SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 37
7. febrúar 2010 37 ’ Safaríferðir, hvort heldur til dýraskoðunar eða dýraveiða, eru mikilvægur atvinnu- vegur í Suður-Afríku. Páll segir að slík ferðamennska komi næst á eftir gull- og gim- steinavinnslu í tekjuöflun landsins. skiptust þrír á um að saga. Sá fjórði hellti stöðugt vatni á sagarblaðið til að kæla sag- arfarið. Ekkert blæddi og engar taugar munu vera í hornunum sem eru úr vef lík- um hári. Þegar minna hornið var frá var dregin upp vélknúin keðjusög. Tuskum var troðið í eyru nashyrningsins svo hann missti ekki líka heyrnina. Dýralæknirinn brá keðjusöginni á hornið um fimm sentí- metrum ofan við þar sem hornið mætti hausnum. Fljótlega var það af. „Það voru veiddir þrír nashyrningar þennan laug- ardag en alls veiddu þeir tuttugu nashyrn- inga í nóvember og hornskelltu,“ sagði Páll. Nashyrningaveiðar með deyfiskoti eru nú viðurkenndar af Safari Club Int- ernational. Það eru samtök sem mæla og skrá stærð og ýmis einkenni villtra dýra sem eru veidd á löglegan hátt. Það geta t.d. verið horn eða vígtennur eða þá lík- amsstærð sem er mæld. Veittar eru við- urkenningar fyrir dýr sem skora hátt í mælingum. Verðlaunagripaveiðar (trophy hunting) af þessu tagi stuðla m.a. að því að veidd séu elstu dýrin úr dýrastofnunum en ungviðinu hlíft. Karldýr sem ekki eru lengur í blóma lífsins státa oft af stærstu hornunum eða tönnunum og eru því eft- irsótt þeirra vegna. Við að fella þau komast yngri og frískari dýr að til að viðhalda stofninum. Páll sagði að nashyrningurinn sem hann skaut félli líklega í gullflokk. Hann mun síðar fá afsteypu af nashyrn- ingnum og verður hún til sýnis í Veiði- safninu. Fjórða veiðiferðin til Afríku Páll á að baki fjórtán ferðir til Afríku, þar af fjórar veiðiferðir. Hann hefur einungis veitt í Suður-Afríku. „Ástæðan er einföld. Þar eru bestu uppstoppararnir,“ sagði Páll. „Ef ég myndi veiða utan landamæra Suður-Afríku þá myndi ég alltaf senda dýrin til Life Form Taxidermy í White Ri- ver í uppstoppun. Þeir eru skammt frá Kruger Park-náttúruverndarsvæðinu í Mpumalanga-héraði. Life Form hefur meðhöndlað meira en 150 þúsund gripi á síðustu þrjátíu árum. Þetta eru alvöru uppstopparar.“ Safaríferðir, hvort heldur til dýraskoð- unar eða dýraveiða, eru mikilvægur at- vinnuvegur í Suður-Afríku. Páll segir að slík ferðamennska komi næst á eftir gull- og gimsteinavinnslu í tekjuöflun landsins. Erindi Páls til Suður-Afríku nú var að afla nýrra dýrategunda fyrir Veiðisafnið á Stokkseyri og einnig að komast í frí. Nú eru í safninu 230-240 náttúrutengdir munir. Auk þeirra eru hundruð veiði- tengdra muna þar til sýnis. Til dæmis eru að jafnaði til sýnis meira en 50 mismun- andi skotvopn, flest útlend en einnig nokkur smíðuð hér á landi. „Ég var í viku á veiðum, í viku á Kruger Park-náttúruverndarsvæðinu við ljós- myndun og dýraskoðun og svo í viku í fríi í Höfðaborg. Ég hef ekki tekið mér sum- Dýralæknirinn beitti keðjusög til að saga stóra hornið af sofandi nashyrningnum. Páll með sérútbúinn riffil til að skjóta deyfiskotum og var notaður til að svæfa nashyrninginn. Ljósmynd/María Björk Ásbjarn Svefnlyf er dregið upp í hylkið sem er með stórri sprautunál. Þessu er skotið í villt dýr til að svæfa þau tímabundið. Leitað var að nashyrningunum úr þyrlu. Þeg- ar búið var að deyfa nashyrninginn hljóp hann í felur og þá kom þyrlan sér vel. Þessi vinalegi gíraffi á heima í Kruger Park nátt- úruverndarsvæðinu sem er eitt hið stærsta í Afríku, nærri 19 þúsund ferkíló- metrar að stærð. Dýralæknirinn gaf nashyrningnum örvandi lyf til að auðvelda honum að vakna eftir aðgerðina.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.