SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 9
4. apríl 2010 9 N ú eru góð ráð dýr fyrir Englands- meistara Manchester United, Wayne Rooney er genginn úr skaftinu í allt að fjórar vikur. Hinn hamrammi miðherji hefur gert 34 mörk á leiktíðinni og eðli málsins samkvæmt er afleitt að missa hann á endasprettinum heima fyrir og í Evrópu. En eins dauði er annars brauð og nú verða aðrir helstu markaskorarar þeirra Fergusona að axla aukna ábyrgð, það er Búlgarinn Dimitar Berbatov og gamla kempan Own Goal. Hvor um sig hefur gert tólf mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Vart má á milli sjá hvor er skilvirkari. Eini mun- urinn er sá að Berbatov var keyptur fyrir metfé til félagsins og þiggur svimhá laun en Own Goal kostaði United ekki krónu og það sem meira er – önnur félög greiða honum fyrir ómakið. (Nánast) alla sparkendur dreymir um að skora fyrir Manchester United. Óvenju margir hafa látið þann draum rætast á yfirstandandi leiktíð enda þótt þeir hafi ekki verið beðnir um að skrýðast búningi Rauðu djöflanna. Tólf sjálfs- mörk á einum og sama vetrinum er með miklum ólíkindum og hermt er að elstu tölfræðingar muni ekki annað eins. Og enn eru leikir til stefnu. Vinsælastir í Leikhúsi draumanna eru leik- menn Portsmouth en þeir gengu gjörsamlega af göflunum í 5:0-ósigri í byrjun febrúar, gerðu hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk. Það hlýtur að vera einhvers konar met? Anthony Vanden Borre, Richard Hughes og Marc Wilson voru þar að verki. Svo einlægur var ásetningur gestanna að leikmenn United komust varla fyrir í vítateignum. Svo furða menn sig á því að Portsmouth reki lestina í úrvalsdeildinni. Leikmenn Arsenal hafa líka lagt sitt af mörk- um. Abou Diaby gerði glæsilegt skallamark snemma leiktíðar á Old Trafford, þegar enginn andstæðingur var svo mikið sem í mynd. Manuel Almunia kom engum vörnum við þann dag. Í seinni umferðinni á Emirates-leikvanginum reyndi Spánverjinn að hafa hendur á fyrirgjöf Nanis með þeim afleiðingum að tuðran hrökk í netið. Varnarmenn Bolton Wanderers eru engar lið- leskjur heldur en Zat Knight gerði sjálfsmark í fyrri viðureigninni við United og J. Lloyd Samuel þeirri síðari. Er það mál manna að fáir miðherjar hafi klárað færin sín jafnvel og bakvörðurinn Samuel, þegar hann lagði þann hnöttótta í blá- hornið fram hjá hlessa Jussa Jääskeläinen. Í fjarveru Rooneys eru fleiri slík tilþrif vel þeg- in. Fyllir Own Goal skarð Rooneys? Andstæðingar Man. Utd hafa verið óvenju áttavilltir í vetur J. Lloyd Samuel gerir sér grein fyrir axarskafti sínu á dögunum. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Holdgervingar Own gamla Goal í vetur: Vanden Borre, Hughes, Wilson (Portsmouth); Diaby, Almunia (Arsenal); Knight, Samuel (Bolton); Ferdinand (Sunderland); Shchennikov (CSKA); Dawson (Hull), Dann (Birmingham) og Collins (Aston Villa). Tæmandi listi Nýja uppfærslan á framúrstefnulegri hönnun Honda Civic brýtur upp fyrri hugmyndir um hönnun bíla og gerir aðrar tegundir gamaldags í öllum skilningi. Nútímaleg hönnunin nýtir rýmið betur en áður. Fimm stjörnu öryggi (NCAP) og tæknibúnaður tryggir fimm stjörnu akstursánægju. Enn eitt tækniundrið, 140 hestafla 1.8i lítra i-VTEC vél, gefur Civic afl á við stærri bíla en sparneytni smábíls. Komdu og skoðaðu Honda Civic Executive – fimm stjörnu bíl sem endurvekur löngunina til að upplifa akstursánægju, nú á betra verði. Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is UMBOÐSAÐILAR: Bílver - Bernhard, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 Á B E T R A V E R Ð I CIVIC 1.8i-VTEC EXECUTIVE 5 dyra - sjálfskiptur Kynningarverð kr. 4.190.000 Honda Civic 1.8i Executive, 5 dyra. Þokuljós að framan Aðalljósasprautur 5 gíra sjálfskipting EBA neyðarhemlun EBD bremsujöfnunarkerfi Sætisbeltastrekkjarar fyrir framsæti Sætisbeltaáminning Hiti í sætum Virkir höfuðpúðar á framsætum Höfuðpúðar fyrir öll sæti Fjarlægðarskynjarar að aftan Rafstýrðir hliðarspeglar Rafdrifnir aðfellanlegir hliðarspeglar Rafstýrðar hliðarrúður ISOFix barnastólafestingar Töfrasæti Stórt farangursrými Aksturstölva Vasi á sætisbaki farþega Tvískipt tölvustýrð miðstöð með loftkælingu Glerþak • Leðurinnrétting • Xenon aðalljós • 17“ álfelgur ABS bremsukerfi • VSA stöðugleikakerfi • Sex loftpúðar 6,75,5 8,8L /100km L /100kmL /100km Utanbæjar akstur Blandaður akstur Innanbæjar akstur CO2 útblástur 155 g/km A u k a b ú n a ð u r á m y n d : E n g in n .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.