SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 52

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Side 52
52 7. febrúar 2010 A llir sem kjósa að gleyma sér við lestur skáldsagna fá öðru hvoru spurninguna: Af hverju lestu skáldsögur? Þetta er ein af þessum spurningum sem ekki er hægt að svara, nema þá í löngu ritgerðarformi því ekkert eitt svar nægir til að útskýra töfra skáldsagna. Ein ástæðan fyrir því að það er svo gam- an að lesa skáldsögur – en bara ein ástæð- an af fjölmörgum – er sú að ef verkið er verulega gott þá mætir maður þar alltaf at- hyglisverðu fólki. Einhver myndi sjálfsagt segja að athyglisvert fólk hitti maður í líf- inu sjálfu og þyrfti því ekki að eyða tíma sínum með tilbúnu fólki. Það er vissulega ekki ástæða til að gera lítið úr raunveruleikanum, sem er um margt svo góður, og þar kynnist hver ein- staklingur vissu- lega allnokkrum sinnum á ævinni manneskjum sem eru svo heillandi og sterkir persónu- leikar að þær verða ekki flokk- aðar öðruvísi en sem dásamlegt sköpunarverk almættisins. En í heildina taka persónur í góð- um skáldsögum raunverulegu fólki fram að því leyti að þær eru nær alltaf stórbrotnar og lausar við allt sem hversdagslegt er. Þær ólga af tilfinningum og bera kosti sína og galla utan á sér. Maður veit yfirleitt hvaða tilfinningar hrærast innra með þeim og þess vegna kynnist maður þeim vel og veit nákvæmlega hverrar gerðar þær eru. Þetta er fólk sem syndgar og gerir mistök og elskar á alveg sérstakan hátt. Það virkar oft svo miklu meira lifandi en við raun- verulega fólkið sem erum í eðli okkar hversdagsleg og viljum helst ekki vera öðruvísi því við vitum að líf sem byggist á stöðugri dramatík verður lýjandi og of- urþungt og okkur hreinlega um megn. Allir þekkja þá tilfinningu að standa frammi fyrir fallegu málverki eða hlusta á góða tónlist og taka andköf af hrifningu. Þessi hrifningartilfinning vaknar einnig við lestur góðrar skáldsögu. Oscar Wilde, sem var aldrei hversdagslegur og lifði eins og skáldsagnapersóna, var örugglega ein- mitt að lýsa þessari tilfinningu þegar hann sagði að stundum fyndist honum að skáld- sagnapersónur væru eina raunverulega fólkið. Sá sem les skáldsögur gerir það í og með vegna þess að hann er að leita að sönnum og tilfinningaríkum manneskjum, og tek- ur þeim sem raunverulegum jafnvel þótt þær séu tilbúnar. Ekkert venju- legt fólk Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórs- dóttir kolbrun@mbl.is ’ En í heildina taka persónur í góðum skáld- sögum raun- verulegu fólki fram að því leyti að þær eru nær alltaf stórbrotnar og lausar við allt sem hvers- dagslegt er. V íst er það eftirsóknarvert að ná árangri á einhverju sviði og sá maður er lánsamur sem nær því að hafa atvinnu af því sem er hans yndi, eins og til að mynda að skrifa bækur. Málið er aftur á móti, að það getur líka vafist fyrir mönnum er þeir ná langt á einhverju tilteknu sviði, til að mynda að skrifa bókmenntalegar sálfræðistúdíur, ef þá langar til að skvetta aðeins úr klaufunum og skrifa kannski spennusögu. Á þessu hefur margur fengið að kenna. Til að mynda Graham Greene, sem naut aldrei þeirrar virðingar sem mörgum fannst hann eiga skilið, fékk til að mynda ekki Nóbelinn í bókmenntum, meðal annars vegna þess að hann skrif- aði svo mikið af reyfurum. Hann skipti þó bókum sínum í skemmtirit og bók- menntarit (The Ministry of Fear, Our Man in Havana og Brighton Rock falla til að mynda í fyrri flokkinn og Power and the Glory, The Heart of the Matter og The Quiet American í þann seinni), en það dugði ekki til. Ein leið út úr vandanum er að skrifa undir dulnefni líkt og fjölmargir höf- undar hafa gert, til að mynda John Ban- ville sem