SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 14

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 14
14 7. febrúar 2010 og fyrir vikið rífst þjóðin um kynhneigð hans.“ Það stóð raunar til á sínum tíma að gera kvikmynd eftir Njálu, að sögn Baltasars. „Við unnum handrit sem við sendum utan, en fengum svo neikvæð viðbrögð við Hallgerði sem aðalpersónu. Útlendingum fannst hún vera illgjörn kvensnift, nokkuð sem við höfðum ekki upplifað sjálfir, nánast „femme fatale“. Það verður ekki litið framhjá því, að þegar Íslendinga- sögurnar eru til umfjöllunar þvælist ímyndin fyrir Ís- lendingum. Sagan sjálf vill gleymast og hvað stendur þar í raun og veru. Ég upplifi Gerplu þannig, að Halldór sé að leika sér með þær hugmyndir sem Íslendingar hafa búið sér til um Íslendingasögurnar í aldanna rás og ráðast gegn þeim.“ Gerpla á sér fleiri hliðar. „Það má segja að með skáld- inu Þormóði hafi Halldór gert einlæga atlögu að sjálfum sér. Og ef maður vill ganga alla leið, þá gæti Þorgeir ver- ið Ísland. Þormóður er að reyna að taka þennan drumb og vitleysing og búa til úr honum eitthvað fallegt og skáldlegt. Ef greinar Halldórs um Ísland eru lesnar, þá skín þar í gegn álit hans á Íslendingum, sem er ekki hátt, en svo skrifar hann bækur þar sem hann upphefur þessa molbúa. Og það er ekki annað hægt en að hrífast af einfaldleika Þorgeirs, þessari einföldu hetju, sem fremur subbuleg og ljót morð í algjöru tilgangsleysi. Í Ólafi Haraldssyni er síðan Stalín, ytri heimurinn sem steðjar að okkur, og ástríða hans gagnvart því sem reynist fals þegar upp er staðið. Líf hans er erindisleysa og örlögin tragísk í lokin.“ Við losum um tímann Upphaflega stóð til að Gerpla yrði jólasýning Þjóðleik- hússins, en frumsýningunni var frestað. Baltasar segir að það hafi einfaldlega verið vegna þess að hann hafi séð fram á að verkið yrði ekki tilbúið á tilskildum tíma. „Of mikið hefur verið gert úr þessari frestun. Það kemur oft fyrir að sýningar eru hreyfðar til í leikhúsunum. Ég var með mikið á minni könnu og bað um meira rými til að geta gert betri sýningu.“ Það reyndist vel þegar Baltasar setti upp Ivanov eftir Tsjekov í Þjóðleikhúsinu og gerði síðan kvikmyndina Brúðgumann í framhaldi af því, sem byggð er á leikrit- inu. Það kemur vel til greina að leikurinn verði endur- tekinn, þrátt fyrir að oft hafi verið sagt að ekki sé hægt að gera bíómynd úr Gerplu, að sögn Baltasars. „Sagan er ekki árennileg og seinni hlutinn erfiður, allt frá því að Þorgeir fer utan og þvælist um heimsins höf innan um ælandi kónga, sem koma sögunni lítið sem ekkert við. Það er erfitt að halda utan um slíkan sögu- þráð á leiksviði, enda sneiðum við hjá því. Og orrust- urnar eru áhugavert viðfangsefni. Hvernig gerir maður stríðsbrölti og vopnaburði skil á leiksviði? Oft verður það þunglamalegt og erfitt – kling, klang, kling, klang – þegar leikararnir klöngrast um sviðið í brynjum, að ekki sé talað um klaufalega og realíska bardaga. Við ákváðum að leita í gamla áhugaleikhúsið eftir lausnum, vinnum okkur þaðan, ekki með háði eða lítillækkun, heldur sækjum við þangað einfaldleika leikhússins. Og þegar við mætum fyrirstöðum, þá tökumst við á við þær, en sneiðum ekki hjá þeim.“ Hann brosir. „Við ætlum samt ekki að klæða alla í jakkaföt eða páskagula búninga, þetta verður ekki þýska leikhúsið; við glímum við arfinn okkar á íslenskum forsendum og gerum leikhús úr því. Ofinn í frásagnarmátann er tím- inn, Ísland í fortíð. Það eru minnin sem við styðjumst við í sýningunni. Við losum um tímann að vissu leyti, sækjum í Íslandsminni og fortíðarrómantík, til dæmis glímubelti sem er einskonar táknmynd íslenskrar karl- mennsku. Þau voru ekki til á þessum tíma, en þau til- heyra Íslandi í fortíð og það er nálgunin sem við leitum að. Og leikararnir þurfa ekki að vera í þungum og klunnalegum skikkjum – við einföldum allt það.