SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 53

SunnudagsMogginn - 07.02.2010, Page 53
7. febrúar 2010 53 Eymundsson 1. Just Take My Heart - Mary Higgins Clark 2. Twenties Girl - Sophie Kinsella 3. The Girl Who Kic- ked the Hornet́s Nest - Stieg Lars- son 4. Whispers Of the Dead - Simon Bec- kett 5. The Silent Man - Alex Berenson 6. Wolf Hall - Hilary Mantel 7. Girl Missing - Tess Gerritsen 8. Die For You - Lisa Unger 9. Meltdown Iceland - Roger Boyes 10. The Girl Who Pla- yed With Fire - Stieg Larsson New York Times 1. The Help - Kathryn Stockett 2. Kisser - Stuart Woods 3. The Lost Symbol - Dan Brown 4. The Burning Land - Bernard Cornwell 5. The First Rule - Ro- bert Crais 6. The Last Song - Nicholas Sparks 7. The Swan Thieves - Elizabeth Ko- stova 8. The Wolf at the Do- or - Jack Higgins 9. Roses - Leila Meacham 10. I, Alex Cross - James Patterson Waterstone’s 1. The Lost Symbol - Dan Brown 2. The Girl with the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 3. Eclipse - Steph- enie Meyer 4. Twilight - Steph- enie Meyer 5. New Moon - Steph- enie Meyer 6. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 7. True Blood Boxed Set - Charlaine Harris 8. The Girl Who Pla- yed with Fire - Stieg Larsson 9. Jamie’s America - Jamie Oliver 10. The Time Trave- ler’s Wife - Audrey Niffenegger Bóksölulisti Ég hef alltaf gert mikið af því að lesa bækur, helst fagurbókmenntir, skáldsögur, enda mikill draumhugi að eðlisfari. Á náttborðinu mínu kennir yfirleitt margra grasa. Núna er ég rétt byrjuð á skáldsögunni Lokað herbergi eftir Paul Auster. Í verkum hans höfum við frásagnarlist eins og hún gerist best. Hann er frumlegur og sterkur höfundur. Undanfarið hef ég verið að lesa vandaðar smásögur Gyrðis Elíassonar, Milli tránna, sem komu út núna fyrir jólin. Milli trjánna er áttunda smásagnasafn höfundar. Sögur Gyrðis eru í senn fjölbreyttar og samt heild- stæðar. Hann skrifar áreynslulausan og myndríkan stíl sem ég hreint elska að lesa. Mér þykir vænt um smásagnaformið. Stundum finnst mér smásagan vanmetin og þá virðist sem rithöfundar teljist ekki alvöru rithöfundar nema þeir séu að skrifa skáld- sögur í fullri lengd. Að þeir færustu séu endilega þeir sem fjöldaframleiða líkt og á færibandi glæpasögur eftir uppskrift. Sjálfri finnst mér ekki alltaf meira til þeirra skrifa koma heldur en góðrar vel úthugsaðrar smásögu. En fyrir okkur neytendur ritlistar er fjölbreytnin vissulega sú dásamlega veisla sem alltaf stendur okkur til boða. Ég rek líka leshring á blogginu, martasm- arta.blog.is, en ég byrjaði að blogga til að liðka minn eigin penna, ef svo má að orði komast. Þar skrifaði ég stundum um bækur og fann fyrir miklum áhuga sem varð til þess að ég stofnaði leshringinn. Harmur englanna eftir Jón Kalman er næsta bók sem leshringurinn mun taka fyr- ir, en allir eru velkomnir; það eru engar kvaðir. Fólk er einfaldlega með í bókaspjall- inu þegar því hentar og ef það hefur áhuga fyrir lesefninu. Líklega er einmitt þar lykill- inn að langlífi leshringsins. Lesarinn Marta Helgadóttir bankamaður Fjölbreytnin er dásamlega veisla Í verkum Pauls Austers er frásagnarlist eins og hún gerist best að mati Mörtu Helgadóttur. Þrátt fyrir að útgefendur samtímans sýni margir hverjir hugmyndaauðgi, þá hafa þeir ekki náð að prenta stærstu bók jarð- ar því hún er 350 ára. Það verk vann hinn hollenski Johan