SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 13

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 13
7. febrúar 2010 13 B altasar Kormákur gefur sér tíma í morgunsárið fyrir viðtal, því dagarnir fara í æfingar á Gerplu, sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu um næstu helgi. „Það gengur bara nokkuð vel,“ segir hann. „Þetta er mikið og spennandi verkefni að fást við, enda er bókin stór, bæði í blaðsíðum talið og á huglægum skala. En vonandi förum við að sjá fyrir endann á þessu – hvað verður úr sögunni.“ Hann hikar. „Annars er erfitt að tala með þessum hætti, því Ís- lendingar eru orðnir svo sjálfumglaðir í lýsingum – ennþá er allt best í heimi. Það verður bara hver að dæma fyrir sig.“ Nálgunin verður leikrænni Baltasar skrifar handritið með Ólafi Egilssyni og er það þróað á æfingum af leikhópnum, en fyrsti samlestur á sögunni var síðastliðið vor. „Þetta er eins og hjá Teatre Complicite, þar sem unnið er að leikgerðinni um leið og sýningin er búin til. Það má líka nefna leikgerðirnar Þetta er allt að koma, eftir skáldsögu Hallgríms Helgasonar, og Pétur Gaut, sem unnin var upp úr sex tíma leikriti og skrifuð samhliða æfingum. Það eykur vægi leikhússins að þróa verkið á staðnum í samvinnu við leikarana; þetta verður þá ekki bara bókmenntakynning – nálgunin verður leikrænni.“ Engu að síður er mikilvægt að halda vel utan um söguþráðinn og á það sérstaklega við um bók eins og Gerplu, að sögn Baltasars. „Það er ekki sterkasta hlið sögunnar. Þetta er hálfgerð vegamynd, sem aldrei er auðvelt að gera skil í leikhúsi. Aðalpersónurnar eru tvær, en við fórum þá leið að leggja meiri áherslu á Þor- móð en Þorgeir. Haft var eftir Laxness á sínum tíma að persónurnar væru tvívíðar; þær sýna ekki á sér margar hliðar í bókinni. Það á reyndar frekar við um Þorgeir en Þormóð, en við höfum reynt að gefa honum meiri dýpt sem manneskju.“ Það er áskorun að taka persónur, sem hafa lifað með þjóðinni um aldir, og færa þær á svið. Baltasar rifjar upp þegar hann og Ingvar Sigurðsson léku hvannasenuna úr Gerplu, hann lék Þormóð og Ingvar lék Þorgeir og Flosi Ólafsson las úr verkinu. „Það trylltist allt í leikhúsinu, það var mikið hlegið og gaman. En Súsanna Svavars- dóttir, sem reyndar rataðist oft satt orð á munn, féll ekki fyrir því og fyrirsögnin var einhvern veginn á þessa leið: „Mér hefur alltaf fundist að Þorgeir og Þormóður eigi að vera eins og þeir eru.“ Þetta er eitt af því sem við þurfum að kljást við, að fólk hefur mótaðar hugmyndir um þessar persónur. En ég veit ekki hvernig við áttum að nálgast hugmyndir Súsönnu um fóstbræðurna Þorgeir og Þormóð. Það hef- ur hver sína skoðun á því og við hljótum að styðjast við okkar eigin hugmyndir í þeim efnum – það er okkar hlutverk.“ Minnir á Don Kíkóta Baltasar tekur undir að Gerpla minni um margt á Don Kíkóta. „Það er augljóst að Don Kíkóti hlýtur að hafa verið áhrifavaldur fyrir Halldór þegar hann skrifaði sög- una, því hliðstæðurnar eru það miklar. Þetta eru miklar riddarabókmenntir, en veruleikinn í Gerplu er þó rammíslenskur. Við lásum líka Fóstbræðrasögu, sem Gerpla er byggð á, og vísum í hana. Þetta er paródía að einhverju leyti á Íslendingasög- urnar, en við einblínum ekki á það – það býr meira í sögunni. Ég legg ekki mest upp úr því að hæðast að Ís- lendingasögunum, heldur þeirri hugmynd sem við höf- um skapað um þær eftir á. Þetta voru engar hetjur held- ur fjöldamorðingjar. Sá eini sem sýnir á sér aðrar hliðar en að vera blóðþyrstur morðingi er Gunnar á Hlíðarenda Baltasar Kormákur segir að Nóbelsskáldið sé að ein- hverju leyti að finna í Þor- móði Kolbrúnarskáldi. Rótað í þjóðinni Baltasar Kormákur leikstýrir fyrstu leikgerðinni af Gerplu, sem frumsýnd verður um næstu helgi í Þjóð- leikhúsinu. Hann er einnig með nokkrar kvikmyndir í burðarliðnum, jafnt erlendar sem innlendar. En fyrst er það sagan af Þorgeiri og hirðskáldi hans … Frumsýning á Gerplu Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Golli golli@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.