SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Qupperneq 47
7. febrúar 2010 47
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
LÁRÉTT
1. Smalastúlka molnar. (6)
4. Karldýr úr H2O sem finnst við götur. (9)
8. Einnig með meiðsli eftir spil notað í ofbeldi (10)
10. Annað víl endar í óþægindum. (8)
12. Kvíðnar með joð flækjast um í bæ á Suð-
urnesjum. (8)
13. Drykkur hleypur með mataráhöldum (9)
14. Hef gildan undir teppinu. (8)
15. Ketil níði einhvern veginn á tímabilinu. (9)
18. Óbrotin setur töfrandi á land. (9)
21. Leysi Sameinuðu þjóðirnar næstum frá löngun
eftir sjálfstæði. (10)
23. Kaðal hem með goðmagni. (5)
24. Samningur um flekk. (4)
26. Mæður fá næstum því keyri vegna raunalegs yf-
irbragðs. (10)
29. Sjá frammámann fá tunnuna. (4)
30. Rummungur greiðir ís? Já mjög stóran sem
fæst ekki út í búð. (12)
32. Vegna heiðurs klagar lata. (9)
33. Ragna Guðmundsdóttir snýst við á svæðum í
húsum. (6)
34. Aka númer til baka fyrir hnetu. (5)
35. Hvar er leiður er spurt út af klukku. (7)
LÓÐRÉTT
1. Mæling klæðsins er viðfangsefnið. (8)
2. Baslaðist með rúm í enda á sambandi. (12)
3. Flýið og snertið. (8)
4. Tryggingarfélag með hyggindi dragi andann af
ásettu ráði. (10)
5. Kínverska er ekki að ske í norskum bæ. (6)
6. Datt herra sem undi. (6)
7. Er Núma einhver veginn líft í líferni. (9)
9. Slungnir gá að flækjum á æviskeiði. (10)
11. Á þeim stað hefur lyf auk annars. (3,1,5)
16. Bragðefni Johannessens. (6)
17. Skrásetja mat. (4)
19. Kvöldmatur að baki. (11)
20. Ólýstir bæir við Mývatn? (11)
21. Buxur sem eru að hálfu hafið. (9)
22. Þarna óbifandi og nauðsynlegastar. (9)
24. Afköst stjórnmálamanns á sólarhring? (8)
25. Hvíldi líflaus á sléttum sjó. (8)
27. Verndar band með karlsemi. (8)
28. Gast höggvopn einhvern veginn fundið í öku-
tæki. (8)
31. Duglegur á Atlantshafsleiðinni. (5)
Á Corus-mótinu sem lauk í Wijk
aan Zee um síðustu helgi stað-
festi norska undrið Magnús Carl-
sen stöðu sína sem besti virki
skákmaður heims. Segja má að
Magnús hafi landað sigrinum á
keppnishörkunni einni saman;
undir lokin tókst Vladimir
Kramnik sem snöggvast að tylla
sér í efsta sætið en tapaði þá fyrir
heimsmeistaranum Anand sem
var vaknaður af værum jafn-
teflisblundi. Magnús Carlsen
tapaði fyrir Kramnik í 9. umferð
en vann í 10. og 11. umferð. Í
lokaumferðinni fór hann of geyst
gegn Ítalanum Caruna en marði
jafntefli úr hreint hörmulegri
endataflsstöðu. Shirov hefði get-
að náð honum að vinningum en
brasti kjark til að halda áfram
þegar Lenier Dominguez bauð
honum jafntefli í tímahraki
beggja:
Shirov – Dominguez
Kúbumaðurinn var að enda við
að leika 30 … Bg7 og bauð jafn-
tefli sem Shirov þáði. 31. b4!
vinnur strax því drottningin get-
ur ekki valdað bæði a8 og d8-
reitinn, t.d. 31. … Dc7 32. Da8+
Bf8 32. Hf1 og vinnur. Er ekki
kominn tími til að setja í gildi
„Sofia-regluna“ sem girðir fyrir
ótímabær jafnteflistilboð? Loka-
niðurstaðan í A-flokki Corus
mótsins varð þessi:
1.Magnús Carlsen 8 ½ v. 2. – 3.