Maurits um 1660. Bókin, sem er varðveitt í The British Library í London, er kölluð Klencke-atlasinn og er 190 cm á hæð og 175 cm á breidd. Í bókinni eru 37 landakort, prentuð á pappírsarkir. Klencke-atlasinn er ekki oft til sýnis opinberlega en í vor og í sumar mun gestum í The British Museum gefast kost- ur á að skoða gripinn á forvitnilegri sýn- ingu sem verður opnuð í apríllok og nefnist Magnificent Maps: Power, Pro- paganda and Art. Á sýningunni verða 100 merkileg landakort og gripir sem tengjast skoðun heimsins, þar á meðal sum kunnustu kost sem gerð hafa verið. Klencke-atlasinn var gjöf hollenska kaupmannsins Johannes Klencke til Karls II Englandskonungs árið 1660. Viðamikil kortasýning á döfinni hjá The British Library Sýna stærstu bók í heimi Starfsmenn The British Library við Klencke-atlasinn. Bókin var gerð í einu eintaki árið 1660. The British Library Board S ú aðferð bókarhöfunda að ganga fram af fólki (sjokk-trítment), virðist ein og sér duga til að búa til metsölubók, ef marka má viðtök- urnar sem Votlendi hefur fengið úti í hinum stóra heimi. Í þessari bók er nefnilega ansi lítið kjöt á beinunum. Þar er vissulega þó- nokkuð af holdi en það er þá helst fremur ógeðfellt hold sem birtist til dæmis í ná- kvæmnislýsingum á sundurskornum enda- þarmi eða einhverju öðru álíka skemmti- legu. Einnig er þó nokkru púðri eytt í útlistanir á líkamsvessum hverskonar, tíða- blóði, greftri og saur. Vissulega getur verið hressandi og jafnvel athyglisvert að lesa sögur sem koma inn á kúk. Þessar lýsingar verða í raun ósköp þreytandi og yfirborðskenndar. Fyrir vikið nær lesandinn ekki einu sinni að fá al- mennilega samúð með veslings stúlkunni. Hún er bara hundleiðinleg. Endir bókarinnar er líka sérlega ósann- færandi og þá fær lesandinn staðfestingu á að þetta var allt tómt froðusnakk. Svo er okkur talin trú um það á bók- arkápu að við séum að fara að lesa tíma- mótaverk. Það er með ólíkindum að einhverjir úti í heimi hafi kallað þessa sögu bókmenntalegt afrek. Ég get ekki með nokkru móti séð í hverju það felst. Og það er móðgun að líkja þessari bók við Bjargvættinn í grasinu eftir Salinger, eins og gagnrýnandi í Vanity Fair gerði og vitnað er til á bókarkápu. Votlendi er nauðaómerkileg saga sem skortir alla dýpt, nema þá kannski dýpt inn í görnina í óæðri endanum. mál sem flokkast undir „tabú“, eins og til dæmis gyllinæð eða vandamál tengd hægðum eða tíðum eftir skurðaðgerðir, eins og gert er í þessari bók. En lesandinn hlýtur að gera þá kröfu að það sé gert á frumlegan hátt, segi okkur eitthvað nýtt eða varpi ljósi á persónur bókarinnar eða líf þeirra. En í Votlendi er því ekki að heilsa. Vissu- lega má ljóst vera að stúlkukindin sem bókin segir frá er í fremur miklu tilfinningalegu svelti og hún er ekki í góðu sambandi við foreldra sína. Líf hennar og þar með talið kynlíf er ekki mjög innihaldsríkt. En í stað þess að gera eitthvað meira úr ömurleika lífs hennar eða kafa dýpra í tilfinningaleg vandamál og samskipti við fjölskyldu hjakkar höfundurinn í sama farinu, end- urtekur í sífellu tilraunir sínar til að ganga fram af lesendum með nákvæmnislýsingum af sköðuðum endaþarmi, kynfærum eða Lítið meira en kúkur, rass og blóð Bækur Votlendi bnnnn Skáldsaga eftir Charlotte Roche, Bjartur 2010 – 206 bls. Kristín Heiða Kristinsdóttir Charlotte Roche

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.