SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 44
44 7. febrúar 2010
Shirley Manson
Shirley Manson, söngkona Gar-
bage, hefur ýjað að því að ný plata
sé væntanleg frá þessari gæða-
sveit en sú síðasta, Bleed like
me, kom út 2005. Manson setti
inn skilaboð á Fésbókarsíðu sína
daginn eftir Grammyverðlaunin
þar sem segir: „Getiði nú með
hverjum ég var í hljóðveri í síðustu
viku. Yrðuð þið glöð ef einn þeirra
héti Steve, annar Duke og sá þriðji
væri upptökustjóri sem var að
vinna Grammy?“ Hér vísar hún í
félaga sína, þá Steve Marker,
Duke Erikson og Butch Vig, en
hann landaði Grammystyttu fyrir
upptökustjórnun á plötu Green
Day, 21st Century Breakdown, þá
um kvöldið. Færsla Manson er
annars löng og hysterísk og hana
er hægt að grafa upp á alnetinu
með réttum tækjum og tólum.
Ný plata frá
Garbage?
Fáar rokksveitir státa af jafn tilkomu-
mikilli arfleifð og breska síðpönksveitin
Joy Division. Áhrifin snerta fjölmörg svið
og þeirra gætir enn í allra handa fram-
sæknu rokki. Hvort heldur sem menn
sækja í angistarfulla, tilvistarkreppulega
texta söngvarans Ian Curtis (sem framdi
sjálfsmorð eftir að þessi plata, önnur
plata sveitarinnar, kom út árið 1980) eða þá að þeir
afrita stíl sveitarinnar nánast 100% (Interpol, Edi-
tors o.fl.). Á dögunum renndi ég í gegnum ágæta
heimildarmynd um sveitina frá árinu 2007 sem
kallast einfaldlega Joy Division. Þar kemur m.a.
fram að Joy Division hafi verið fyrsta sveitin sem
nýtti sér hugmyndafræði pönksins, þ.e. reiðina og
brjálæðið, til að virkja eitthvað dýpra. Innri tog-
streitu, tilfinningaflækjum og angist var veitt út í
myrkum textum Curtis og tónlist sem var eins og
sniðin að ömurðinni sem lék um nið-
urníddar verksmiðjuborgir þessa tíma, en
Joy Division gerði út frá Manchester. Ferill
sveitarinnar var stuttur og aðeins komu út
tvær plötur, báðar algjör meistaraverk.
Frumburðurinn, Unknown Pleasures,
kom út 1979 og lokaplatan, Closer, ári síð-
ar. Sveitin hafði þá þróast á ljóshraða og
gull og grænir skógar virtust bíða. Curtis hengdi sig
aftur á móti degi fyrir fyrsta Ameríkutúrinn. Hann
var tuttugu og þriggja ára gamall. Undir lok mynd-
ar rifjar hönnuðurinn Peter Saville, sem átti mikinn
þátt í ímynd sveitarinnar með kaldhömruðum,
minimalískum umslögum, það upp að það hafi því
verið óheppilegt að hafa grafhvelfingu utan á um-
slaginu. En það var helber tilviljun eins og svo
margt í sögu þessarar stórmerku sveitar.
arnart@mbl.is
Poppklassík Joy Division - Closer
Endalokin
L
il Wayne heitir fullu
nafni Dwayne Michael
Carter og er fæddur og
upp alinn í New Or-
leans. Hann fór að rappa með
strákasveitinni Hot Boys með
góðum árangri aðeins fimmtán
ára gamall og tveimur árum síðar
hrinti hann af stað sólóferlinum
með plötunni Tha Block Is Hot
sem seldist bráðvel og fékk fjölda
verðlauna. Næsta plötur gengu
aftur á móti ekki eins vel og svo
virtist sem ferillinn væri búinn
áður en piltur yrði tvítugur.
Lil Wayne var þó á öðru máli,
tók sér tak og skrifaði rímur af
kappi næstu árin. Næsta plata,
Tha Carter, var líka tvö ár í
smíðum og hljómaði mun betur
en fyrri verk, svo miklu betur
reyndar að hún náði hátt á
breiðskífulistanum vestan hafs.
Næsta plata, Tha Carter II, nema
hvað, seldist líka vel, en í kjölfar
hennar hófst mjög sérkennileg
og snúin útgáfusaga því næsta
eiginlega breiðskífa, Tha Carter
III kom ekki út fyrir en þremur
árum síðar. Alltaf var maður þó
að rekast á ný lög eftir hann og
allskonar sjóræningja og safn-
útgáfur með nýju efni. Hann gaf
nefnilega út safnskífur þar sem
hann ýmist rappaði eða hafði
lögin rapplaus, en flest eða öll
áttu það sameiginlegt að byggjast
á óleyfilegum hljóðbútum í bland
við frumsamda takta. Plöturnar /
teipin sem komu út 2005 til 2008
eru The Suffix, Dedication, De-
dication 2, Da Drought 3 og De-
dication 3 og þar er marga perl-
una að finna.
Allt varð þetta til að halda
nafni Lil Wayne á lofti og undir-
strika að það komist fáir með
tærnar þar sem hann hafði hæl-
ana í rímnasnilld. Kom ekki á
óvart að þegar hann loks sendi
frá sér Tha Carter III seldist hún í
milljónavís.
Það má því segja að Lil Wayne
hafi verið á hátindi ferils síns,
rímnasmiðurinn mikli og allt
sem hann snerti varð að gulli. Á
slíkum stundum missa menn
gjarna tengsl við raunveruleik-
ann, halda að þeir séu almátt-
ugir, sem skýrir kannski næsta
útspil kappans; næsta plata hans
yrði rokkskífa.
Rokkplatan hans Lil Wayne
heitir Rebirth og kom út fyrir
rétt tæpri viku. Óhætt er að segja
að gagnrýnendur hafi tekið plöt-
unni illa; sérfræðingar í hiphopi
finna henni flest til foráttu og
rokkararnir allt. Tónlistin á skíf-
unni er eins konar blanda af
rokki og rappi og söngurinn
keyrður í gegnum Auto-Tune
stillihugbúnað og hljómar eig-
inlega verr en hægt er að lýsa.
Það er þó ákveðin huggun fólgin í
því að ekki er langt að bíða næstu
Tha Carter-plötu: Tha Carter IV
kemur víst út í haust.
Rappari eða rokkari?
Rapparinn knái Lil Wyne fór heldur en ekki út af sporinu
þegar hann sendi frá sér rokkskífuna Rebirth um daginn.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Dwayne Michael Carter eða bara Lil Wayne – frábær og afkastamikill rappari en hörmulegur rokkari.
Já, hann kann að pósa með gít-
arinn, en vantar flest annað.
Tónlist