SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 54
54 4. apríl 2010 N ú stendur í Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði sýn- ingin „Íslensk myndlist - hundrað ár í hnotskurn", en á henni er leitast er við að gefa innsýn í þróun íslenskrar myndlistar á 20. öld og samspil hennar við ís- lenskt þjóðfélag. Sýningin er sam- starfsverkefni Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands, verkin koma flest úr safneign Listasafns Íslands, en einnig eru þar verk í eigu Listasafns Árnesinga. Sýningarstjórar eru Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, deildarstjórar hjá Listasafni Íslands, og Inga Jóns- dóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Inga segir að á sýningunni séu 69 verk og þar af níu úr safneign Lista- safns Árnesinga, flest þeirra úr gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona til safnsins. Sýningin er að stofni til áþekk sýn- ing og sett var upp í Menningar- miðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi, fyrir þremur árum. „Þegar kom til tals að setja hana upp hér var hægt að bæta við miklu af verkum enda er miklu meira rými og því er sýningin hér meira en þrefalt stærri en sú fyrir austan, hún er í þremur stórum sölum og einnig nýtum við anddyr- ið og vídeósalinn. Það sem við bættum helst við hér var að leggja meiri áherslu á skúlptúr og einnig að gefa listakonum meira rými. Hér eru líka tvö vídeóverk og pláss fyrir fleiri útúrdúra, s.s. abstraktmyndir eftir Finn Jónsson Jónsson frá árunum 1924 og 1925 innan um landslags- myndirnar þar sem við sýnum frum- herjana. Það var okkur ekki endilega ofarlega í huga að hafa verk eftir sunnlenskan myndlistarmann eða önnur tengsl við svæðið - en það var eitt af því sem litið var til vegna stað- setningar safnsins. Það mátti þó ekki koma niður á hugmyndafræðinni að sýningin gæfi tilfinningu fyrir sam- spili myndlistar og samfélagsins hverju sinni." Inga segir að því miður séu mörg þessara verka ekki aðgengileg fólki alla jafna, enda sé Listasafn Íslands með svo takmarkað rými, „en það er mjög mikilvægt að fólk hafi aðgang að þessari sögu og það er í samræmi við það hlutverk sem við viljum hafa að setja upp fræðslusýningar sem þessa. Við höfðum skólakerfið sérstaklega í huga en einnig allan almenning sem hefur áhuga á að kynna sér íslenska listasögu. Það er stiklað á stóru í henni og vonandi nær hún að gefa fólki innsýn í listasöguna, en það er auðvitað ekki hægt að gefa tæmandi mynd á einni sýningu; verkin eru valin vegna þess að þau standa fyrir ákveðnar hugmyndir og tengjast samtíma sínum." Í safnahúsi Listasafns Árnesinga hátt til lofts og vítt til veggja og það er merkilegt fyrir það að það er eitt af örfáum húsum hér á landi sem frá upphafi var hugsað til að hýsa mynd- list. Inga segir að rekstur á safninu hafi gengið vel og aðsóknin aukist stöðugt. „Við viljum vera þekkt kennileiti í Árnessýslu og að fólk geti gengið að vel unnum sýningum. Það er rétt að gera greinarmun á söfnum og sýningarstöðum, hvort tveggja þarf að vera til en skylda safnsins er að miðla ákveðinni þekkingu umfram almennra sölusýninga." Árni Matthíasson arnim@mbl.is Frá sýningunni „Íslensk myndlist - hundrað ár í hnotskurn" í Listasafn Árnesinga Inga Jónsdóttir Morgunblaðið/Golli Hundrað ár í hnot- skurn Ö rvitinn eða: Hugsjónamaðurinn er ærsla- fengin þroskasaga stráks, byggð að vissu leyti á formi og persónum Birtings eftir Voltaire. Vísað á gáskafullan hátt í fjölda annarra bók- menntaverka; ævintýrið um Búkollu er til að mynda ævinlega nærri formgerðinni. Lesandinn leggur upp í ferð með stráki karlssyni frá Fögrusveit, sem fer ekki að leita Búkollu heldur ætlar að gerast rithöfundur og leitar að heimsfriði. Margt fer hinsvegar öðruvísi en ætlað er. Eftir að hafa kynnst manni, sem kallar sig Alfróða og nefnir strákinn Ljóma, liggur leið þeirra til Íraks. Þar kynnist strákur ástinni og lendir í liði hermanna sem útbreiða frelsi með vélbyssu í hönd og myrða alla í kringum sig. Þetta er hröð ferð og mótuð af fjarstæðukenndum viðburðum en ætíð byggð á allrahanda vísunum í samtíma okkar, bókmenntir og heimspeki. Strákur er sakaður um að vera hryðjuverka- maður og endar í fangabúðunum í Guantanamo. Hann sleppur um síðir og kemst að lokum aftur heim, að klára bókina sína, eftir að hafa lært sitthvað um heiminn. Í