SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 52
52 4. apríl 2010 K unningi minn, blaðamaður, henti bókum um daginn. „Ég henti heilu kössunum af bók- um,“ sagði hann, fullur af karlmannlegu stolti hins stritandi manns. Hann hafði líka ríka ástæðu til að vera ánægður með sig. Þessi tiltekt hans er sennilega eina líkamlega vinnan sem hann hefur unnið mánuðum saman. Hann er maður sem vill helst sitja og hugsa allan daginn og telur sig þannig vera að gera samfélaginu gríðarlegt gagn. Þar sem maður á aldrei að skamma fólk fyrir að gera það sem maður gerir sjálfur þá atyrti ég hann ekki. Sjálf hef ég hent ógrynni bóka og hef aldrei skammast mín fyrir það, nema rétt í byrjun. Ég læknaðist snarlega af skömmustutilfinningunni þeg- ar eitt allra besta atómskáld þjóð- arinnar, lærður og vitur maður, sagði mér einn daginn í óspurð- um fréttum að hann hefði eytt morgninum í að fara yfir bóka- skápana sína og hent nokkrum bókum. „Þar sem höfuðskáld skammast sín ekki fyrir að henda bókum þá skammast ég mín ekki held- ur,“ hugsaði ég. Síðan hef ég án samviskubits hent bókum sem mér hafa ekki líkað. „Þú ert ekki að mínum smekk, ég vona að við hittumst aldrei aftur,“ segi ég kaldranalega í huganum þegar ég fleygi bók í ruslafötuna. Sumum, reyndar ansi mörgum, finnst hin mesta synd að henda bókum. Þetta er sumpart fallegt viðhorf því bækur geyma mikinn vísdóm. En samt ekki allar bækur. Í huga manns eru sumar bækur drasl. Þær segja manni ekkert, skemmta manni ekki, eru eiginlega bara til leiðinda og manni finnst tímaeyðsla að lesa þær. Hin kaldrifj- aða staðreynd er að maður þarf alls ekki á öllum bókum að halda. Alveg eins og mað- ur þarf ekki á öllum manneskjum að halda. Þess vegna reynir maður að safna ein- göngu í kringum sig því sem maður telur best. Stundum skjátlast manni í matinu og manneskja eða bók sem maður taldi mikils virði reynist með tímanum einskis virði. Þá segir maður skilið við viðkomandi, án nokkur saknaðar, en ásakar sig samt fyrir að hafa haft lélegan smekk. Auðvitað á manni að þykja vænt um bækur en manni þarf ekki að þykja vænt um allar bækur. Maður hefur enga skyldu við bækur sem manni líkar ekki. Þær koma manni hreint ekkert við. Maður þarf þær ekki í bókaskápinn. Eru bækur drasl? Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Í huga manns eru sum- ar bækur drasl. Þær segja manni ekkert, skemmta manni ekki, eru eiginlega bara til leið- inda og manni finnst tíma- eyðsla að lesa þær. Á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times situr nú sem fastast bók eftir rithöfundinn Danielle Trus- soni sem ber heitið Angelology og fjallar, eins og heiti hennar ber með sér, um engla. Fyrsta bók Trussoni, Falling Thro- ugh the Earth, fékk fína dóma og var meðal annars valin ein af tíu bestu bókum ársins 2006 af New York Times. Í þeirri bók segir hún frá uppvexti sín- um í La Crosse í Wisconsin-fylki sem var ævintýralegur um margt og þá ekki síst fyrir það hve mikill gallagripur faðir hennar var. Hann var svokölluð „gangarotta“ í Víetnam-stríðinu, en svo voru þeir kallaðir sem höfðu það hlutverk að skríða ofan í jarð- gangakerfi skæruliða Víet kong, krækja framhjá gildrum og glíma við vopnaða vígamenn í myrkrinu. Þegar hann svo sneri heim úr stríðinu var hann svo illa farinn á sál og líkama að hann var rót- laus drykkjubolti upp frá því. Englar og menn Fyrst voru það bækur um galdra og galdra- stráka og -stelpur, þá komu bækur um vamp- írur og nú virðist röðin komin að englum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nikolai Grozni Danielle Trussoni hefur snúið sér að því að skrifa metsölubækur um engla. Lesbók Breski hönnuðurinn og ljóðskáldið Willi- am Morris ferðaðist um Ísland árin 1871 og 1873 og hélt merkar dagbækur um ferðalögin. Dagbækur úr Íslandsferðum komu út hjá Máli og menningu árið 1975 og gefa upplýsandi og persónulega mynd af upplifunum Morris af landi og þjóð. Ferðalög Morris til Íslands og skrifin í dagbókunum er efniviður tónskáldsins Ian McQueen í tónverkinu Earthly Para- dise sem verður frumflutt af kór og sin- fóníuhljómsveit breska ríkisútvarpsins, BBC, undir stjórn Sir Andrew Davis í Bar- bican-listamiðstöðinni 10. þessa mán- aðar. Morris hélt aldrei jafn ítarlegar dag- bækur og í Íslandsferðunum, en þar tjáir hann sig iðulega um þau djúpu áhrif sem íslensk náttúra hafði á hann. Hann orti einnig tilfinningaþrungin ljóð út frá upp- lifunum sínum hér og um persónur Ís- lendingasagnanna. Morris þýddi nokkrar sagnanna ásamt Eiríki Magnússyni bóka- verði, sem ferðaðist með honum hér í fyrri ferðinni. Morris taldi fegurðina einn mikilvægasta þátt lífsfyllingarinnar, og það var fegurðin sem dró tónskáldið McQueen að verkum hans til að byrja með. Í samtali við blaðamann The Gu- ardian segir hann ljóðskáldið, hönnuðinn og sósíalistann Morris hafa haft ómæld áhrif á hugmyndir okkar samtímamanna um hvað skipti máli varðandi sanna lífs- fyllingu. efi@mbl.is Áhrifamiklar dagbækur William Morris í vaðmálsfötum eins og þeim sem hann klæddist á Íslandsferðum. Kvöldið allt var sárt og svart svívirt mörgum sinnum, hörund þvalt og vitund vart vökul. Salt á kinnum. Blóðið rann, brjóstið hneig, bað hann guð sinn vera. Þjáning kann með þyrnisveig þar með sann að bera. Hneig til viðar, varð allt svart, var til friðar svarinn, þá til griðar gafst svo margt, guðs til niðar farinn. Grátin móðir morgun þá, moldarslóðir rekur. Sólar glóðir grafar hjá, grónar þjóðir vekur. Gerist undur gröfin er grafin sundur, opin, ber. Úr bókinni Lopaljóð í sauðalitum er kom út á liðnu ári. Höfundur er ljóðskáld og kennari. Unnur Sólrún Bragadóttir Agnus Dei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.