SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Qupperneq 33
7. febrúar 2010 33
S
vo virðist því miður að þeir lögfræðingar sem
eru að gagnrýni þetta hafi litla sem enga þekk-
ingu á áfallastreituröskun, greiningu á henni,
meðferðarferlinu eða almennt hvað felist í úr-
vinnslu á áfalli. Ef menn ætla hins vegar að afskrifa þessi
fræði þá er lágmark að þeir viti um hvað þeir eru að
tala,“ segir Þórunn Finnsdóttir, áfallasálfræðingur.
Vísar hún þar m.a. til skrifa Brynjars Nielssonar hrl. á
Pressunni 22. janúar sl. þar sem hann skrifar m.a. „með
hliðsjón af framkvæmd sálfræðimata í [kynferðisbrota-
málum] er mjög hæpið að tala um hlutlaus möt sérfræð-
inga á grundvelli vandaðra rannsókna. Kærandinn er
jafnan skjólstæðingur sálfræðingsins sem er með hann í
meðferð. Oftar en ekki er sérfræðingurinn starfsmaður
eða tengdur einhverjum þessara samtaka sem berjast
fyrir fleiri sakfellingum í þessum brotaflokki. Þá eru möt
sérfræðinga á áfalli kæranda oft byggð á mjög huglægu
mati eftir fáa viðtalstíma og ekki sérstaklega kannað
hvort áfallastreitan kunni að tengjast einhverju öðru í
lífi einstaklingsins.“
Röskunin á upptök sín í ósjálfráða taugakerfinu
Þórunn lauk kandidatsprófi í sálfræði frá Háskólanum í
Árósum 1997 með áfallasálfræði sem sérsvið. Í tíu ár
starfaði hún á Landspítalanum, bæði á endurhæfing-
arsviði og á Neyðarmóttökunni, en hefur sl. þrjú ár
starfað sjálfstætt. Um árabil var hún meðlimur í al-
þjóðateymi innan Rauða krossins, þar sem fólk sérhæft í
að vinna úr áföllum sá um að miðla af reynslu sinni inn-
an Rauða krossins vítt og breitt um heiminn.
Þórunn vísar ofangreindri gagnrýni Brynjars alfarið á
bug. „Það fer enginn sálfræðingur létt með greiningu á
áfallastreituröskun, því þetta er mjög alvarleg röskun,“
segir Þórunn. Bendir hún á að við greiningu fari sálfræð-
ingur bæði í gegnum sjálfsmatsspurningalista og klínísk
viðtöl þar sem hlustað sé eftir svörum og fylgst með lík-
amlegum og tilfinningalegum viðbrögðum. Sálfræðing-
urinn geti þannig metið samræmi í svörum og við-
brögðum, þ.e. trúverðugleika sjúklingsins.
„Sú fullyrðing lögfræðinga og dóm-
ara að við sálfræðingar séum einfald-
lega að fara inn í hugann á fólki byggist
á mjög mikilli vanþekkingu á áfalla-
streituröskun, því þessi röskun er í
senn líkamleg og tilfinningaleg. Þannig
getur hún verið mjög sýnileg,“ segir
Þórunn og bendir á að í eðli sínu eigi
röskunin upptök sín í ósjálfráða tauga-
kerfinu sem þýði jafnframt að í úr-
vinnslunni verði viðbrögðin þaðan oft
mjög sterk, þ.e. hin ósjálfráðu óttaviðbrögð og lík-
amlegu streituviðbrögð. „Reyndur sálfræðingur á sviði
áfallasálfræði fær þannig mjög mikið af upplýsingum
beint frá líkama sjúk-
lingsins, jafnvel meiri
upplýsingar um það sem
gerðist í áfallinu en sjúk-
lingurinn er fær um að tjá
munnlega.“
Spurð hvort unnt sé að
greina hvaða áfall valdi
áfallastreituröskun hjá
sjúklingi sem lent hafi í
fleiri en einu áfalli á lífs-
leiðinni svarar Þórunn því játandi. Bendir hún á að sál-
fræðingar skoði alltaf mjög vel fyrri áfallasögu sjúklings-
ins og andlega líðan áður en hann lenti í áfalli. „Ein
greiningarforsenda þess að vera með áfallastreituröskun
er að vera með síendurteknar minningar í einhverju
formi. Það þýðir að sjúklingurinn getur í mörgum til-
vikum lýst því hvaða minning það er sem sækir á hann.
Ef sjúklingur er þannig að fá stöðugar martraðir eða
endurlit frá nýlegri nauðgun, en glímdi ekki við slík
vandamál fyrir nauðgunina þá tengist röskunin varla
fyrri áföllum,“ segir Þórunn og tekur fram að fyrra áfall
geti hins vegar verið áhrifavaldur á þróun og úrvinnslu
áfallsins sem valdi áfallastreituröskuninni.
