SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 2
2 4. apríl 2010 4-9 Vikuspeglar Oft er etið egg á páskum, Veldi Google, bréf Jóhanns Jónssonar skálds og fyllir Own Goal skarð Waynes Rooneys? 27 Stafrænir frumbyggjar Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, fór um landið og kynnti hugmyndir sínar um nýsköpun á landsbyggðinni. 28 Reyndi að halda Eastwood-lúkk- inu Ragnar Axelsson rifjar upp söguna á bak við myndina af Ronald Reag- an og Mikhail Gorbachev í Höfða. 32 Bak við tjöldin í Aachen-óperunni Hrólfur Sæmundsson gerir það gott í óperuheiminum í Þýskalandi. 42 Kvikmyndir Allt um páskamyndir sjónvarpsstöðvanna. 43 Súkkulaði út um allan skrokk Stigið í vænginn með Kristínu Heiðu. 44 Tónlist David Byrne með sönglagasafn um Imeldu Marcos. Lesbók 48 Hátíð allra listgreina Farið yfir dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í vor en hátíðin fagnar fer- tugsafmæli sínu um þessar mundir. 52 Englar og menn Fyrst voru það bækur um galdra, þá komu bækur um vampírur og nú virðist röðin komin að englum. 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Nick Haddow af leikonunni Emmu Thompson. Hvít Musl- in-blússa: Chanel. Delft Porcelain-hálsmen: Wunderkind. Stílisti og förðun: Fraggle Jury. Hár: James Brown. © 2010 Universal Studios. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. 40 Augnablikið Þ að standa nokkrir ferðbúnir fjallajeppar á hlaðinu við Sólheimahjáleigu. Til stendur að fara á Mýrdalsjökul að fylgjast með eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Í því rennir lítill blæjujeppi í hlað. „Það var einmitt hérna sem ég lenti í rosalegu,“ segir Ómar Ragnarsson og stígur út úr jeppanum. Hann er með bindi, í Nokia-stígvélum og með six- pensara, sem hann breiðir yfir eyrun. Og hann haltrar. Hann fótbrotnaði nýverið og sagan segir að hann hafi átt eftir hálfan mánuð í gifsi þegar eldgosið braust út. Er hann heyrði af því fór hann upp á spítala og lét taka gifsið af sér, þannig að hann kæmist að gosinu. Það gefst ekki tími til að hlusta á söguna, því hersingin heldur af stað – Ómar á blæjujeppanum. „Ég á annan betri bíl, en hann eyðir svo miklu.“ Það er sjón að sjá litla jeppann skauta yfir snjóinn, helmingi léttari en stóru trukkarnir. „Ómar getur aldrei tekið farþega – það er svo mikið drasl í bíln- um,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og hlær. Fallegt er að horfa yfir Vestmannaeyjar af Mýr- dalsjökli. Árni Johnsen fær ekki orða bundist: „Það eru hlunnindi að sjá heila heimsálfu blasa við.“ Hann situr í framsætinu, en Ragnar aftast, og þeir skiptast á um að segja sögur hvor af öðrum. Benedikt Bragason er við stýrið og bölvar jeppa, sem ekur utanvega og ekki 50 sm slóð ofan á. „Það er nóg af vitleysingum að þvælast,“ segir Breki Árnason, sem lendir á forsíðu daginn eftir. „Já, síðasta fíflið er ekki mætt,“ segir Ragnar. Þegar jeppinn spólar í þurrum snjónum í brekk- unni fer Benedikt út til að hleypa úr dekkjunum. „Það er bara ferðin sem dugar í þetta helvíti,“ segir hann og stígur aftur upp í bílinn. Í þeim orðum siglir Ómar fram úr. Það gengur á ýmsu. Í mestu látunum fer hosa í túrbínunni. „Nú er ég eins og gamall kall með staf,“ kvartar Benedikt. En áfram skröltir hann þó. Annað en segja má um Econoline sem er fastur uppi á jökli, eftir að millikassinn fór. Heiðskírt. Og stórkostleg fjallasýn að fjallabaki. Stjörnubjart. Eldtungurnar teygja sig upp í him- inhvelfinguna. Logn. En ellefu stiga frost bítur fljótt. Ekki er hægt að taka vettlinga lengi af sér í einu og fljótlega er blaðamaður kominn í tvöfalt lag af ullarsokkum. Svo förum við að hraunfossinum niður í Hrunagil. Þar stendur Ómar á brúninni og myndar. Gifsið í Reykjavík. Það kemur bólga í hraunið, eins og rofnað hafi haft. Tilkomumikið þegar stórir hnullungar skoppa niður hlíðina. Það rökkvar á gónhæðinni við gosstöðvarnar sjálfar. Ólýsanleg stemmning. Drunurnar í eldgos- inu hverfa næstum því í vélardyni frá þyrlum, flugvélum, jeppum og snjósleðum. Og hvílík ljósasýning! „Það er ekkert mál að lenda hérna,“ segir Ragn- ar. Blaðamaður hristir hausinn, en Árni tekur und- ir: „Grjóthart hérna.“ Nánast óslitin keðja bílljósa niður af jökli um nóttina. Svartklæddur maður birtist í bílljósunum. Hann er í stórhættu innan um spólandi bryndreka. Nú þarf endurskinsvesti uppi á jökli. pebl@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hérna lenti ég í rosalegu 9.-10. apríl Hin frábæra hljómsveit Hjaltalín efnir til tónleika næstkomandi föstu- dags- og laugardagskvöld. Sveitin spilaði á dögunum á afmælistónleikum Páls Óskars á Nasa við mikinn fögnuð viðstaddra og stendur í ströngu, því í maí stendur til að gefa út aðra plötu þeirra, Terminal, í Evrópu. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 bæði kvöldin og miðar verða seldir við dyrnar. Hjaltalín spilar á Rósenberg Við mælum með… 9. apríl Kl. 20 verða settir stórtónleikar á Nasa þar sem 6 helstu rokkbönd Ís- lands stíga á stokk í boði Localice og hins virta tónlistartímarits Kerrang. Meðal þeirra verður hljómsveitin Sign sem kemur fram í fyrsta skipti í rúmlega ár, en tón- leikunum verður netvarpað í Bret- landi á heimasíðu Kerrang. 10.-11. apríl Á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar verður flutt stórverkið Þýsk sálumessa eftir Brahms. Sópransöngkonan Birg- itte Christensen og barítónsöngv- arinn Andreas Schmidt syngja með Mótettukórnum og 50 manna hljómsveit. Tónleikarnir hefjast kl. 17 báða dagana. Gleðilega páska Grísalundir , erlendar1559k r. kg verð áður 2 598 40%afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.