Vladimir Kramnik og Alexei Shi-
rov 8 v. 4. – 5. Wisvanathan An-
and og Hiaku Nakamura 7 ½ v. 6.
– 7. Vasilí Ivantsjúk og Sergei
Karjakin 7 v. 8. – 9. Peter Leko
og Lenier Dominguez 6 ½ v. 10.
Fabiano Caruna 5 ½ v. 11. – 12.
Nigel Short og Van der Wely 5 v.
13. – 14 Jan Smeets og Sergei Ti-
viakov 4 ½ v.
Kasparov sem hafði yfirum-
sjón með undirbúningi Magn-
úsar fyrir flestar skákirnar náði
hæst 2851 elo-stigum en
„geymdu“ stig hans frá 2005 eru
2812. Magnús kemst væntanlega
upp fyrir lærimeistara sinn eftir
þetta mót. Hann fór ekki alltaf
eftir ráðleggingum Kasparovs,
t.d. í skákinni við Kramnik, en
ákveðin „óhlýðni“ er leyfð í
samskiptum þeirra.
Hollendingar eru varla ánægð-
ir með frammistöðu sinna
manna; Van Wely, Smeets og Ti-
viakov verma enn og aftur botn-
sætin. Miklar vonir eru nú
bundnar við sigurvegarann úr B-
riðli, hinn 15 ára gamla Anish
Giri sem hlaut 9 vinninga úr 13
skákum. Giri á rússneska móður
og nepalskan föður og tók sín
fyrstu skref i skákinni í Sankti
Pétursborg en hefur nú hollenskt
ríkisfang. Í B-flokknum voru
samankomnir ýmsir vonarpen-
ingar skákarinnar þ. á m. besti
Finninn, Toni Nyback. Eftirtekt-
arverðasta augnablikið í skák-
inni sem hér fer á eftir er stór-
karlaleg blokkering að hætti
Nimzowitch, 21. … Kd6. Til að
finna svipað dæmi er fróðleiks-
fúsum er bent á að slá upp í bók-
inni um Benóný Benediktsson og
skoða skák hans við Mark Tai-
manov frá 1956. Eins og stund-
um vill verða er eins og stillt sé á
sjálfsstýringu þegar réttri liðs-
skipan er náð:
Wijk aan Zee 2010
Toni Nyback – Anish Giri
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3
Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6
8. Db3 Dc7 9. Bd2 Rbd7 10. cxd5
Rxd5 11. Rxd5 exd5 12. Rxg6
hxg6 13. 0-0-0 Db6 14.Da4 a5 15.
e4 dxe4 16. fxe4 Bb4 17. Bg5 Be7
18. Bxe7 Kxe7 19. Da3+ Db4 20.
De3 c5 21. d5 Kd6 22. a3 Da4 23.
Hd3 b5 24. Hc3 Hhc8 25. Be2 Re5
26. Kd2 b4 27. Hc2 bxa3 28. bxa3
Hab8 29. Hhc1 c4 30. Hc3 Hb2+
31. H1c2 Db5 32. Hxb2 Dxb2+ 33.
Hc2 Db1 34. Dc3 Hc5 35. g3 f5 36.
Hb2 Dxe4 37. Kc1 Rd3+
– og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Bestur – Magnús Carlsen sigrar.
Ný stjarna Hollendinga er komin fram
Skák
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í um-
slagi merktu: Krossgáta Morgun-
blaðsins, Hádegismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að skila úr-
lausn krossgátu 7. febrúar rennur
út föstudaginn 12. febrúar. Nafn
vinningshafans birtist í blaðinu 14. febrúar. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross-
gátunnar 31. janúar sl. er Jóhanna Friðbjörnsdóttir.
Hún hlýtur í verðlaun bókina Morðið á ferjunni eftir
Sjöwall og Wahlöö. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun