SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Síða 27

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Síða 27
7. febrúar 2010 27 B esti vinur Hussams heitir Jaher. Þeir gera allt saman en finnst skemmtilegast að horfa á uppá- haldsliðið sitt, Real Madrid, spila. Vinirnir tveir búa í þorpinu Deir al Ghussour, um tuttugu kílómetra frá borg- inni Tulkarem á norðvesturhluta Vest- urbakkans. Tvo kílómetra frá Deir al Gho- ussour er verið að byggja svokallaðan „öryggismúr Ísraelsmanna“. Á meðan bygging múrsins stóð yfir var reist grindverk útbúið rafmagni, gaddavír og öryggismyndavélum. Grindverkið af- markar land sem bændur í þorpinu eiga og nú þurfa þeir að að biðja um leyfi frá ísr- aelska hernum til að vinna við ólífutrén – leyfi sem sjaldan fæst. 14. nóvember síðastliðinn skipulögðu þorpsbúar mótmælagöngu til að andmæla eignatöku ólífuakranna. Gangan hófst í þorpinu og fólkið gekk upp að hliði á múrnum sem kallast al Jarushiya. Unga fólkið í þorpinu tók líka þátt í göngunni og þegar fólkið var komið að hliðinu ýttu margir unglingarnir því upp og náðu að brjóta sér leið í gegnum það. Unglingarnir voru á milli 10 og 18 ára, en þrátt fyrir ungan aldur þeirra hófu ísraelsku her- mennirnir að skjóta gúmmíkúlum (sem eru reyndar gúmmíhúðaðar stálkúlur), táragasi og hljóðsprengjum á hópinn. Ungmennin svöruðu með grjótkasti en þá keyrðu nokkrir hermenn í gegnum þvög- una á jeppa og handtóku nokkra krakka. Hussam var á meðal þeirra. Þrátt fyrir að vera barn var Hussam laminn af hermanninum sem handtók hann. Að sögn Hussams notaði hermað- urinn einhverskonar mjúkt prik og barði hann í fótleggina. Hann var dreginn burt af svæðinu og settur ásamt öðrum upp við tré. Þar var bundið fyrir augu hans og hendur hans bundnar saman með plast- límbandi. Honum var sagt að standa kyrr og skipað að þegja. Hussam segist hafa orðið mjög hræddur þarna. Fjögur önnur ungmenni voru handtekin með honum; tveir 15 ára drengir, einn 16 ára strákur og 18 ára piltur. Ísraelsku hermennirnir settu svo Huss- am og annan fanga í jeppa og keyrðu af stað. Sjálfur veit hann ekki hversu lengi hann var með bundið fyrir augun og með bundnar hendur, en veit að þeir skiptu um jeppa þar sem fleiri fangar voru settir inn og hann heyrði hermennina tala saman. Hussam fannst þeir keyra í langan tíma. Á áfangastað fékk hann vatnsglas og segir að þar hafi hermennirnir ekki verið eins vondir og voru þeir kurteisir við hann en áfram var hann með bundið fyrir augu og bundinn á höndum. Fékk martraðir og öskraði í svefni Seinna um kvöldið var honum gefið jógúrt að borða og eftir það kom ísraelskur lækn- ir að skoða hann. Læknirinn bað Hussam að standa upp og ganga. Hussam segist hafa verið hræddur við að sýna honum sárin á fótleggjunum sem hann fékk þegar hermaðurinn barði hann. Læknirinn skoðaði drenginn ekki meir og eftir það keyrðu hermennirnir Hussam upp að eft- irlitsstöðinni Jabbara sem er um 20 km suður af Tulkarem. Þar segist drengurinn hafa verið settur upp í leigubíl sem keyrði hann heim. Klukkan var þá orðin ellefu um kvöldið og hafði þá drengurinn verið í ellefu klukkustundir í haldi ísraelska hersins með bundið fyrir augu og bundinn á höndum. Hussam segist hafa verið mjög glaður þegar hann komst