Aðspurð hvort hægt sé að gera sér upp áfallastreit-
uröskun segir Þórunn það ekki útilokað bæði á sjálfs-
matsspurningalista og í greiningarviðtali. „Maður
myndi hins vegar aldrei greina áfallasteituröskun ein-
vörðungu út frá niðurstöðum kvarða. Ef einhver ætlaði
að gera sér upp áfallastreituröskun í lengri tíma þyrfti
viðkomandi að vera mjög góður leikari til þess að geta
t.d. gert sér upp líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð og
einkenni á borð við öndunarerfiðleika eða óstjórnlegan
grát,“ segir Þórunn sem telur að ekki hafi verið sýnt
fram á að fleiri geri sér upp áfallastreituröskun en aðra
kvilla. „Þó hefur verið sýnt fram á að þeir sem þekkja
einkenni áfallastreituröskunar og reyna að gera sér þau
upp út frá þeirri þekkingu hafa tilhneigingu til að skjóta
langt yfir markið þannig að upp um þá kemst.“
Meðferð sem tekur á skjólstæðinginn
Þórunn tekur fram að sín reynsla af því að vinna með
konum sem glímt hafi við áfallastreituröskun í kjölfar
nauðgunar sé að þær reyni frekar að gera lítið úr sálræn-
um afleiðingum heldur en að ýkja þau. „Forðunarþátt-
urinn í áfallastreitunni er mjög sterkur hjá þeim og sál-
ræn úrvinnsla er því oft mjög erfið og sársaukafull þar
sem hún felur í sér að fara inn í atvikið og endurupplifa
það. Þar af leiðandi reyna þær oft að komast hjá úr-
vinnslunni. Það er mjög algengt að þær hætti að mæta í
sálfræðimeðferðina af því að hún er svo erfið. Sumar
ákveða að þær ætli bara að komast yfir þetta sjálfar með
því að hætta að hugsa um þetta. En í mörgum tilvikum
skila þær sér aftur eftir einhverja mánuði, jafnvel ár, af
því að einkennin versna og fara að hafa víðtækari áhrif á
lífsgæði þeirra.
Flestar konur sem eru í meðferð hjá mér núna vegna
nauðgana kljást við einkenni áfallastreituröskunar
vegna nauðgana sem áttu sér stað fyrir mörgum árum.
Margar þeirra hafa í gegnum tíðina fengið viðbrögð frá
umhverfinu sem hafa falið í sér að gera lítið úr því sem
gerðist, en það hefur svo ýtt undir sjálfsefann og sjálfs-
ásökunina. Þessar konur hafa engra annarra hagsmuna
að gæta en að fá bata og auka lífsgæði sín.“
Gagnrýni byggð á vanþekkingu
Þórunn
Finnsdóttir
’
Þessar konur
hafa engra
annarra
hagsmuna að gæta
en að fá bata og
auka lífsgæði sín.
við Clinician-Administered PTSD Scale
við greiningu.
Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að
gera sér upp einkenni áfallastreiturösk-
unar á sjálfsmatsprófi á borð við fyrr-
nefndan Mississippi-skala, sérstaklega ef
þátttakendur hafa fengið kynningu á
helstu einkennum röskunarinnar fyr-
irfram. Fræðimennirnir Iverson og Lange
gera þetta að umtalsefni í grein sinni í
bókinni Psychological Injuries. Þar benda
þeir á að ekki sé hægt að draga ályktun
um ýkjur eða uppgerð skjólstæðings út
frá aðeins einu sjálfsmatsprófi. Benda þeir
á að fólk geti bæði ýkt einkenni og dregið
úr þeim af ýmsum ástæðum og því verði
meðferðaraðili að útiloka alla aðra mögu-
leika m.a. með aðstoð persónuleikaprófa
og viðtala áður en hann getur slegið því
föstu að skjólstæðingur sé að gera sér upp
einkenni.
Samkvæmt DSM-IV greiningarkerfinu
er áfallastreituröskun kvíðaröskun sem
hlotist getur af alvarlegu áfalli sem fólk
verður fyrir þar sem lífi eða velferð þess
er ógnað eða það verður vitni að slíkum
atburði í gegnum annan einstakling.
Meðal áfalla sem leitt geta til áfallastreit-
uröskunar eru líkamsárás, nauðgun, bíl-
slys, flugslys eða sjóslys, náttúruhamfarir
á borð við eldgos eða jarðskjálfta, það að
vera ógnað af ræningja, lenda í slags-
málum, verða vitni að hjartaáfalli eða
slysi vinar eða ættingja eða frétta af láti
náins vinar eða ættingja. Á meðan á áfall-
inu stendur upplifir fólk mikinn ótta,
hjálparleysi eða hrylling.
Munur á kynjunum
Í kjölfarið verða einhverjar af eftirfarandi
breytingum á atferli og tilfinningalífi
fólks. Það endurupplifir atburðinn með
einum eða öðrum hætti, fær ágengar end-
urminningar um atburðinn, martraðir
og/eða fyrirvaralaus endurlit, en því líður
þá eins og atburðurinn sé að endurtaka
sig. Oft fær fólk lífeðlisleg viðbrögð á borð
við svita, skjálfta eða vöðvaspennu, þegar
eitthvað minnir á áfallið. Fólk leitast við
að forðast það sem minnir á áfallið s.s.
hugsanir, fólk, tiltekna staði eða að-
stæður og dregur oft úr félagslegri virkni.
Samtímis getur fólk orðið ófært um að
muna mikilvægan þátt áfallsins. Fólk
verður daufara og áhugalausara en það á
að sér að vera og á almennt erfitt með að
finna fyrir jákvæðum tilfinningum. Það
upplifir sig einangrað frá öðrum og á erf-
itt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Oft
finnur fólk fyrir ofurárvekni á borð við
svefntruflanir, pirring, reiðiköst, einbeit-
ingarerfiðleika, öryggisleysi eða það er
eilíflega á varðbergi og því bregður auð-
veldlega. Til þess að um áfallastreit-
uröskun sé að ræða þurfa ofangreind ein-
áfallastreituröskun
árásin á Tvíburaturnana í New York og náttúruhamfarir eins og jarðskjálftarnir á Haítí þar sem lífi eða velferð einstaklingsins er ógnað.