“ Eitt af því sem leikhópurinn hefur þurft að yfirstíga er hvernig menn breytast í dýr og dýr í menn. „Hvernig teflirðu fram hesti á leiksviði?“ spyr Baltasar. „Það virk- ar kannski einfalt, en það verður bara að leika hestinn. Og þá vakna ýmsar spurningar. Á hann að vera á fjórum fótum? Hvernig karakter er hesturinn – því hestar eru með karakter. Allt í einu verður þetta flókið en skemmtilegt viðfangsefni.“ Ekki of mikil virðing fyrir Laxness Svo er það skelfilega leyndarmálið, sem Baltasar hvíslar að blaðamanni, en það er spurningin hversu margir Ís- lendingar hafi í raun lesið Gerplu og þekki söguna. „Ég veit vel að þjóðin þekkir týpurnar og hvannasöguna, en ég er ekki viss um að margir muni eftir Þórdísi og Kol- baki, en það er stór hluti af sögunni. Það sama á við um frásögnina af Kolbrúnu og Geirríði dóttur hennar, sem á sér stað í Hrafnsfirðinum. Þetta eru veigamestu sam- ræðurnar í sögunni. Auðvitað kunna einhverjir söguna utanbókar, en ég held að fáir hafa lesið alla söguna og mig grunar að margir hafi gefist upp í seinni hlutanum, sem er sundurlausari. Það tapa margir þræðinum þegar Þorgeir fer til Noregs, en við einbeitum okkur líka meira að fyrri hlutanum.“ Baltasar segir að sögunni ljúki að vissu leyti þegar Þorgeir hverfur úr henni. „Eftir það er hún hálfgert nið- urlag. Það er athyglisvert að þegar Ingmar Bergman gerði sína atlögu að Sjálfstæðu fólki, skrifaði handrit að þeirri sögu, þá lýkur hans bíómynd þegar Bjartur í Sum- arhúsum kemur að tíkinni liggjandi ofan á Ástu Sóllilju. Kannski það sé heiðarlegasta aðferðin að nota minna úr bókinni og gera því betri skil.“ – Fyrir utan Kjartan Ragnarsson í Þjóðleikhúsinu? „Mér fannst það fín uppfærsla, sérstaklega fyrri hlut- inn, og með því besta sem ég hef séð af Laxness. Textinn hefur svo oft verið upphafinn á leiksviði og of mikil virðing fyrir honum er ekki holl fyrir hann. Það drepur skrifin hans að setja þau upp í munninn á leikara sem ber of mikla virðingu fyrir honum, þá verður flutning- urinn svo upphafinn og skortir jarðtengingu. Við höfum reynt að halda okkur við textann í Gerplu, en flytjum hann auðvitað eins og manneskjur.“ – Á talmáli? „Já, en án þess að allur skáldskapur sé tekinn úr verk- Að minnsta kosti þrjár myndir eru á teikniborðinu, Inhale, Djúpið og endurgerð Reykjavík Rotterdam. Baltasar Kormákur er giftur Lilju Pálmadóttur og eru börnin fimm talsins. Aðspurður hvernig gangi á þeim vígstöðvum svarar hann brosandi: „Bara – það eru allir heilir. Ég er kominn með nokkra unglinga og það reynir á. Þetta er full vinna.“ – Meiri en þegar þau voru yngri? „Þetta tekur meira á. Það er hægt að skamma barn, ekki gera þetta, en unglingsstelpur – Jes- ús! Og ég á tvær unglingsstelpur!“ – Ertu mikill fjölskyldumaður? „Ég tel mig orðinn það – í dag. Ég er eins og sjómaður, ég er burtu og svo er ég heima. Þegar ég er heima með börnunum, þá vil ég helst bara vera með þeim, og það getur verið erfitt að koma mér út úr húsi. Ég reyni líka að taka þau með mér ef ég get á tökustað. En það getur verið flókið. Þetta eru mikil ferðalög og svo er það skólinn. Næstyngsti sonur minn, Pálmi Kormák- ur, var með mér í rúma tvo mánuði í Ameríku, gekk í skóla þar. Ég reyni að láta þetta ganga upp, að leyfa þeim að vera hluti af þessu æv- intýri.“ Lilja Pálmadóttir, eiginkona Baltasars, stofnaði með honum kvikmyndafyrirtækið Blueeyes, en hefur dregið sig út úr rekstrinum. „Hún átti hlut í fyrirtækinu, en það er í raun aðskilið í dag,“ seg- ir hann. „Hún er komin á kaf í hestana, en við styðjum hvort annað andlega í þeim verkefnum sem við tökumst á við. Ég er með henni í hest- unum, en hún stjórnar þar.“ Er eins og sjómaður

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.