SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 22

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 22
22 7. febrúar 2010 Sunnudagsmogginn var á vettvangi þegar Clint Eastwood, Matt Damon og Morgan Freeman sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í London á dög- unum en tveir þeir síðarnefndu eru tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Invictus. Andrés Magnússon aði Dirty Harry sjálfur: „Talking too loud for you, kid?“ (Tala ég of hátt fyrir þig, væni?). Eftir að hlátrasköllunum linnti var spurt hvort Mandela hefði séð myndina? „Já,“ svaraði Freeman. Og hver voru viðbrögð hans? „Hann brosti mikið og kinkaði kolli. Þegar kom að fyrstu senunni með honum hallaði hann sér yfir að mér og sagði mér að hann þekkti leikarann! En mín tilfinn- ing var sú að hann skammaðist sín ekki fyrir hana.“ „Já og hann hallaði sér aftur að honum og sagði að náunginn sem léki Pienaar væri algerlega frábær,“ skýtur Damon inn í. Damon bætti við að hann hefði dvalist mikið með François Pienaar til þess að setja sig betur inn í hlutverkið. „Það sakar aldrei að hafa sérfræðinga til þess að leið- beina sér um hlutverk, en í þessu tilviki hafði ég manninn sjálfan mér til fulltingis. Það létti mér starfið mikið. Svo hafði ég líka gaman af að fá að umgangast hann þarna á heimavelli. Það vita það ekki allir, en í Suður-Afríku er François eins og Elv- is!“ Pienaar var einnig á blaðamannafund- inum og eftir að Damon kynnti hann fór hann nokkrum orðum samstarfið við þre- menningana. Fyrst og fremst vildi hann þó undirstrika hversu vel tækist í mynd- inni að fanga andrúmsloftið í Suður- Afríku á þessum tíma og sagði hann að sér hefði oft fundist hann vera að horfa á eigin minningar frekar en kvikmynd. „Myndin var tekin upp á raunverulegum vettvangi atburðanna og er svo ekta og tilfinn- ingarík að ég táraðist við að horfa á hana,“ sagði Pienaar og bætti svo við með blik í auga: „Já, það var allt eins, nema kannski eitt“ og gaut augum til Damon. Matt Damon henti athugasemdina á lofti. „Þegar Clint bauð mér hlutverkið og ég fór að kynna mér það hnaut ég strax um stóran mun á okkur François. Ég er svona meðalmaður, en François er fjall af manni. Clint sagði mér að hann skyldi hafa M organ Freeman fékk fyrstu spurninguna, hvort hlut- verk Mandela hefði ekki verið honum erfitt, hann hefði lengi beðið þess að leika hann. Svarið var stutt og laggott: „Nei.“ Freeman, hef- ur áður unnið með Eastwood og sagði að það væru forréttindi, hann hlakkaði til að vinna með honum aftur. Svo bætti hann glettinn við að því miður gæti hann ekki sagt hið sama um Matt Damon. „Okkur semur ekki. Hann er montinn, heldur að hann sé snoppufríður og það allt.“ Damon tók stríðninni vel og sagði það heiður að fá að vinna með Freeman. „Mandela valdi hann sjálfur í hlutverk sitt, svo það vissu allir að fyrr eða síðar kæmi að því að Morgan léki Mandela. Ég var bara heppinn að það var laust hlutverk fyrir mig þegar hann lét verða af því.“ Clint Eastwood var spurður hvers vegna hann héldi áfram að gera stórmyndir, ár eftir ár, þegar hann væri kominn á þann aldur þegar flestir reyndu að eiga náðugri daga. „Ég hafði raunar gert ráð fyrir því að vera sestur í helgan stein, en það ræður enginn lífsins för. Mér finnst ennþá gaman að vinna og ég get tekist á hendur meira krefjandi verkefni en áður. Ég er reyndari, veit meira og bar gæfu til þess að velja mér starfsvettvang sem veitir mér mikið. Ég held þess vegna bara áfram að vinna þar til einhver kýlir mig kaldan og segir mér að fara heim.“ Stærri á hvíta tjaldinu En nú hefur Eastwood nokkrum sinnum sagst vera hættur að leika. Er það end- anlegt? „Nei, það er ekkert gefið. Ef það bjóðast góð hlutverk, sem hæfa aldri mín- um, þá má það vel vera. En líkurnar minnka með tímanum.