kaus sér höfundarnafnið Ben- jamin Black með góðum árangri. Það er líka hægt að láta slag standa líkt og William Boyd, sem sendi frá sér bókina Ordinary Thunderstorms seint á síðasta ári og hefur víða fengið bágt fyrir. William Boyd fæddist í Gana og ólst þar upp og í Nígeríu. Hann var mennt- aður í Englandi og lauk námi í bók- menntafræðum frá Oxford-háskóla. Hann starfaði síðan sem blaðamaður, en hóf kennslu í bókmenntafræðum við Oxford um líkt leyti og fyrsta bók hans kom út. Þegar honum var boðin lekt- orsstaða við háskólann ákvað hann að tími væri kominn til að snúa sér að skriftum eingöngu og hefur sent frá sér sautján skáldsögur. Einna mest umtal vakti bókin Nat Tate: An American Art- ist 1928-1960, sem Boyd kynnti sem ævisögu listamanns sem menn hefðu gleymd en í bókinni voru meðal annars dæmi um verk Tates. Ýmsir féllu fyrir gabbinu, þar á meðal listsögufræðingar sem sumir mundu vel eftir Tate og höfðu jafnvel hitt hann en fljótlega komst upp að ævisagan var uppdiktuð. Ordinary Thunderstorms kom semsé út í september síðastliðnum og var mis- jafnlega tekið; margir kunnu illa að meta bókina en þegar maður les þær umsagn- ir stafar óánægjan yfirleitt af því að hún er ekki dæmigerð Boyd-bók – lesendur og gagnrýnendur eru óánægðir með að hafa keypt bók sem þeir gerðu ráð fyrir að félli að fyrri verkum, væri í samræmi við vörumerkið, ef svo má segja, en fannst þeir svo illa sviknir þegar annað kom á daginn. Bókin hefst í Chelsea-hverfinu í Lundúnum á maímorgni. Ungur breskur veðurfræðingur er þar mættur í at- vinnuviðtal eftir að hafa starfað um hríð í Bandaríkjunum. Eftir vel heppnað við- tal fer hann á ítalskt veitingahús sem hann rekst á á leið sinni og situr þar skammt frá viðutan lyfjafræðingi. Eftir það taka hlutirnir að gerast hratt og áð- ur en varir stendur veðurfræðingurinn okkar, Adam Kindred, með blóðugan hníf í hendinni og illa útleikið lík lyfja- fræðingsins fyrir framan sig. Það eina sem er í stöðunni er að láta sig hverfa, týnast, hætta að vera til og reyna að byggja upp nýtt líf, því ekki er bara að Lundúnalögreglan sé á hælunum á Kindred heldur en hann líka eltur af harðsvíruðum leigumorðingjum. Þetta er ekki fyrsta spennusagan sem Boyd skrifar og skemmst að minnast Restless sem kom út 2007, seldist mjög vel og var verðlaunuð (Costa-verðlaun- in). Í henni var listfengið heldur meira og stílbrögðin betri, en hún sagði frá spæjaranum Evu Delectorskayu, Rússa sem býr í París í upphafi heimsstyrjald- arinnar síðari en er svo ráðin í bresku leyniþjónustuna af dularfullum manni sem síðar verður elskhugi hennar. Sú var öðrum þræði eins og gamaldags njósnasaga, upp full af gráum tónum þar sem engu var treystandi og enginn óhultur. Í Ordinary Thunderstorms er meiri hraði í framvindunni og líka meira beint ofbeldi. Boyd lét þau orð falla í viðtali fyrir skemmstu að eitt af því sem hefði orðið honum að innblæstri hefði verið þegar hann rakst á það í blaði að lög- regla á Thames veiddi upp úr ánni um það bil eitt lík á dag og eins sú staðreynd að um 200.000 manns byggju á götunni í Lundúnum og stór hluti þeirra væri fólk sem lagt hefði á flótta undan ein- hverju í lífinu og tekið upp nýtt líf með nýju nafni eða jafnvel engu nafni. Enski rithöfundurinn William Boyd er að vissu leyti fangi eigin velgengni því aðdáendur hans vilja helst sömu bókina aftur og aftur. Basso CANNARSA/Opale Ekki eftir bókinni Enski rithöfundurinn William Boyd, sem þekktur er fyrir bók- menntalegar sálfræði- stúdíur, er skammaður fyrir að skrifa spennu- bók sem minnir á am- eríska hasarmynd. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bækur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.