SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 31
7. febrúar 2010 31
Atli var ári á undan jafnöldrunumí menntaskóla, lauk prófi 19 ára og
ákvað að fara í eitt ár utan sem skiptinemi – „til Ungverjalands, af
öllum stöðum“ – á meðan hann áttaði sig á því hvað hann vildi verða
þegar hann yrði stór. Það var hið sögulega haust 1989 sem hann
hélt á vit ævintýranna; haustið þegar kommúnisminn gaf upp öndina
víðast hvar, í þeirri mynd sem hann leyndist á bak við járntjaldið.
„Þetta var mjög merkilegur tími, ekki síst í Ungverjalandi; lekinn
sem varð að flóðbylgju byrjaði þar,“ segir Atli þegar hann rifjar þetta
upp. Hann hefur ætíð haft gaman af sagnfræði og dvölin í Búdapest
er því dýrmætari en ella. Þar var nýr kafli skrifaður í mannkynssög-
una nákvæmlega þá daga sem hann staldraði við.
Að kynnast landi og þjóð – eða ekki
„Í Perestrojkunni hafði Gorbatsjov [síðasti leiðtogi Sovétríkjanna]
sagt að einn góðan veðurdag mætti hver og einn stjórna eigin örlög-
um. Ungverjar höfðu leyft sínu fólki að fara yfir til Austurríkis en Aust-
ur-Þjóðverjar, Tékkar, Pólverjar og aðrir voru stoppaðir á landamær-
unum. Á þessum tíma voru þau hins vegar opnuð fyrir öllum.“
Atli var ekki eins lengi í Ungverjalandi og hann gerði ráð fyrir og
það kom ekki til af góðu. Hann hitti nefnilega aldrei manninn frá
skiptinemasamtökunum! „Ég var fyrsti skiptineminn sem fór til
landsins og Tómas, sá sem ætlaði að taka á móti mér, fannst ekki.
Þegar enginn kom á lestarstöðina í Búdapest reyndi ég að hringja í
númer sem mér hafði verið gefið en það þýddi ekkert.“
Tómas þessi vann hjá æskulýðssamtökum í borginni og Atla tókst
að grafa upp númerið þar. „Þegar ég fékk samband við einhvern sem
talaði ensku og reyndi að útskýra fyrir honum hvað væri í gangi var
mér sagt að Tómas væri á heilsuhæli. Sá sem ég talaði við skildi ein-
faldlega ekki það sem ég reyndi að útskýra; að ég hefði borgað
stórfé fyrir að fá dvelja í landinu, ekki einu sinni til þess að stunda
neitt sérstakt nám heldur til að kynnast landi og þjóð!“
Þegar farið var að glugga í bækur Tómasar fundust upplýsingar um
að von væri á Atla, „í einhverjum grunsamlegum erindagjörðum, en
þeim sem ég reyndi að útskýra málið fyrir datt aðeins eitt í hug; hann
ætti vin í menntamálaráðuneytinu og skyldi athuga hvort sá gæti
hjálpað mér. Það varð úr að mér var komið í háskóla sem kenndur
var við Karl Marx og þar var ég skráður í hagfræði.“
Útlendingar á fyrsta ári í háskóla fóru að vísu í undirbúningsnám
til að laga þá að aðstæðum svo allir væru á sama reit þegar hið eig-
inlega nám hæfist. „Ég var því í þessari undirbúningsstofnun fyrir há-
skólanám með fólki frá ýmsum vinveittum kommúnistaríkjum. Til-
gangurinn með skiptinemaárinu var að kynnast heimamönnum og
samfélaginu en ég umgekkst eingöngu útlendinga.“
Atli yfirgaf Ungverjaland fyrr en hann ætlaði, þvældist um Evrópu í
mánuð og var kominn aftur heim til Íslands um jólin.