loksins heim til fjöl- skyldu sinnar. Faðir drengsins, Faisal abu Tarek, tárast þegar hann heyrir son sinn rekja sögu sína aftur og segir drenginn ekki hafa lent í hermönnum áður. Þegar faðirinn er spurður hvernig drengnum hafi liðið eftir þetta atvik, segir hann að Hussam hafi farið í skólann dag- inn eftir en í tæpar tvær vikur hafi hann sofið illa, fengið martraðir og jafnvel öskrað í svefni. Honum líði betur núna. Ísraelska dagblaðið Ynet tók viðtal við föður Hussams og í framhaldi af því komst málið í hendur ísraelsku mannúðarsam- takanna B’TSELEM sem fóru í kjölfarið með fyrirspurn til ísraelska hersins. Yf- irmenn í hernum neituðu í fyrstu að hafa handtekið drenginn en drógu það svo til baka og sögðu að málið myndi verða rannsakað að fullu. Tveimur mánuðum síðar hafa enn engin svör borist frá ísraelskum yfirvöldum. Foreldrar drengsins telja að svör muni aldrei berast og enginn rannsókn verði hafin á því hjá ísraelskum yfirvöldum hvers vegna 10 ára drengur var handtek- inn og honum haldið föngnum í ellefu klukkustundir. Tilbúinn að kasta steinum aftur Börn á herteknu svæðunum verða frá unga aldri vitni að landtöku, mótmælum og ofbeldi af hendi landnema og her- manna og mjög ung eru þau mjög með- vituð um hvað er á seyði í kringum þau. Svo virðist einnig sem vald foreldra yfir börnum sínum hafi dvínað mikið í sam- félagi fólks sem upplifir reglulega nið- urlægingu sem fylgir landtökunni og of- beldinu. Þegar Hussam er spurður hvað honum finnist um Ísrael og Ísraelsmenn segist hann vera hræddur við þá og finnst þeir vera vondir. En hann segist vera tilbúinn að kasta steinum aftur í hermennina af því að innst inni finnst honum að það sé rétt- ast að gera. Hussam litli segir að sig dreymi um að verða kennari þegar hann verði stór og að eiga appelsínutré í garð- inum sínum, hann segir að hér eigi hann heima. Þetta sé húsið hans og hér muni hann vera, í Palestínu. Saga Hussams er því miður ekki einstök á herteknu svæðunum, sögur af þessu tagi skipta tugum, ef ekki hundruðum. Strákarnir þrír sem voru handteknir með Hussam eru enn í haldi. Stattu kyrr og þegiðu! Hussam Faisal Mohanna er við fyrstu sýn ósköp venjulegur tíu ára drengur. Honum þykir, eins og mörgum öðrum krökkum á hans aldri, gaman að spila fótbolta og körfubolta. Uppáhaldsfagið hans í skólanum er arabíska en hann segist minna hrifinn af stærðfræði. En ólíkt krökkum á hans aldri var Hussam nýlega handtekinn af ísr- aelska hernum. Ómar Jabali Saga Hussams Faisals Mohannas er því miður ekki einstök á herteknu svæðunum Ljósmynd/Ómar Jabali Ómar Jabali kvikmyndagerða- maður hefur dvalið síðustu mánuði á sjálfstjórnarsvæðum í Palestínu við upplýsingaöflun og undirbúning að heim- ildamynd. Myndin hefur vinnutitilinn „Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn“ og fjallar um daglegt líf barns í litlu þorpi í norðurhluta Palestínu þar sem amstur hversdagsins tekur á sig allt aðra mynd en við eigum að venjast hér á Íslandi. Það er kvikmyndafyrirtækið Oktober Productions sem framleiðir myndina. Tökur ættu að geta hafist seinni part sumars. Á meðan bygging múrsins stóð yfir var reist grind- verk útbúið rafmagni, gaddavír og örygg- ismyndavélum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.