SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 8
8 4. apríl 2010 Þegar Jóhann Jónsson var heimiliskennari á Djúpavogi setti hann upp leikritið Maður og kona og handskrifaði textann fyrir nemendur sína, Guðnýju og Halldóru. Eins og lesa má á kápunni lék hann sjálfur Hjálmar, Guðný lék Þórdísi húsfreyju og Halldóra Sigríði vinnukonu. Hann skrifaði Halldóru síðar fallegt bréf, 3. júní árið 1921: „Dóra mín góð! Hér gengur ekki á öðru en vori og vori og vori. Sólin gengur undir aðeins fyrir siðasakir, en meinar auðsýnilega ekkert með því. Því til sönnunar er það að ég las til kl. 5 í nótt. – En svo fór nú dagurinn í dag allur í að velta sér á Borg- artúninu með kálfinum og alþýðu- fólkinu! – Eg trúi að enn sé ekki runnin af þér Reykja- víkurvíman – en hvað um það þú mátt líka hafa það gott. Þú skalt ekki hvessa augu um of á málið í þessu bréfi. En líklega hefði ég ekki leyft þér að skrifa svona í vetur. – Ja, jæja,! Hægra að kenna heilræðin en halda þau. Sjáðu nú til! Í fyrradag vorum við boðin hátíðlega Guðný og ég út í varp með Búlandsnesfólkinu. Ragna litla kom líka, nærri því boðflenna, því að henni var boðið síðast. Veðrið var eins og drottinn sjálfur hefði ætlað sér í bón- orðsferð þann dag – og alt var nú eftir því. En það sólskin! Eyjarnar glóðu eins og raf úti fyrir sönd- unum. Senn verða þær grænar eins og smaragðar – Ekki skortir á prýðina! Hefur þú komið í varp. – Eg spyr ekki um bio, því þar hef ég svo oft komið að mér er hætt að þykja slíkt tíðindum sæta. En varpið. Þar er líf sem vert er um að ræða. Eg hefði getað tekið undir blaðrið í æð- arblikunum af einskærri ánægju. Svo var Guðm. Eggerts með – og sagði dumvittigheder við Guð- nýju. Eg faðmaðu Rönku. En kærustunni skaltu segja að ég hefi legið í tannpínu þann dag ef þú hittir hana – sem ég vona að þú gerir.“ Maður og kona Þ að er margt skemmtilegra bréfa og frásagna frá Jóhanni Jónssyni á sýningu á Bókasafni Seltjarnar- ness, en þar er hann skáld mán- aðarins. Skúli Pálsson hæstaréttarlögmaður lánaði bréfin á sýninguna. Hann fann þau í fórum Halldóru Elísdóttur móður sinnar, en Jó- hann var heimiliskennari hennar og Guð- nýjar systur hennar á Djúpavogi. „Ég hafði ekki hugmynd um tilvist bréf- anna,“ segir hann. „Ætli þetta endi ekki á safni. Þau hafa þegar sett sig í samband við mig,“ bætir hann við og hlær. Vinátta tókst með Jóhanni og foreldrum Halldóru, hjónunum Elís Jónssyni og Guð- laugu Eiríksdóttur, eins og ráða má af bréf- um skáldsins. Þau hafa greinilega verið hon- um innan handar um fjármuni og sitthvað fleira. Jóhann skrifar Guðlaugu 12. ágúst árið 1921: „… Ég hef enn sem komið er ekkert skrif- að eða skáldað, eins og ósmekklega fólkið orðar það, síðan ég kom heim. Yrki aðeins sólskinsdaga með unnustu minni. Drottinn gefur efnið, svo ljótt er það ekki. Annars er Nikkelin ekki eins frísk og ég vidi. Ég hef syndgað mikið móti henni með því að vera svona lengi frá henni. Því að sumarið er henni ekki sumar nema ég sé með því – sú synd verður aldrei afmáð nema ég megi koma með hana til yðar næsta sumar. Yður gæti ég best trúað til að afplána með mér brotið. – Hér er heldur aldrei neitt verulegt sumar aðeins óljós draumur um sumar. – Sumarið unir sér ekki hér í vagnaskröltinu og gatnarykinu og ofrar Reykjavík fáu öðru en rigningum sínum og úlfúð … Fyrirgefið svo þetta sauða rugl – það er aðeins inn- gangur að öðru, sem ef til vill verður betra, a.m.k. mikið lengra. En það kemur seinna! Svo þakka ég yður fyrir alla góðu dagana sem þér hafið gefið mér – það var þó fallegur draumur allt saman – Draumur farandfugls, sem á hvergi heima nema í nokkrum góðum minningum, sem fáeinar vin- gjarnar sálir hafa stráð til hans um leið og hann flaug framhjá – á flugi sínu sem ann honum engrar hvíld- ar …“ Á meðal efnis sem Skúli lánaði á sýninguna er draugasaga úr fórum Jó- hanns, ferðasaga frá Djúpavogi til Reykjavíkur, þar sem hann yrkir með séra Friðrik og ferðasaga frá Íslandi til Leipzig, þar sem Halldór Laxness kemur við sögu. Hann er enn með eftirstöðvar af kvefinu er hann skrifar Elís 31. ágúst sama ár, en þá er hann 25 ára og hugurinn kominn til Leipzig er hann biður þau að styrkja sig til fararinnar: „… Jæja út verð ég að komast hvað sem öðru líður. Ég er senn gamall maður, gáðu að því – og tíminn líður – líður fyrr en varir.“ Það var þó fall- egur draumur Af óbirtum bréfum og frá- sögnum Jóhanns Jónssonar Morgunblaðið/Ernir Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Úr Ljóðabrjefi til minna Dimmir æ og dimmir á döpru kveldi. Hnígur húmdökkvi yfir hljóða grund. Flökta hrímþrungin haustnætur ský. Þýtur stormur of storð og steypiregn. Æðir ógnandi unn að strönd. Nötra náraddir í niðdimmu. Rimur rökkurljóð reiður ægir dynur við drangur draugalega. Dauft er hjer inni dapurt úti lemur náttgustur ljóra minn. Ligg eg aleinn lágt í fjötrum vonlaus og vinasnauður. Sár er þögn í svartnætti þeim er aleinn úti stynur. Sárt er að hrekjast á hjarni auðu þegar gröfin ein gisting ljær. Ligg eg einn í lágu bóli fastur í fjötra er fótur bundinn. Sárar minningar svífa mjer í huga brennur mjer í hjarta bitur sorg … Ljóðabréf Jóhanns frá 1921, þar sem hann skrifar efst í hornið: „Höf. Jóhann Jónsson.“ Jóhann Jónsson, skáldið sem orti Söknuð, eitt fegursta ljóð sem íslensk tunga geymir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.