SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 39
4. apríl 2010 39 Villi á Rauðhettu treystir Guðbrandi í Kormáki & Skildi til að finna eitthvað fínt á sig þegar hann er á hlaupum, eins og þennan daginn. Hann hefur blæti fyrir góðri samsetningu á bindi og axlaböndum. Villi Karl Daginn sem Karl, betur þekktur sem Charlie Brown, nostrar við skeggið, er hann í klæðnaði sem á sér sögu. Hann var í brúðkaupsfötum föður síns. Aldrei líður karl- mönnum betur en í fötum sem hafa tilfinningalegt gildi. Jón Tryggvi hummar í stólnum í melódíufötunum sínum, en honum gengur langbest að semja melódíur í afapeysunni. Hann sendi nýverið frá sér sólóplötuna Silkimjúk er syndin og er í tónleikaferð um Bandaríkin. Jón Tryggvi Raksápan skiptir miklu máli til að mýkja húðina og þar hefur gamla raksápan vinninginn, að sögn Gauta. Það eru engin kæliefni eða deyfiefni, heldur nota menn hitann úr vatninu og góða sápu, sem inniheldur gjarnan mýkjandi efni. Sem mýkir skeggið svo mikið, að þegar rakvélablaðið steytir á hárinu, þá lekur það í gegn. En með raksápu með kæliefnum þarf átak til að slíta skeggið. Á móti kemur að þá tekur raksturinn minni tíma, en áreitið er meira fyrir húðina og raksturinn verður ekki eins góður. Rakvélarblöð fyrir gömlu rakvélina, sem kostar 4.800 fyrir venjulega sköfu, og kostar blaðapakkinn 1.300 krónur. Þetta er vél frá fyrri hluta síðustu aldar og enn eru til rakvélablöð sem kosta lítið. Ekki er skipt út þegar stóru framleiðendurnir koma með nýjung. „Þetta kemst næst því að vera rakstur með hníf,“ að sögn Gauta. „Þetta eru vélar sem erfast.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er karlmannleg stemmning á rakara- stofunni. Andri Týr Kristleifsson, þriðja kynslóð rakara, er með Jón Tryggva í stólnum. Villi flettir blaði og K rl tekur málin í eigin hendur. Hnífurinn er lagður á leðuról til fínbrýn- ingar, en þá er hann dreginn nokkrum sinnum eftir leðrinu. Wilkinson Sword er safngripur í skápnum hjá Herramönnum frá þriðja áratug síðustu aldar. Það er ekki til sölu, en hinsvegar eru seld sett á breiðu verðbili, allt frá um 7 þús- und krónum til sérpöntunar á platínusetti, sem kostar eina og hálfa milljón. ’ Skeggið er hluti af lífsstílnum. Menn eru alltaf að gera tilraunir með það, nota til dæmis skeggvax og bretta það í allar áttir. Það getur verið heil- mikil vinna í kringum skegg. Og það er miklu minna mál að raka sig en að leggja rækt við skeggið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.