SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Síða 6
6 7. febrúar 2010
Victor Moses, sem leikur ýmist sem miðherji eða út-
herji, hefur á undanförnum mánuðum verið einn eftir-
sóttasti leikmaðurinn utan ensku úrvalsdeildarinnar.
Ekki beið orðspor hans hnekki í haust þegar hann
skoraði líklega mark ársins í ensku knattspyrnunni
fyrir Crystal Palace gegn Barnsley á Selhurst Park.
Hann fékk þá sendingu, tók tuðruna á brjóstið rétt
innan vítateigs og klippti hana aftur fyrir sig í blá-
hornið. Markvörðurinn hreyfði hvorki legg né lið.
Moses var meðal annars orðaður við Chelsea og
Arsenal en valdi Wigan Athletic fyrr í vikunni. Kaup-
verðið var hálf þriðja milljón sterlingspunda. Sjálfur
er Moses ekki í minnsta vafa um að hann hafi tekið
rétta ákvörðun. „Það voru miklar vangaveltur í gangi
en eftir að ég hitti stjórann (Roberto Martínez) og
Brendu (Spencer, framkvæmdastjóra Wigan) hugs-
aði ég með mér: Þetta er rétta félagið fyrir mig. Þau
buðu mig hjartanlega velkominn,“ sagði hann á
heimasíðu Wigan í vikunni.
Moses hefur gegnt lykilhlutverki í yngri lands-
liðum Englendinga, nú síðast 19 ára liðinu, og hefur
sett stefnuna á landsliðshóp Fabios Capellos. „Núna
þegar ég er kominn í úrvalsdeildina gefst mér von-
andi tækifæri til að sýna hvað í mig er spunnið. Það
er skynsamlegast að taka eitt skref í einu og í bili
mun ég helga Wigan Athletic alla mína krafta. Það
yrði samt ekki amalegt að komast í A-landsliðið í
framtíðinni.“
Eðli málsins samkvæmt hefur Victor Moses ekki
léð máls á því að leika fyrir hönd Nígeríu.
Stefnir á sæti í enska landsliðinu
Victor Moses í leik með ungmennalandsliði Englands.
D
agurinn hófst eins og hver
annar dagur í borginni Kad-
una í Nígeríu. Hinn ellefu ára
gamli Victor Moses var að
leika sér í fótbolta ásamt félögum sínum.
Enginn hafði efni á leðurbolta, þannig að
tuðran var gerð úr límbandi. Þeir léku til
skiptis á götunni og litlum velli með
steyptu undirlagi. Aðstæður hnepptu þó
ekki draumana í fjötra, hetjur Victors
litla voru ensku landsliðsmennirnir
David Beckham og Michael Owen. Hann
var staðráðinn í að feta í fótspor þeirra
þegar hann yrði stór.
Skyndilega dró ský fyrir sólu. Frændi
Victors kom hlaupandi og gaf honum
fyrirmæli um að koma með sér – líf hans
væri í bráðri hættu. Ekki nóg með það.
Múslímskir ribbaldar höfðu ruðst inn á
heimili hans og ráðið forelda hans af
dögum. Presthjónin, Austin og Josep-
hine Moses, voru fórnarlömb
trúarbragðastríðs sem braust út í Nígeríu
í kjölfar upptöku hinna umdeildu
Sharia-laga aldamótaárið 2000. Tvö ár
voru liðin en fyrir lá að prestar hins
kristna minnihluta í landinu yrðu áfram
skotmörk íslamista. Moses-hjónin hlutu
sömu örlög og þúsundir annarra.
Sendur til Englands
Victor litli, sem er einkabarn, fór huldu
höfði dagana eftir víg foreldra sinna.
Ættingjar óttuðust að ódæðismennirnir
vildu einnig ganga milli bols og höfuðs á
honum. Í öryggisskyni var Victor sendur
til Englands og komið fyrir hjá fóstur-
foreldrum í Lundúnum. Það var mikil
lífsreynsla fyrir unga manninn sem hafði
ekki í annan tíma komið út fyrir Kad-
una. Við komuna til Lundúna fékk hann
stöðu hælisleitanda. Vistaskipti Victors
spyrnustjóri Palace, Victor Moses sem
hlédrægum ungum manni sem færðist
allur í aukana þegar hann stigi fæti inn á
fótboltavöll. „Allur sársaukinn sem
fylgir honum hverfur eins og dögg fyrir
sólu þegar hann er kominn með tuðruna
á tærnar,“ sagði Warnock, sem sjálfur
missti móður sína á svipuðum aldri.
Hann bætti við að margur ungur spark-
andinn, sem lítur á þægindin sem fylgja
lífi knattspyrnumanna sem sjálfsagðan
hlut, ætti að staldra við og hugsa um
hvað Victor Moses hefur mátt þola til að
ná settu marki í lífinu.
Sjálfur tekur Victor í sama streng.
„Þegar ég lít um öxl er ég staðráðinn í að
gera eins vel og ég get og sjá til þess að
ég sé á réttum stað,“ sagði hann við The
Mirror. „Ég þrái gott líf og að láta gott af
mér leiða. Ég vil ekki vera rangur maður
á röngum stað eins og foreldrar mínir.“
bar svo brátt að höndum að honum gafst
ekki einu sinni tóm til að taka ljós-
myndir af foreldrum sínum með sér.
Hann hefur þurft að ylja sér við minn-
inguna eina.
Victor hélt áfram að spyrna í Lund-
únum og gekk til liðs við hverfisliðið.
Þar komu útsendarar B-deildarfélags
Crystal Palace auga á hann og gerðu við
hann samning. Hæfileikarnir voru aug-
ljósir en þjálfurum Palace gekk illa að ná
til Victors í fyrstu. Hermt er að hann
hafi varla tekið til máls fyrstu tvö árin í
nýja landinu. Skyldi engan undra. For-
svarsmenn Palace vissu að Victor hafði
orðið fyrir áfalli en það var ekki fyrr en
snemma á síðasta ári að hann gerði þeim
grein fyrir því hvað gerðist í raun og
veru. Þeim brá heldur betur í brún.
Í samtali við breska blaðið The Mirror
á síðasta ári lýsti Neil Warnock, knatt-
Ribbaldar myrtu
foreldra hans
Victor Moses, nýliðinn hjá
Wigan, hefur átt erfiða ævi
Victor Moses hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Crystal Palace.Kappinn á það til að fagna mörkum sínum með tilþrifum.
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Victor Moses er nítján ára gamall,
fæddur í Kaduna í Nígeríu 12.
desember 1990. Hann vakti fyrst
athygli þegar hann gerði fimmtíu
mörk á einni og sömu leiktíðinni
fyrir lið Crystal Palace skipað leik-
mönnum fjórtán ára og yngri.
Hann lék sinn fyrsta leik fyrir að-
allið félagsins aðeins sextán ára,
árið 2007. Alls lék Moses 69
leiki fyrir Palace, skoraði ellefu
mörk og lagði upp sex til viðbótar.
Moses er breskur ríkisborgari og
hefur leikið með öllum yngri
landsliðum Englands, nema 21
árs liðinu. Hann hefur gert níu
mörk í fimmtán leikjum fyrir 17
ára liðið og tvö mörk í tólf leikjum
fyrir 19 ára liðið. Hann á að baki
tvo leiki fyrir 16 ára liðið en ekk-
ert mark.
www.noatun.is
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.
998
MEÐ HEIM
HEITT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott!