
skaga.
Í seinni hlutanum eru viðtölin og
leitinni að flakinu gerð góð skil en
hún hefur staðið yfir í 65 ár.
„Menn byrjuðu fljótlega eftir að
skipið sökk að leita að flakinu því
um borð í skipinu voru mikil verð-
mæti. Sú leit stendur í raun enn og
Landhelgisgæsla Íslands hefur að-
stoðað okkur og við fylgst með
mikilli leit, í raun og veru,“ segir
Jón Ársæll. Margar dramatískar og
dularfullar sögur eru til tengdar
skipinu, að sögn Jóns Ársæls.
„Til dæmis líkin, það rak aðeins
tvö lík á land, af öllum þessum
fjölda fólks sem fórst, tveir litlir
drengir,“ segir Jón Ársæll, synir
hjónanna Friðriks Ólasonar og Sig-
rúnar Briem.
Þá hafi Goðafoss bjargað 19
mönnum af brennandi olíuskipi
um hálftíma fyrir árásina. Aðeins
tveir þeirra lifðu árásina af og má
segja að hinir hafi sannarlega ver-
ið feigir.
Enn leitað að flaki skipsins