SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 22
S taðan í þessum málaflokki er mjög slæm og hef- ur ekki verið svona slæm frá upphafi, held ég megi segja. Boðunarlistinn rennir stoðum undir það. Við erum með um 130 afplánunarpláss í landinu og núna bíða tæplega 350 manns eftir afplánun. Það eru ríflega 200 fleiri en fyrir tveimur og hálfu ári,“ segir Páll Egill Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar spurður um stöðuna í fangelsismálum ríkisins. „Refsingarnar sem við fáum til fullnustu hafa líka ver- ið að lengjast, farið úr 140 árum upp í 330 ár á einum áratug. Á þessum tíma hefur fangarýmum aðeins fjölgað um átta,“ heldur hann áfram. „Fyrir rúmum tveimur árum byrjuðum við að tvísetja í klefa þar sem því verður við komið, þ.e. í Hegningarhúsinu, Akureyrarfangels- inu, Kópavogsfangelsinu og á Litla-Hrauni. Það þýðir að nýtingin er vel yfir 100% en út frá öryggissjónarmiðum er talað um að 90% nýting sé hámarkið. Þetta hefur gengið glettilega vel – sem ég þakka fyrst og fremst góðu starfsfólki og góðri samvinnu – en það er alveg ljóst að svona ástand getur maður ekki boðið starfsfólki upp á til lengdar. Starfsfólk í öllum fangelsunum hefur með réttu gert athugasemdir við álagið.“ Þetta ástand hlýtur líka að hafa áhrif á fangana. „Það er alveg ljóst að spennustigið eykst meðal fanga eftir því sem fangelsin verða fyllri og þrengslin meiri. Við höfum takmörkuð úrræði til að skilja að hópa enda vantar fleiri deildir í fangelsi landsins til aðskilnaðar. Við þetta má bæta að fjöldinn allur af fólki er á reynslulausn og í samfélagsþjónustu. Sérfræðingarnir sem sinna öll- um þessum hópi eru fjórir, tveir sálfræðingar og tveir félagsráðgjafar.“ Getum við leyft okkur að nota orðið „ófremdar- ástand“ í þessu sambandi? „Já, við getum leyft okkur það. Þetta er ekkert annað. Lausn þessara mála þolir enga bið.“ Hvað er til ráða? „Dómsmálaráðuneytið fól okkur fyrir nokkru að gera grein fyrir stöðunni og koma með hugmyndir að lausn- um. Þær höfum við lagt fram, bæði bráðabirgðalausn sem er opnun fangelsins á Bitru nú í apríl, sem bjargar okkur tímabundið, og varanlega lausn sem felur í sér byggingar fangelsa. Þar er einna helst tvennt sem þarf að gera. Annars vegar að byggja gæsluvarðhalds- og mót- tökufangelsi í Reykjavík og hins vegar að bæta aðstöðu starfsmanna á Litla-Hrauni áður en farið verður að byggja við það fangelsi líka.“ Páll fagnar samþykkt ríkisstjórnarinnar í vikunni um að auglýsa byggingu nýs öryggisfangelsis, fáist fjár- magn, svo sem fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu. „Við höfum skynjað mikinn skilning hjá Rögnu Árna- dóttur dómsmálaráðherra og finnum að hún hefur áhuga á því að ná árangri í þessum málum. Satt best að segja höfum við ekki skynjað að okkar málaflokkur sé eins framarlega í forgangsröðinni og nú.“ Er það að þínu mati kostur í þessu tilliti að Ragna kemur úr embættismannakerfinu en er ekki kjörinn fulltrúi? „Tvímælalaust. Áður en Ragna varð ráðherra þekkti hún málaflokkinn mjög vel og vissi hver þróunin hefur verið. Hún býr að því. Það er augljós kostur.“ Fæst fangelsin sem hér eru starfrækt hafa verið byggð sem fangelsi. Yrði þetta nýja fangelsi til þess fallið að auka öryggi fanga og fangavarða? „Tvímælalaust. Það er alveg skýrt í mínum huga að ekki verður undan því komist að hér rísi fangelsi þar sem hægt er að tryggja öryggi fangavarða og fanga og ráðstafanir gerðar til að aðskilja hópa hættulegra manna, hvort sem það eru erlend glæpagengi eða ís- lenskir glæpamenn. Nýtt og öruggara fangelsi myndi líka þýða að auðveld- ara yrði að stemma stigu við því að fíkniefni berist inn.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem út kom í vik- unni, er tekið undir margt af því sem þú hefur komið inn á. Þú hlýtur að fagna þeirri skýrslu? „Það er afar mikilvægt að sjálfstæður fagaðili eins og Ríkisendurskoðun sem jafnframt er ráðgefandi fyrir Al- þingi, skuli í stærstum atriðum taka undir okkar sjón- armið. Það er ómetanlegt.“ Biðin eftir afplánun lengist jafnt og þétt. Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir menn sem bíða eftir því að taka út sína refsingu? „Tvímælalaust. Við vitum af mönnum sem hafa fengið dóm fyrir nokkrum árum en bætt sitt ráð í millitíðinni, farið í nám og myndað fjölskyldur og eignast börn. Síðan eru þeir kallaðir í afplánun. Þetta gerist ítrekað. Því miður er lítið við þessu að segja en auðvitað hefur maður samúð með þessum mönnum. Á móti kemur að við verðum að raða mönnum niður eftir því hversu hættu- Úrbætur þola enga bið Páll Egill Winkel við klefa í Hegningarhúsinu. 22 4. apríl 2010 Eldunaraðstaða fanga í Húsi 3 á Litla-Hrauni. Einangrunarklefi á Litla-Hrauni. Þarna geta gæsluvarðhaldsfangar þurft að dveljast vikum saman. Húsi 6. Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellu- steypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjala- öskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Svo skemmti- lega vill til að skjalaöskjuframleiðslan er fyrst og fremst fyrir Hæstarétt, en honum ber samkvæmt lögum skylda til að varðveita málsgögn í pappírsformi. Fangar eru með öðrum orðum að útbúa öskjur undir eigin málskjöl. Rólegt er á vinnusvæðinu enda komið hádegi og menn farnir í mat. Við hittum þó mann sem hefur sérhæft sig í gerð skartgripa. Hann sýnir okkur öskju með háls- menum, allt hina haganlegustu smíð, alltént frá sjón- arhóli leikmanns. Margrét hefur lagt áherslu á nýsköpun í sinni tíð og mun það hafa mælst vel fyrir meðal fanga. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skóla- haldi fanga, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum. Um sextíu fangar hófu nám á þessari önn en alltaf er eitthvað um afföll. Um síðustu áramót lauk einn fanganna stúdentsprófi og hyggur hann á framhaldsnám. Útivera og tómstundir skipta einnig sköpum í fásinn- inu á Litla-Hrauni. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tóm- stundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Útivistartímar eru alla daga á hinum ýmsu tímum. Áður en lengra er haldið býður Margrét okkur til hádegisverðar í matsal starfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.