bókarlok er ítarleg tilvísanaskrá, þar sem höfund- urinn útskýrir hvert hann sækir hugmyndir og í hvað er vísað á þessari hröðu ævintýraferð. Víða er komið við; til að mynda í verkum Shakespeares, Benedikts Gröndal, Sigfúsar Daðasonar, George Orwell og Galdrakallinum frá Oz, rétt eins og í heimspeki Kierkegaard, Dr. Phil, Deleuze og Guattari. Örvitinn eða: hugsjónamaðurinn er á köflum bráð- skemmtileg lesning, og hugvitssemi höfundarins og ærslin vekja aðdáun. Hinsvegar má segja að leikurinn við að skapa þennan spéspegil af samtímanum, og benda á grafalvarleg kaunin, beri sjálfan textann oft ofurliði. Hann er hrár, brokkgengur og á vissan hátt einnota. Þetta er skemmtisaga með brodd sem öðlast líf í núinu en spurning hvort hún eigi sér framhaldslíf. Heimsfriði komið á með penna að vopni Bækur Örvitinn eða; Hugsjónamaðurinn bbmnn Skáldsaga Eftir Óttar Martin Norðfjörð. Inga Birgisdóttir myndskreytir. Nýhil, 2010. 148 bls. Óttar M. Norðfjörð er hugvitssamur höfundur og hefur skrif- að ærslafullan spéspegil um samtímann. Einar Falur Ingólfsson Morgunblaðið/Golli Lesbók Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga og þar með allra sveitarfélaganna átta í Árnessýslu. Fyrsta vísi að Listasafni Ár- nesinga má rekja til listaverkagjafar frú Bjarn- veigar Bjarnadóttur og sona hennar til Árnes- inga árið 1963 og var þeirri gjöf komið fyrir í Safnahúsi á Selfossi til að byrja með og varð hluti af Byggðasafninu. Listasafn Árnesinga varð sjálfstæð stofnun 1994 en 2001 keypti Héraðsnefnd Listaskálann í Hveragerði og flutti safnið þangað. Þrír safnstjórar hafa starfað við safnið, þær Hildur Hákonardóttir, Birna Krist- jánsdóttir og Inga Jónsdóttir. 2007 Að flytja fjöll. Fjallamyndir efir Ásgrím Jóns- son og átta samtímalistamenn. Þessa heims og annars; Einar Þorláksson og Gabríela Friðriksdóttir. Stefnumót við safneign; listir, leikur, lær- dómur. Verk 30 listamanna og listasmiðjur með Katrínu Briem og Margréti Zophanías- dóttur 2008 Er okkar vænst? Leynilegt stefnumót í lands- lagi. Borghildur Óskarsdóttir og Sigríður Mel- rós Ólafsdóttir Listamaðurinn í verkinu; Magnús Kjartansson Á ferð með fuglum; Höskuldur Björnsson Picasso á Íslandi – Bein og óbein áhrif Picasso skoðuð í íslenskri myndlist. 2009 Skart og skipulag. Skartgripasýning frá Danska listiðnaðarsafninu og gripir eftir Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur ásamt tillögum í arki- tektasamkeppni um nýjan miðbæ í Hveragerði. Leiftur á stund hættunnar Samtímaljósmyndir átta listamanna Andans konur; Gerður Helgadóttir, Nína Tryggvadóttir, París – Skálholt Þræddir þræðir. Ásgerður Búadóttir, Hildur Hákonardóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Hild- ur Bjarnadóttir. Listasmiðjur með Guðrúnu Tryggvadóttur: Þráður – lína – teikning 2010 Íslensk myndlist; hundrað ár í hnotskurn. Samstarfsverkefni með Listasafni Íslands Sýningar Listasafnsins Helgin mín byrjar iðulega á kósíkvöldi í faðmi fjölskyld- unnar, sjónvarpsglápi, borðspili eða öðrum skemmti- legum hlutum. Góð vinkona á afmæli þennan dag og möguleiki á að kíkja til hennar. Laugardagar eru fjölbreyttir og byrja á því að sofið er út til um 9, en þá þarf ég að mæta á keppnisæfingu með frábæru fólki í Ketilbjöllum vegna Crossfit-móts sem við erum að æfa fyrir. Eftir það tek ég það rólega fram yfir hádegi en þá sest ég niður og æfi fyrir tónleika sem ég verð með á næstunni. Þessa dagana er ég að læra ljóða- flokkinn Frauenliebe und Leben eftir Schubert og þarf að læra texta, fara yfir laglínurnar og syngja yfir svo hægt sé að mæta til píanistans vel undirbúin. Á laug- ardagskvöldum reynum við að borða eitthvað gott sam- an og skiptir það mig miklu máli að eiga þessa kvöld- stund með fjölskyldunni. Kvöldið er enn óráðið, en það er nú yfirleitt af nægu að taka. Við spilum mikið borðspil og alltaf möguleiki að vinir bætist í spila- hópinn eða þá að við sitjum parið og spilum Scrabble. Páskadagsmorgunn byrjar á því að opna páskaegg, lesa málshátt- inn og hefja svo átið. Um miðjan dag verður svo göngutúr ef veð- ur leyfir og páskakvöldverður undirbúinn; lamb með hefðbundnu sniði. Eftir kvöldverð verður svo horft á þáttinn Glæpurinn. Helgin mín Þóra Hermannsdóttir Pas- sauer söngkona og sérfræðingur í LUK Ketilbjöllur, söngur og fjölskyldan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.