Tíminn í Ungverjalandi var sannarlega óvenjulegur, en „ég hefði
alls ekki viljað missa af þessu. Ég kunni ekkert að ferðast í útlönd-
um þegar ég fór en eftir að hafa verið einn í Ungverjalandi í þrjá mán-
uði fannst mér ég geta allt!“
Eitt af því sem Atli áttaði sig á í Evrópureisunni var að hann ætti
að snúa sér að tónlist. „Ef ég sá hljóðfæraverslun stóðst ég ekki
mátið heldur fór inn og spilaði á píanó. Fráhvarfseinkennin voru orð-
in svo sterk. Skiptinematíminn skilaði þess vegna nákvæmlega því
sem ég vildi; ég komst að því hvað ég vildi verða. Ég held það hafi
ekki tekið mig nema tvær vikur að átta mig á því að algjörlega til-
gangslaust væri að berjast á móti því að verða tónlistarmaður.“
Dýrmætur tími sem ekki-skiptinemi
mönnum sínum sem kynntu mig svo fyrir
Hanz Zimmer, Þjóðverja sem rekur hér
stóra músíkverksmiðju, ef svo má að orði
komast.“
Zimmer þessi er heldur enginn miðl-
ungur; einn sá þekktasti í bíómynda-
bransanum og hefur sjö sinnum hlotið
Óskarsverðlaun. Hann hefur gert tónlist
við allar Pirates of the Caribbean-
myndirnar sem og Gladiator, The Lion
King, The Da Vinci Code, Sherlock Holmes
og The Dark Knight svo einhverjar séu
nefndar.
„Við erum 12 tónskáld innan hans
veggja; ég leigi af honum mitt stúdíó en
þetta er samt hálfgerð samvinnuhreyf-
ingu. Hver og einn vinnur að eigin verk-
efnum en öðru hvoru hjálpa ég honum og
hann hefur oft stutt mig.“
Atli hefur nóg fyrir stafni. „Þegar ég er
ekki að vinna við eigin myndir er nóg að
gera í smiðjunni; ég samdi til dæmis að-
eins með Zimmer fyrir Sherlock Holmes
og spilaði meira að segja á harmonikku í
upptökunum!“ Vert er að geta þess að Atli
aðstoðaði Zimmer einnig við tónlistina í
Englum og djöflum (Angels & Demons).
Stundum grípur hann í píanó, jafnvel
trompet í eigin verkum. „En ég er ekki í
góðri æfingu. Ætli ég geti ekki spilað í
svona þrjár mínútur á trompetið, þá er út-
haldið búið!“ Semur sem sagt bara stutta
og hnitmiðaða trompetbúta að eigin
sögn …
Atli Örvarsson er höfundur tónlistar-
innar í Season of the Witch sem kemur á
markað í mars en þar fer Nicolas Cage með
aðalhlutverkið. Tónlist hans hljómar
einnig í hrollvekjunni The Fourth Kind
sem frumsýnd var í vetur og skartar Millu
Jovovich í burðarhlutverki og nú situr Atli
og semur tónlist fyrir Karate Kid sem
frumsýnd verður í sumar en í þeirri mynd
fara Jackie Chan og Jaden Smith (sonur
leikarans Wills Smiths) með helstu hlut-
verkin.
Tímafrekt verkefni
Það er tímafrekt að semja tónlist í kvik-
mynd sem er hálfur annar klukkutími að
lengd. „Ég líki því stundum við að skrifa
ritgerð í skóla; ef maður hefur þrjá mánuði
þá tekur verkið þrjá mánuði. Ef maður
hefur þrjá daga tekur það þrjá daga.“
Eitt er ólíkt: „Þegar maður semur músík
er nauðsynlegt að mæta í vinnuna á hverj-
um degi. Það er ekki hægt að fresta því að
byrja á tónlistinni eins og ritgerð og því
meiri tíma sem maður hefur til að sökkva
sér ofan í verkefnið því betri verður út-
koman.“
Hann hefur þrjá mánuði til að semja
músíkina fyrir Karate Kid og segir það í
meðallagi. Stundum þarf að hespa tónlist í
kvikmynd af á mánuði en þegar Atli samdi
fyrir Season of the Witch hafði hann ár til
verksins. „Það var ekki samfelld vinna en
engu að síður algjör lúxus. Það er gott að
semja og koma svo aftur að verkinu
nokkrum mánuðum seinna til að fara yfir
það á ný. En yfirleitt eru þetta miklar
tarnir enda magnið oft eins og tónlist á tvo
heila diska á tveimur til þremur mán-
uðum.“
Þegar hann hefst handa segist Atli jafn-
an með einhvers konar útgáfu af mynd-
inni. „Yfirleitt horfi ég á myndina nokkr-
um sinnum til að skilja hana og stundum
segir myndin mér í raun hvernig tónlist
hún vill. Næstum alltaf þegar ég horfi,
jafnvel í fyrsta skipti, kemur einhver
músík upp í kollinn á mér og eftir það sest
ég niður og byrja að semja.“
Evrópa heillar
Akureyringurinn segist hafa lítinn tíma í
önnur áhugamál en að sinna fjölskyld-
unni. „Ég hreyfi mig reyndar eins mikið
og ég get en ég á engin hobbí, nema
kannski enska boltann.“ Hann segist
stundum rífa sig á lappir eldsnemma um
helgar til þess að fylgjast með beinum út-
sendingum frá knattspyrnuleikjum í Eng-
landi.
