SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 30
30 4. apríl 2010
N
úverandi forsætisráðherra flutti
furðuræðu á dögunum. Er raunar nán-
ast sama hvar niður er borið, und-
arlegar lýsingar á hinni stjórnmálalegu
tilveru eru þar um allt. Undarlegast var þó að
heyra forsætisráðherrann lýsa ástandi eigin
stjórnarmeirihluta. Villuráfandi valhoppandi
hjörð var matið á þeim stuðningsmönnum sem
stuðst er við til að stjórna landinu.
Samanburður
sögunnar
Sjá menn Ólaf Thors, Bjarna heitinn Benedikts-
son eða Ólaf Jóhannesson tala þannig um sitt fólk
í stjórnarliði? Sá síðasttaldi var stundum ósáttur
við sundurlyndi stjórnarþingmanna vinstri-
stjórnar á árunum 1978-1979 enda sprakk sú
stjórn ársgömul. En hann var grandvar og gætti
sín þótt hann lægi ekki á skoðunum sínum. Her-
mann Jónasson virtist í líkastri stöðu árið 1958 og
Jóhanna Sigurðardóttir nú. Hann sagði hrein-
skilnislega að ekki væri sátt meðal stjórnarliða
um nauðsynlegar aðgerðir. Því hlyti hann að
segja af sér. Hann tók hagsmuni fólksins í landinu
fram yfir sína eigin og síns flokks. Fram-
angreindir menn gerðu sér allir grein fyrir því að
forsætisráðherraembættið gerir ríkar kröfur um
ábyrgð og leiðsögn og þess hlutur hlýtur að vera
mestur við lausnir á viðkvæmustu málum á ör-
lagatímum. Skiptir þá engu undir hvaða ráðherra
málaflokkur er að formi til færður. Nú virðist það
flokkast undir fíflskap og spé hvort það er stjórn-
arhæfur meirihluti í landinu eða ekki, þegar
mestu varðar að festa og forysta sé í fyrirrúmi.
Þegar þannig er haldið á málum fýkur allt traust
út í veður og vind. En ef einn þáttur getur öllu
skipt um þessar mundir þá er það traust.
Fundir ráðherra hjá AGS
Tveir ráðherrar héldu vestur um haf á fund í Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum, húsbænda okkar og um-
sjónarmanna. Þetta voru fjármálaráðherrann og
viðskiptaráðherrann. (Sá fyrrnefndi sagði um
þann síðarnefnda í vikunni að sá væri kominn á
uppsagnarfrest. Hann heyrði það í útvarpinu eins
og við hin). En heimkomnir voru tvímenning-
arnir brattir. Strauss-Kahn, forstjóri AGS, hefði
fullvissað þá félaga um að „endurskoðun“ AGS
væri komin á beinu brautina. Það þótti heima-
mönnum ekki verra að heyra. En varla höfðu fyr-
irmennin lokið sínum huggunarríka boðskap en
Kahn sagði þetta sennilega verulega orðum aukið
því það vantaði stuðning við „endurskoðunina“ í
stjórn AGS. Steingrímur J. var óðara mættur aftur
opinmynntur í útvarpið til að segja mönnum að
hafa ekki áhyggjur. Þeir félagar hefðu í viðræðum
vestra tryggt sér stuðning bæði valdamikilla ríkja
og samanlagðan meirihluta í stjórninni og „þá
væri hefð fyrir því í AGS að minnihlutinn léti í
minnipokann“ í stjórninni. Þarna var sem sagt
fengin enn ein „glæsileg“ niðurstaða. Steingrímur
þarf ekki nema tvo daga til að smala saman meiri-
hluta í stjórn AGS. Það er allt annað að eiga við
þetta erlenda kattakyn en þá Brand og Brúsa uppi
á Íslandi. Fréttamaður RÚV spurði varlega hvaða
þjóðir þetta væru aðallega sem hefðu heitið þeim
Steingrími og Gylfa sterkum stuðningi. Það sagð-
ist Steingrímur ekki vilja segja honum og sá
fréttamaðurinn strax eftir að hafa spurt svona
erfiðra spurninga. Hann hefði átt að vita að þetta
gætu til dæmis verið sömu þjóðirnar og tryggðu
okkur ríflegan meirihluta í kosningum til Örygg-
isráðsins í sama mánuði og bankarnir voru að
hrynja á Íslandi, sællar minningar. En hvernig
skyldi standa á því að ekki má segja frá því hvaða
þjóðir hafa heitið Íslandi stuðningi í stjórn AGS?
Bréfritara þykir einsýnt að á því sé aðeins ein
skýring og hún svo dapurleg að ekki sé ástæða til
að ræða hana frekar.
Prófessor Johnson gefur einkunnir
Enginn þessara atburða er líklegur til að auka trú-
verðugleika eða efla traust manna.
Paul Johnson er kunnur breskur sagnfræðingur
og höfundur margra áhugaverðra bóka. Honum
er tamara en flestum öðrum að setja fram sagn-
fræðilegan fróðleik eða stjórnmálalegar ádrepur á
grípandi hátt. Stíll hans er leikandi og læsilegur,
þótt hvergi sé slakað á kröfum um góðan texta.
Um miðjan síðasta mánuð skrifaði Paul Johnson
grein í tímaritið Forbes, undir heitinu „The Sick-
ness of the West.“ Þar segir hann m.a. í lauslegri
þýðingu: „Heimurinn stynur nú þungan undan
fjallháum skuldum. Samt er það ekki hinn raun-
verulegi vandi sem við er að fást. Sagan hefur
ítrekað sýnt að skuldir má greiða hratt niður um
leið og traust og tiltrú hefur fengist á ný og vilja-
sterkir karlar og konur hafa verið sett til verka.
En forsenda þess að slíkt geti gerst er að við höf-
um traust og trú á leiðtogum okkar.
Slíkt traust vantar. Við treystum ekki, og ekki
að ástæðulausu, hvorki okkar kjörnu leiðtogum
né forystumönnum atvinnulífsins, eðlilegri for-
ystusveit hvers þjóðfélags. Í nútímasögu er fátítt
að finna slíkt vantraust, sem nú jaðrar við fyr-
irlitningu, svo djúpstætt, útbreitt og skiljanlegt
sem það er.“
Johnson nefnir helstu leiðtoga vestrænna ríkja
til sögunnar sem hann telur dapurlegan hóp gall-
aðra miðlungsmanna. Nokkrum þeirra gefur
hann sérstakar einkunnir og skefur ekki af. Sjálf-
sagt er þar ekki endilega allrar sanngirni gætt. Til
Reykjavíkurbréf 02.04.10
Um skörunga og skuldir