SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 14
14 4. apríl 2010 S indri Már Sigfússon er þúsundþjalasmiður mikill. Hann vinnur bæði sem tón- og myndlistar- maður, auk þess að vera mikill áhugamaður um knattspyrnu, Svíþjóð og pizzur. Ekki ólíklegt að ítalski veitingastaðurinn í eigu sænska knattspyrnu- mannsins Tomasar Brolin sé í uppáhaldi hjá Sindra. Tónlistin fer mikinn í daglegu lífi Sindra, hann semur sjálfur undir nafninu Sin Fang Bous, auk þess að stofna hljómsvetina Seabear árið 2002. Hljómsveitin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og þá ekki síst utan landsteinanna, en þýska jaðar- plötuútgáfan Morr Music gefur út plötur sveitarinnar um allan heim og er nýkomin út plata númer tvö, We Built a Fire, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvænt- ingu. Blaðamaður settist niður með Sindra í kjallaranum bókafolags í miðborginni, eftir snöggan og frekar kaldan göngutúr á Vesturgötunni þar sem Sigurlínu dóttir Sindra var komið fyrir í pössun og ræddi um tónlistina, áhuga- málin og hvernig þessi hógværi fjölskyldumaður sér framtíðina fyrir sér. Hvernig byrjaðir þú í tónlistinni? Og myndlistinni? „Það var þannig að ég keypti gítar af vini mínum þegar hann var að flytja til Þýskalands og fór í gítartíma í tvo mánuði . Þá byrjaði ég að búa til lög með einföldum hljómum, svona heimadót, var ekkert sérstaklega góður að læra eða muna þau lög, fannst skemmtilegra að gera bara mín eigin, fannst það mest spennandi. Byrjaði á því að sanka að mér litlu drasli sem býr til hljóð, hljómborð og hristur og svoleiðis hlutum. Svo vorum við nokkrir vinir að hittast og taka upp á lítinn minidisc-spilara. Svona spunatónlist, einn á gítar, einn á hljómborð og einn að öskra án þess að við vissum nokkuð hvað við værum að gera. Þarna byrjaði það, tók upp lítil lög sjálfur heima með gítar og mínídisikinn. Má segja að það hafi verið mín fyrstu skref í að taka upp og í tónlistinni. Samhliða þessu var ég með gamla tölvu að klippa saman furðuleg hljóð og snúa við og breyta, svona að prófa mig áfram. „Varðandi myndlistina, þá teiknaði ég mikið þegar ég var lítill en veit ekki alveg hvernig það byrjaði. Svo seinna meir langaði mig að fara í listaháskóla, ég sótti bara um og komst inn, ekkert flókið ferli.“ Hljómsveitin Seabear verður til Verður Seabear svo til í framhaldi af þessu? „Það byrjaði þegar ég bjó í London og var að taka upp þessi lög mín, átti engan pening eða græjur. Vann á kaffi- húsi og varð mjög veikur og lenti á spítala í þrjár vikur. Var tryggður af kaffihúsinu og fékk pening frá trygging- unum, það var eitthvað um 200 pund , þá gat ég keypt mér alvöru kassagítar og upptökugræjur. „Það var þarna, sumarið 2002, sem ég var farinn að semja hefðbundnara efni. Spáði svolítið í hvað ég ætti að kalla þetta verkefni. Rakst á í gamall skissubók sem ég var alltaf með, þar var orðið Seabear og eftir það hefur bandið heitir Seabear. Minnir að þetta hafi verið notað sem slangur hjá vinum mínum í London, einhver einkahúmor.“ „Flutti aftur heim stuttu seinna og byrjaði að taka upp, sankaði að mér fleiri græjum og fór að vinna í alvöru vinnu í fyrsta sinn þar sem ég fékk vel útborgað og eyddi stærstum hluta í dót af netinu, tónlistardrasl sem ég er ennþá að safna í dag.