SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 40

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 40
40 7. febrúar 2010 Veitingar á Hilton Stefán er yfirmatreiðslumeistari Vox Restaurant á Hilton Reykjavík Nordica en hann sér einnig um alla aðra veitingaþjónustu á hótelinu sem er mun umfangsmeiri en flestan grunar. „Þetta er ekki bara Vox veitingastaður, þetta eru í rauninni fjögur eldhús. Á Vox eru fjórir kokkar sem sjá einvörð- ungu um Vox, í ráðstefnu- og veisluveitingunum eru fjórir kokkar sem eru bara í veislunum. Svo er ég með fjóra kokka sem sjá um morgunmat og ráð- stefnuveitingar, kaffi og slíkt, og svo eru fjórir kokkar að vinna á bístróinu. Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi af fagmönnum sem vinnur hérna.“ Stefán segist reyna að nota allt það íslenska hráefni sem hann kemst yfir og segir þá daga þeg- ar allir voru með anda- eða gæsalifur á matseðl- inum löngu liðna. „Við erum með norrænt eldhús og notumst eingöngu við norrænt hráefni, íslenskt eins og við getum. Fiskinn til dæmis, lambið, naut- ið og krækling, við leitum uppi allt íslenskt hráefni sem við getum fengið,“ segir Stefán. Aðspurður um sérstöðu þeirrar veitingaþjónustu sem í boði er á Hilton nefnir Stefán strax fag- mennsku og fjölbreytileika. Fyrir utan Vox, sem Stefán segir alveg sér á báti hvað varðar upplifun í mat og þjónustu, býður hótelið gestum og gang- andi upp á ýmsa aðra valmöguleika. „Það kemur mikið af fólki í hádeginu til að fá sushi sem er part- ur af hádegisverðarhlaðborðinu okkar. Fjöl- skyldubrunchinn á sunnudögum er einnig gríð- arlega vinsæll. Svo erum við með high-tea sem er alltof lítið þekkt á Íslandi en gríðarlega skemmti- legt að setjast við,“ segir Stefán og minnist að lok- um á nýjan bistrómatseðil þar sem kennir ýmissa grasa. „Við erum með lambalundir, saltfisk, créme brulée og desert sem við köllum „desert dauðans“ og er bara súkkulaði-bomba.“ Morgunblaðið/Heiddi Stefán í eldhúsinu heima með Atla Viðari, tveggja ára, og Al- exander Emil, þriggja ára. stöður mannaðar en hleyp á milli ef vantar,“ segir Stefán sem ofan á allt saman vinnur einnig sem ráðgjafi varðandi flugvélamatinn hjá Iceland- air. Þrátt fyrir miklar annir reynir hann alltaf að finna sér tíma til að vera heima og borða kvöldmat með fjölskyldunni en Stefán á fjóra syni, þar af þrjá sem búa heima. „Við eld- um yfirleitt saman og borðum saman á hverju einasta kvöldi. Ég er kannski sneggri eða fljótari að klára þetta en konan en þá er ég kannski skammaður fyrir að skilja mikið drasl eftir mig í eldhúsinu,“ segir Stefán og viðurkennir fúslega að honum finnist mun skemmtilegra að mat- reiða en að þvo upp. S tefán er upptekinn maður og er í vinnunni þegar blaða- maður nær tali af honum. Hann hefur yfirumsjón með fjórum eldhúsum á Hilton-hótelinu og því nóg að gera. Á morgnana er reiddur fram morgunmatur fyrir meira en hundrað gesti og um það bil tvö hundruð koma í hádegismat. Á kvöldin snæða svo allt að fimm hundruð manns kvöldmat á hótelinu og sem yfirmatreiðslumeistari ber Stefán ábyrgð á því að allt gangi snurðulaust. „Ég vinn mest virku dagana. Eða þannig er planið … ég vinn eiginlega flestallar helgar líka. Þetta er svona tarnavinna fyrir mig. Ég er með allar Lasagnað sem Stefán gaf okkur uppskrift að segir hann vera í sér- stöku uppáhaldi á heimilinu þó svo að honum finnist nú alltaf best að fá bara ferskan fisk. „Við eigum tvo unga stráka sem eru tveggja og þriggja ára. Þetta er uppáhaldið þeirra, þegar búið er til lasagna á heimilinu. Þessu borða þeir mest af. Og yfirleitt borða þeir betur þegar mamma þeirra lagar það heldur en þegar ég geri það,“ segir hann og hlær. „Sjálfum þykir mér bara lang- best að fá mér steiktan þorsk eða soðna ýsu, bara eitthvað einfalt. Og það er mjög vinsælt á heimilinu að laga plokkfisk.“ Stefán segist hafa mjög gaman af Fæddur kokkur Stefán Viðarsson er yfirmatreiðslumeistari á Vox Restaurant á Hilton Reykjavík Nordica þar sem ís- lenskt hráefni er í forgrunni. Hann segir lasagna vera vinsælasta réttinn á sínu heimili en er sjálfur hrifn- astur af steiktum þorski og soðinni ýsu. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Matur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.