SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 48
H refna Haraldsdóttir, list- rænn stjórnandi Listahátíð- ar, segir að sjónum sé sér- staklega beint að ljósmyndum þetta árið, þó hátíðin sé nú hátíð allra listgreina. „Þetta verður í fyrsta sinn sem haldin er sérstök hátíð ljósmyndarinnar hér á landi, en ljós- myndin er mikilvægur listmiðill sem nær að snerta ólíka þætti mannlífsins, og tengja við það sem er að gerast í raunveruleikanum,“ segir hún og bætir við að alls verði á Listahátíð 20 fjöl- breyttar ljósmyndasýningar, innlendar og erlendar, undir samheitinu Raun- veruleikatékk, þar sem áhersla sé lögð á margbreytileika miðilsins, stöðu ljós- mynda í samtímanum, um leið og horft sé í baksýnisspegilinn. Að sögn Hrefnu er hátíðin fjöl- þjóðleg líkt og oft vill verða og þannig komi listamenn víða að, frá Malí, Bandaríkjunum, Finnlandi, Spáni, Nor- egi, Skotlandi, Kanada, Danmörku, Litháen og víðar. Eins og getið er verður ljósmyndin í öndvegi, en tónlistin hefur líka veigamikið hlutverk, þjóðlegt popp, djass, barokktónlist, flamenco, óperutónlist, klassík og tilraunakennd músík og framúrstefna, og eins verða leiklistinni gerð góð skil, meðal annars verður nýtt íslenskt dansverk sýnt í Þjóðleikhúsinu og sett upp stórbrotin uppfærsla Borgarleikhúss Vilnius á Rómeó og Júlíu eftir William Shake- speare undir stjórn leikstjórans kunna Oskaras Koršunovas. Hrefna segir að eitt af því sem vakið hafi hvað mesta hrifningu í fyrra hafi verið húslestrar og stofutónleikar í ná- vígi listamanna og gesta. „Við höldum áfram á þeirri braut; húslestrarnir verða heima í stofu hjá höfundunum og fara fram víða um borgina, en að þessu sinni verða stofutónleikarnir vinnustofu- tónleikar og fara fram á vinnustofum myndlistarmanna.“ Að lokum segir Hrefna að aðsókn á viðburði síðustu Listahátíðar hafi verið einstaklega góð og þakkar meðal annars hagstæðu miðaverði. „Við höldum upp- teknum hætti í vor og bjóðum mjög sanngjarnt miðverð.“ Hér á eftir er stiklað á stóru um dagskrá Listahátíðar 2010, en dagskráin öll er á vefsetri hennar, artfest.is. Amadou & Mariam Amadou & Mariam eru blindir tónlist- armenn frá Malí sem hafa starfað saman í ríflega 30 ár eða síðan þau kynntust á heimili fyrir blind ungmenni í heima- landi sínu. Þau hafa vakið heimsathygli fyrir líflegan tónlistarbræðing sinn og leikið með vestrænum tónlist- armönnum á borð við Manu Chao, Coldplay og Damon Albarn. Þau léku nýverið fyrir Barack Obama við afhend- ingu Nóbelsverðlaunanna í Ósló. Hvar: Laugardalshöll Hvenær: 12. maí. Hátíð allra listgreina Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2010 var kynnt í vikunni, en í sumar verða 40 ár liðin frá fyrstu hátíðinni vorið 1970. Listahátíð fer fram dagana 12. maí til 5. júní Árni Matthíasson arnim@mbl.is Arabísk-andalúsíska hljómsveitin Orquesta Checara Flamenca Hrefna Haraldsdóttir 48 4. apríl 2010 O rð um hátíðisdaga eru merkilegt umhugsunarefni. Bæði hátíðarnar sjálfar og orðin um þær geyma merki- lega sögu sem oft teygir sig langt aftur fyrir það tilefni hátíðarinnar sem nú er haft fyrir satt. Tvær stórhátíðir kristninnar, jól og páskar, eru gott dæmi. Báðar þessar há- tíðir tengjast áföngum í gangi sólar og gróðri jarðar, sem öllu skipta í afkomu mannkyns á jörðinni, óháð trúar- brögðum. En eins og trúarbrögðin hafa slegið eign sinni á ýmsar