SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Blaðsíða 32
32 7. febrúar 2010 S íðustu vikur hefur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bók- arinnar Ofbeldi á Íslandi: Á mannamáli, staðið í ritdeilu við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómara í Morgunblaðinu og Brynjar Nielsson hrl. á Pressunni en fleiri hafa einnig blandað sér í umræðuna. Þórdís Elva kallaði í greinum sínum „eftir við- brögðum við því að Jón Steinar skyldi hafa gefið út þá yfirlýsingu að honum þætti ekki mark takandi á greinargerðum sálfræðinga í kynferðisbrotamálum“, eins og hún orðar það á vef Pressunnar 23. janúar sl. en í grein sinni í Morgunblaðinu 13. janúar sl. bendir hún á að áfallastreituröskun sé „ein alvarlegasta andlega afleiðing áfalls […] sem Jón Stein- ar gefi lítið fyrir.“ Í svargrein sinni í Morgunblaðinu 15. janúar lagði Jón Steinar áherslu á að hann hefði „ekki gert lítið úr sérfræðiþekkingu sálfræðinga eða gagnsemi í þeirri hjálp sem þeir geta veitt þolendum áfalla, þó að [hann] hafi talið að athugun þeirra á hug- arástandi þeirra sem kæra afbrot hafi ekki mikið sönnunargildi um atvik máls.“ Í framhaldinu ítrekar Þórdís Elva í Morg- unblaðsgrein 19. janúar að hún kalli „eftir því að skýr stefna sé mörkuð í æðsta dómstóli landsins hvað varðar mat sál- fræðinga á andlegu ástandi brotaþola í sakamálum. Það [hljóti] að teljast und- arlegt að sumir dómarar taki mark á slíku á meðan aðrir [skrifi] opinberlega um andstöðu sína gegn því.“ Fyrst greind fyrir þrjátíu árum Í framhaldi af greinarskrifunum er eðli- legt að velta fyrir sér hvað áfallastreit- uröskun sé. Hverjir þjást af henni? Hverj- ir eru líklegastir til þess að þróa með sér áfallastreituröskun? Hver eru einkenni hennar? Er hún læknanleg? Og er hægt að gera sér hana upp? Áföll hafa verið til frá örófi alda og áfallastreituröskun sömuleiðis og er því ekkert nútímafyrirbæri þó að röskunin hafi ekki verið formlega skilgreind fyrr en fyrir tæpum þrjátíu árum. Sé t.d. litið á texta Hómers, Shakespeares eða Dickens má sjá lýsingar á fólki sem lent hefur í al- varlegum áföllum og varð fyrir vikið aldrei samt eftir. Árið 1980 var áfallastreituröskun við- urkennd sem sjúkdómur og skilgreind í greiningarkerfi Ameríska geðlækna- félagsins (American Psychiatric Associa- ion) sem nefnist DSM (Diagnostic Manual of Mental Disorders). Síðan þá hefur Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sett áfallastreituröskun inn í ICD-10 grein- ingarkerfið sitt. Að sögn sérfræðinga eru greiningarviðmið kerfanna tveggja nokk- uð áþekk, en hins vegar er DSM-IV- kerfið nokkuð nákvæmara og með strangari viðmið. En þó að greining- arkerfin séu aðeins tvö eru til mörg greiningartæki, s.s. spurningalistar eða sjálfsmatskvarðar á borð við PDS-skalinn (Post Traumatic Diagnostic Scale), IES- skalinn (Impact of Event Scale) og Miss- issippi-skalinn. Eins er notast við stöðluð eða hálfstöðluð greiningarviðtöl á borð Áfall ekki sama og Áföll hafa verið til frá örófi alda og áfallastreitu- röskun sömuleiðis þó að hún hafi ekki verið formlega skilgreind fyrr en 1980. Sálfræðingar og lögfræðingar eru ekki á eitt sáttir um hvernig nýta megi greiningu á þessari röskun fyrir dómi. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Meðal þeirra áfalla sem leitt geta til áfallastreituröskunar eru þátttaka í stríði á borð við Íraksstríðið, Í umræðunni um dómsmál er alltof oft gert ráð fyrir því að ég hafi einhvern hag af því sem sálfræðingur að skjólstæðingurinn sé með áfallastreituröskun eða annan alvarlegan geðvanda. Það er svo fjarri lagi. Ef skjólstæðingur er ekki með áfallastreituröskun þá fagna ég því. Það er ekki þar með sagt að áfallið sem ein- staklingurinn varð fyrir, hvort sem það var nauðgun eða eitthvað annað, hafi ekki verið hræðilegt. Sumir búa ein- faldlega yfir bjargráðum sem gera þeim kleift að vinna sjálfir úr áfallinu,“ segir dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur á áfallamiðstöð Landspítalans. Berglind hefur tíu ára víðtæka reynslu og þekkingu af því að vinna með þolendum áfalla og hefur á starfsferli sínum greint eða meðhöndlað hundruð sjúklinga með áfallastreituröskun. Hún fluttist til Bandaríkjanna árið 1999 þar sem hún lagði stund á doktorsnám í klínískri sálfræði. Þar sérhæfði hún sig m.a. í greiningu á og með- ferð við áfallastreituröskun og öðrum afleiðingum áfalla. Berglind lauk doktorsprófi frá Ríkisháskólanum í Buffalo í New York-ríki 2006. Samhliða námi vann hún m.a. við greiningu, meðferð og rannsóknir, s.s. á áföllum eftir al- varleg bílslys hjá Center for Anxiety Research og hjá Nat- ional Crime Victims Center