„Ég held með Ipswich Town – og
skammast mín ekki fyrir það! Ég hef
reyndar lítið getað fylgst með liðinu síð-
ustu 20 ár og af þeim sem nú eru í efstu
deild hef ég mest gaman af því að horfa á
Arsenal.“
Eins og fyrir einskæra tilviljun er Atli
staddur í London ásamt vini sínum um
þessa helgi og þeir höfðu tryggt sér miða á
leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvals-
deildinni. Hann segir þá hafa þurft að
vinna í Abbey Road-stúdóinu og þessi tími
hafi ekki síst orðið fyrir valinu vegna
leiksins … Upptökur vegna myndarinnar
fara svo fram í London um miðjan mars.
Atli segir þau hjónin reyndar hafa mjög
gaman af því að ferðast og noti hvert tæki-
færi til þess, komi annaðhvort til Íslands
eða skoði sig um í Evrópu, frekar en
ferðast um Bandaríkin. „Ég er meiri Evr-
ópumaður í mér en Bandaríkjamaður,
þrátt fyrir allt, og konunni minni finnst
líka betra að ferðast í Evrópu.“
Þegar Evrópu ber á góma berst talið að
kvikmyndagerð í þeim heimshluta. Hann
hefur ekki gert tónlist fyrir íslenska kvik-
mynd en segist langa til þess. „Ég hef verið
lengi hér og það er eðlilegt að fólk heima
vinni með þeim sem það þekkir og treystir
en en ég er sannfærður um að tækifærið
kemur einn góðan veðurdag; það er ekki
spurning hvort heldur hvenær.“
Draumastaðan væri sú að geta unnið
bæði í Kaliforníu og í Evrópu, segir Atli og
telur ekki óraunhæft að af því geti orðið
því tæknin geri það að verkum að fram-
leiðslan fari fram víðar en áður.
Oft er talað um mun á Hollywood-
kvikmyndum og evrópskum. Hvað með
tónlistina?
„Það er mismunandi fagurfræði í tón-
listinni líka. Til er ákveðinn Hollywood-
stíll en ekki má gleyma því að mörg af
fremstu tónskáldum í Bandaríkjunum eru
ekki bandarísk; Hanz er til dæmis Þjóð-
verji og margir Bretar vinna við að semja
tónlist við amerískar kvikmyndir. Aðal-
málið er að tónlistin hæfi myndinni hverju
sinni. Bandarískt léttmeti – ef ég má taka
svo til orða – kallar á allt annað en frönsk
eða íslensk listræn mynd. Mitt hlutverk er
að sjá um að sýn kvikmyndagerð-
armannsins skíni í gegn í tónlistinni líka.
Ég myndi aldrei semja eins tónlist fyrir
Karate kid og evrópska raunsæismynd.“
Tónlistarlaus kvikmynd?
Atli segir flest tónskáld sem hann þekki
miklu fjölhæfari en flestir átti sig á. Til-
hneigingin sé sú að halda að mönnum sé
jafnvel ekki kleift að semja nema eina teg-
und tónlistar „en ekki má gleyma því að
það er ekki bara ákvörðun tónskáldsins
hvernig tónlistin er hverju sinni. Ég vinn
mjög náið með leikstjóranum og jafnvel
framleiðandanum; það er langt ferli að
finna hinn rétta tón fyrir hvert verkefni“.
Ef það er hryllingsmynd er músíkin til
að hræða, ef myndin er mannleg og
dramatísk þarf að kalla fram aðrar tilfinn-
ingar og Atli hefur meira gaman af því að
vera á mannlegu nótunum.
„Það má segja að hlutverk mitt sé að
beita brögðum til að hafa áhrif á sálarlíf
fólks! Það er allt öðruvísi að horfa á atriði í
kvikmynd með eða án tónlistar. Fólk
hlustar ekki beint á kvikmyndatónlistina
en án hennar væri myndin helmingi
áhrifaminni. Þess vegna getur verið mjög
lærdómsríkt að horfa á mynd án tónlistar;
þá áttar maður sig á því hve músíkin
skiptir miklu máli.“
… að tónlist skaltu aftur verða!
Atli ásamt Hans
Zimmer við upp-
tökur tónlistarinnar í
Sherlock Holmes.
Atli Örvarsson: Þegar maður
semur músík er nauðsynlegt
að mæta í vinnuna á hverj-
um degi. Það er ekki hægt
að fresta því að byrja á tón-
listinni eins og ritgerð.