ævafornar stórhátíðir þá hafa tungumálin ekki síður sett á þau mark sitt í hugum fólksins. Í íslensku eru nöfn daga og hátíða yf- irleitt í eintölu, til dæmis Þorláksmessa og þrettándinn. Frá þessu eru tvær merkilegar undantekningar, jól og páskar, sem bæði eru fleirtöluorð, þau jólin og þeir páskarnir. Hvaðan koma þessi orð, og hvaða aðrar þjóðir nota þau? Talið er víst að orðið páskar sé ættað frá hebreska orðinu, pesach, sem merkir páskalamb. Á tímum frumkristni tengdu menn þetta orð líka við grísku sögnina paschein (þjást), og þá er stutt í latneska orðið passio, þjáning, sem einnig getur merkt þrá eða ástríðu. Í öðrum norrænum málum er talað um påske, eða påsk, og í mállýskum lifir sums staðar gamla fleirtalan påsker. Í rómönskum málum eru notaðar mis- munandi útgáfur orðsins páskar, pascua, pasqua, páscoa, pâques eða pasti. Kelt- ar, sem snemma tóku kristni, tóku orðið páskar upp í sínum tungumálum, en þar sem í sumum þessara mála var ekki unnt að segja ‚p‘ í upphafi orðs er talað um Cá- isc, Càisg eða Caisht, allt eftir því hvort fólk er á Írlandi, Skotlandi eða eynni Mön. Þetta sama orð nota rússar líka, pascha, um páskahátíðina og um sér- staka páskaköku með kotasælu og rús- ínum, sem bökuð er í tilefni hátíðarinnar. Þótt hið hebreska páskalamb hafi orðið að samheiti um páskahátíðina meðal allra þessara kristnu þjóða eru frá því nokkrar undantekningar í norðurálfu. Bæði Tékkar og Pólverjar nota allt annað orð, velikonoce, og wielkanoc, sem merkir miklanótt, eða langanótt. Ekki er alveg ljóst hvaða sögu þetta orð segir um upp- runa hátíðarinnar en ein kenning er sú að fólk hafi vakað nóttina – eða næturnar og þá jafnvel að sá siður sé miklu eldri en kristni. Aðrir telja að hér sé einhvers konar tenging við makedónsku, úkra- ínsku eða búlgörsku þar sem notað er orðið velikden, eða önnur afbrigði þess, sem merkir miklidagur. Hjá öðrum nágrönnum okkar, Þjóð- verjum og Englendingum, er þriðja orðið notað, Ostern á þýsku og Easter á ensku. Talið er að orðið sé af sama uppruna og orðið austur, sem hafi í heiðnum átrún- aði verið persónugert í gyðju sólarupp- rásarinnar, Eostre eða Ostara, og þar með að þessi vorhátið hafi verið henni til heiðurs. Ýmis einkenni hátíðahalds okk- ar um páskana, ekki síst allt eggjastússið, tengist einmitt vorkomunni og vaknandi frjósemi jarðar og dýra. Að síðustu verður ekki komist hjá að nefna að frændur okkar Færeyingar segja páskir, en það orð er líka til í íslensku, fleirtöluorð eins og páskar, Ostern og velikonoce, en kvenkyns, og þá fagna menn um páskirnar. Um þetta orð eru dæmi í íslensku ritmáli allt fram á 20. öld. Páskahátíðin er hlaðin merkingu, hvort sem við tengjum hana tungumál- inu, gangi sólar, frjósemi jarðar, þjóð- arsögu gyðinga eða þjáningu og upprisu Krists. Hún er gott tilefni til íhugunar um mannlegt hlutskipti og erindi okkar á jörðinni. Gleðilega páska! Páskar eru önnur tveggja helstu hátíða kristinnar trúar. Páskaungar og páskaegg tengj- ast fornum uppruna hátíðarinnar sem sér stað í enskum og þýskum heitum hennar. Morgunblaðið/Ásdís Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is ’ Páskahátíðin er hlaðin merkingu, hvort sem við tengj- um hana tungumálinu, gangi sólar, frjósemi jarð- ar, þjóðarsögu gyðinga eða þjáningu og upprisu Krists. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.