í Suður-Karólínu undir handleiðslu færustu rannsakenda á sviði áfallastreit- uröskunar. Bandaríkjamenn horfa til gæða greiningar Spurð hvort hægt sé að gera sér upp áfallastreituröskun segir Berglind vissulega hægt að ljúga til um hana eins og flest annað. „Sökum þessa þurfa sérfræðingar ávallt að vanda vinnubrögð sín og notast við vel rannsökuð og viðurkennd greiningartæki. Rannsóknir sýna að þeir sem þekkja til áfallastreituröskunar geta skorað hátt á sjálfs- matsprófi. Hins vegar er mun erfiðara að gera sér upp röskunina í greiningarviðtali. Hluti af greiningu sálfræð- ingsins felst í því að meta áreiðanleika og réttmæti svar- anna, skoða hvort í þeim séu mótsagnir, hvort skjólstæð- ingurinn sé ótrúverðugur á einhvern hátt og hvort lýsingar af tilfinningaviðbrögðum séu í samræmi við sýnileg tilfinningaleg og líkamleg við- brögð,“ segir Berglind. Hún tekur fram að í framhaldi af greiningarviðtali taki oft við meðferðarvinna þar sem sál- fræðingurinn vinni úr áfalli með skjól- stæðingnum. Sú vinna felst m.a. í því að skjólstæðingurinn þarf að ræða um áfallið í smáatriðum og vinna þannig úr minningum, hugsunum og tilfinn- ingum sem tengjast áfallinu. „Í meðferðarvinnu fæ ég gjarnan mun ítarlegri lýsingar en lögreglan eða lögfræðingurinn munu nokkurn tímann fá, enda er tilgangurinn úrvinnsla áfallsins. Markmiðið er að vinna með afleiðingar áfallsins og felst hluti þeirrar vinnu í því að þolandinn ræði allan sársaukann, skömmina og hryllinginn. Þetta er erfið vinna fyrir skjólstæðing- inn,“ segir Berglind og tekur fram að þrátt fyrir erfiða úr- vinnslu sé til mikils að vinna með því að ná bata þar sem áfallastreituröskun geti haft verulega hamlandi áhrif á lífsgæði. Að sögn Berglindar eru Bandaríkjamenn og Bretar komnir hvað lengst í rannsóknum og greiningu á áfalla- streituröskun. „Það þýðir m.a. að fram hefur farið mikil umræða um hvernig nýta eigi greiningu sálfræðinga á áfallastreituröskun fyrir dómi. Í Bandaríkjunum er ekki sett spurningamerki við röskunina sem slíka heldur er miklu fremur horft til gæða greiningarinnar og þess hvort sérfræðivitnið er trúverðugt,“ segir Berglind sem sjálf fékk góða þjálfun í þessu þegar hún bjó og starfaði í Bandaríkjunum. „Hérlendis finnst mér sálfræðingum mikið vera hent út í djúpu laugina, ekki að eigin vali heldur af því að það er ekkert annað í boði. Þannig reynir fólk að gera sitt besta við oft ósanngjarnar kröfur,“ segir Berglind sem telur að e.t.v. væri gagnlegt að sálfræðingar settu fram viðmið um hvernig standa skal að mati og skýrslum sem sérfræðivitni leggja fyrir dóm hérlendis. Slíkt væri líklega mikill stuðningur fyrir þá sem þurfa að sinna þessu hlut- verki. Fleiri grunnrannsóknir hérlendis af hinu góða Spurð hvort hún telji að nýta ætti það í auknum mæli að kveða sérfræðinga til sem sérfræðivitni sem annist að- eins greiningu en hafi skjólstæðinginn ekki til meðferðar segir Berglind það vel geta komið til greina. Þó megi ekki gleyma því að sálfræðingur sem hefur sjúkling í meðferð fái gjarnan ítarlegri upplýsingar en sálfræðingur sem að- eins framkvæmir greiningu. Spurð um þá gagnrýni að mat sálfræðings sé ónákvæm vísindi sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu við mat læknis á beinbroti segir Berglind að augljóslega væri stundum betra að hafa áþreifanlegri sönnunargögn. „En til að geta borið þetta saman þá verður að skoða hvað læknirinn metur tengt beinbrotinu. Ef mat hans felst í að skoða eðli þess, álykta hvernig brotið átti sér stað og hverjar afleiðingar þess gætu orðið þá er þetta e.t.v. ekki svo ólíkt. Það er ávallt mikilvægt að skoða öll möguleg sönnunargögn hverju sinni og í því samhengi væru mistök að dæma greiningarmat sálfræðings sem óá- reiðanlegt eða ómarktækt án vandlegrar íhugunar hverju sinni. Mikilvægt er að gera kröfur um fagleg vinnubrögð og vel rökstutt mat sálfræðinga,“ segir Berglind. Tekur hún fram að með auknum rannsóknum hérlendis, og stöðlun á viðurkenndum erlendum spurningalistum sem meti áfallastreituröskun, megi auka áreiðanleika. Einnig væri æskilegt að hennar mati að gera faraldsfræðilega rannsókn á áfallastreituröskun hérlendis, en slíkt myndi kosta á bilinu 5-20 milljónir, allt eftir eðli rannsókn- arinnar. „Við sem vinnum í þessum geira vinnum að slíkum rannsóknum sem munu vonandi auka gæðin í greiningar- og meðferðarstarfinu enn frekar. Slíkt ætti síðan að skila sér inn í þau mál sem fara fyrir dóm.“ Gera á kröfu um fagleg vinnubrögð Berglind Guð- mundsdóttir ’ Hluti af greiningu sálfræð- ingsins felst í því að meta áreið- anleika og rétt- mæti svaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.