“ „Fyrst gerði ég 10 laga disk með fyrstu upptökunum sem ég gerði heima hjá mér og gaf vinum og kunningjum. Stuttu seinna kom út smáskífan Singing Arc sem ég var mun ánægðari með og seldi í 12 Tónum á sínum tíma, fékk fína dóma og fólki virtist líka vel við hana. Þetta er svona upphafið af Seabear og hlutirnir hafa gerst hratt síðan þá. Þú byrjaðir einn, hvenær stækkaði hljómsveitin? „Það var 2005 eða 2006, jú, í byrjun árs 2006. Þá var ég beðinn um að hita upp fyrir hljómsveitina Books í Berlín. Ég hafði aldrei spilað á tónleikum áður og vildi það kannski ekkert beint. Fannst Books svo skemmtileg hljómsveit að ég sagði bara já. Fékk Örn Inga Ágústsson á gítar og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur á fiðlu til að koma og spila með. Ætlaði fyrst að fá þau sem session- leikara inn á plötuna sem ég var að gera þá. Þannig við fórum að æfa þrjú og strax þá var þetta orðin hljómsveit. Nú erum við sjö, Kjartan Bragi Bjarnason á trommur, Halldór Ragnarsson á bassa, Sóley Stefánsdóttir á píanó og Ingibjörg Birgisdóttir söngur, sem tókum upp nýju plöt- una, þetta er sex meðlima kjarni sem fer í tónleika- ferðalög. Verðum samt líklegast sjö á næstu plötu eins og þessari nýju. Á mála hjá Morr Music í Þýskalandi Morr Music er eitt af virtustu sjálfstæðu plötuútgáfum í Þýskalandi, hvernig endaði Seabear og Sin Fang Bous þar? „Thomas Morr, eigandi Morr, kom á fyrstu tónleikana hjá Seabear í Berlín og svo talaði hann við mig, ég var bú- inn að senda honum lög og hann var hrifinn af þeim og vildi hitta mig. Svo spurði hann eftir tónleikana hvort við vildum gefa út hjá honum. Minnir að ég hafi bara sagt já á staðnum.“ Ást við fyrstu hlustun? „Já, ég hafði alltaf hlustað á það sem Morr gaf út.. Ég vissi hvaða fyrirtæki þetta var. Svo las ég í einhverju blaði að Thom Yorke hafði keypt allt sem Morr gaf út og ég var mjög hrifinn af Radiohead á þeim tíma. Þannig ég ákvað að slá til.“ Samdir þú lögin á nýju plötunni eða gerið þið það öll? „Við sömdum hana öll saman. Fórum þessa eðlilegu hljómsveitarleið. Hist í æfingarhúsnæðinu og samið. Vor- um búin að spila megnið af plötunni á tónleikum áður en við tókum hana upp. Er ekkert erfitt að semja þegar þið eruð svona mörg? „Nei! Það gengur bara rosalega vel. Það tók stuttan tíma og til dæmis sömdum við eitt lag kvöldið áður en við fór- um í stúdíóið. Og það eiginlega besta lagið á plötunni, finnst mér.“ Og hvaða lag er það? „Æi þarna Wolf Boy.“ Hlustaði mikið á Bruce Springsteen Hvaðan færð þú þinn innblástur? „Ég reyni að hlusta mikið á tónlist, það nýjasta og heit- asta. Það er svo létt með þessum bloggum að hlusta á það nýjasta sem unga fólkið er að hlusta á. En svo eru svona klassíkerar, eins og ég er mikill Tom Waits-maður og dusta rykið reglulega af honum. En fyrir þessa plötu hlustaði ég mikið á Bruce Springsteen og eitthvað.“ „Ég tek mér vinnulega séð, Waits til fyrirmyndar. Hann er svo ekki-hreinn, ekkert dauðhreinsaðar upptökur, hann er ekkert að spá í neitt nema að gera góða Tónlist, húðflúr og takkaskór Hvað eiga tónlist, Svíþjóð, knattspyrna, pizzur og húðflúr sameiginlegt? Jú þetta eru allt hlutir sem Sindri Már Sigfússon hefur brennandi áhuga á! Mikil vinna fór í gerð annarrar plötu Seabear, We Built a Fire, og eyddu hljómsveitarmeðlimir löngum stundum í Sundlaugarhljóðverinu fræga ásamt Birgi Birgissyni upptökustjóra. Það þarf pláss fyrir sjö manna hljómsveit eins og sést á mynd frá tónleikum Seabear í Heidelberg í Þýskalandi. Sindri stillir sér upp í myndatöku við opnun myndlist- arsýningar hans í Crymo gallerí fyrr í vetur Beðið eftir að fara í viðtal hjá austurrískri útvarpstöð fyrir tónleika í Vínarborg. Tónlist Texti og myndir: Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.