“ Þegar hér var komið við sögu á blaðamannafundinum hafði einhverra tæknilegra vandkvæða orðið vart við hljóðnema Eastwoods, svo hljóðmaður skaust til hans og færði hljóð- nemann eilítið frá honum. Við það vakn- áhyggjur af því og leysa málið í tökum. Þegar ég svo hringdi bjöllunni hjá François í fyrsta skipti nokkrum mánuðum síðar opnaði hann dyrnar og leit svo niður til mín, en ég heilsaði honum með afsökun um að ég væri stærri á hvíta tjaldinu. Hann fór að skellihlæja, faðmaði mig og bauð mér inn. Við höfum verið vinir síðan.“ Trúir á ameríska drauminn Hefnd og makleg málagjöld hafa verið leiðarstef Eastwood nánast allan hans fer- il, en nú snýr hann við blaðinu og fjallar um fyrirgefninguna. Ber að lesa eitthvað í það? „Þú ættir að sjá Invictus II,“ grípur Matt Damon fram í. „Nei, Dirty Harry hefði aldrei fyrirgefið á þennan hátt, þess vegna er Nelson Man- dela betri manneskja en hann,“ svarar Eastwood. „En þeir fengust líka við ólík verkefni. Mandela þurfti á öllum að halda til þess að byggja þjóðina upp. Líka þeim, sem höfðu verið svarnir óvinir hans.“ Trúir hann enn á ameríska drauminn? „Já, ég geri það,“ svarar Eastwood. Amer- íski draumurinn er enn til staðar fyrir þá sem vilja höndla hann. Það er mikill kraft- ur og frumkvæði í bandarísku þjóðinni enn, hennar helsti styrkur.“ Þrenningunni var óskað til hamingju með verðlaunatilnefningar myndarinnar og spurð hvaða gildi slík verðlaun hefðu. „Verðlaun eru eina ástæðan fyrir því að menn búa til bíómyndir,“ svarar Matt Da- mon án þess að bregða svip. „Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra um það. En án alls gamans, þá skipta verðlaun máli fyrir kvikmyndir. Þau geta beinlínis skipt sköpum um hvort mynd skilar tekjum eða tapi. Þess vegna skipta þau máli. Ef mynd er meðal þeirra fimm bíómynda, sem eru tilnefndar til Óskarverðlauna, þýðir það að miðasalan eykst um 50 milljónir dala. Það munar um minna.“ Damon bætir við: „Ég held samt að við höfum allir dregist að þessu verkefni vegna þess að sagan er bæði sönn og sann- arlega upplífgandi. Ef einhverjum hand- ritshöfundi hefði dottið í hug að skálda þetta hugsa ég að flestir hefðu haldið sig fjarri og sagt nei, þetta gæti aldrei gerst. En það gerðist í raun og veru og það er saga, sem er vert að segja aftur. Ekki að- eins tókst þessu ruðningsliði dásamlega vel upp, það sem kom fyrir Suður-Afríku á þessum sex vikum heimsmeist- arakeppninnar var einstakt.“ Það ræður enginn lífsins för Ljósmynd/Keith Bernstein Eastwood, Freeman og Damon við tökur á Invictus. Á síðustu áratugum liðinnar aldar beindust augu heimsins mjög að Suður-Afríku, spenn- an í samskiptum kynþáttanna þar náði nýju hámarki og fjölmiðlar heims bjuggust við blóðugri borgarastyrjöld þá og þegar, styrjöld sem varla gat lyktað með öðru en útrýmingu hvíta minnihlutans og margföldu mannfalli svarta meirihlutans. Til allrar hamingju lét hún á sér standa, en það má einkum þakka tveimur mönnum, þeim Nelson Mandela og Frederik Willem de Klerk. Þeim auðnaðist að semja um hvernig binda mætti enda á apartheid, aðskiln- aðarstefnuna illræmdu, koma á lýðræði í landinu og afstýra blóðsúthellingum. Það tókst og fyrir það fengu þeir Mandela og de Klerk friðarverðlaun Nóbels. Það var fyrir réttum 20 árum, hinn 11. desember 1990, sem Mandela var sleppt úr fangelsi eftir 27 ára prísund, liðlega 71 árs að aldri. Við tóku samningaviðræður um af- nám aðskilnaðarstefnunnar, sem var aflögð í allnokkrum skrefum næstu ár, en mesta breytingin varð í kosningunum 1994 þegar Afríska þjóðarráðið fékk 63% atkvæða, náði meirihluta í þinginu og Mandela varð forseti. Þá fyrst hófst vandi Mandela. Þó hann væri forseti var vald hans ekki óskorað, við landinu blasti margþættur vandi, en viða- mesta og erfiðasta verkefnið fólst þó örugg- lega í því hvernig sameina mætti hina marg- klofnu þjóð og halda friðinn. Hvernig mætti sefa ótta hvítra gagnvart vonum svartra. Um það fjallar Invictus. Sögusviðið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.