SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 41
4. apríl 2010 41
Fiskur er kannski ekki algengur
páskamatur en margir eru með
fisk á föstudaginn langa eða laug-
ardaginn og það má nýta afgang-
ana af honum líka, til dæmis í
buff. Þessi eru góð bæði heit og
köld.
300-350 g lax, silungur eða annar
fiskur, soðinn eða steiktur
300-350 g bökunarkartöflur
1 laukur, saxaður smátt
1 msk. olía
rifinn börkur af ½ sítrónu
½ tsk. paprikuduft
nýmalaður pipar
salt
hveiti
1 egg, slegið
brauðmylsna
olía til steikingar
Fiskurinn roð- og beinhreinsaður
ef þarf. Kartöflurnar flysjaðar,
skornar í bita og soðnar þar til þær
eru meyrar. Á meðan er laukurinn
látinn krauma í olíunni á pönnu þar
til hann er meyr. Kartöflurnar
stappaðar og síðan er fiski, lauk,
sítrónuberki, paprikudufti, pipar og
salti hrært saman við. Smakkað
og kryddi bætt við ef þarf. 8-10
buff mótuð úr blöndunni og þeim
velt upp úr hveiti, síðan eggi og
loks brauðmylsnu. Buffin kæld í
a.m.k. hálftíma ef tími er til og síð-
an steikt í olíu í þar til þau eru gull-
inbrún og heit í gegn. Borin fram
t.d. með kryddjurtasósu, tóm-
atmauki eða lárperusósu:
Lárperusósa:
1 lárpera, vel þroskuð
¼ laukur
½ hvítlauksgeiri
2 kúfaðar matskeiðar majónes
nýkreistur sítrónu- eða límónusafi
pipar
salt
Lárperan flysjuð, skorin í bita og
maukuð í matvinnsluvél með lauk
og hvítlauk. Majónesinu hrært
saman við og bragðbætt með sí-
trónu- eða límónusafa, pipar og
salti eftir smekk.
Laxabuff með lárperusósu
Með Kjötbökunni er
gott að hafa grænt
salat en ef hún er bor-
in fram sem aðal-
máltíð væri líka til-
valið að hafa soðin
hrísgrjón eða bygg
með henni.
Morgunblaðið/Heiddi