SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 37
4. apríl 2010 37 F yrstu merki vorsins eru komin til Prag eftir gríðarlega langan og harðan vetur. Hann kom víst óvenjusnemma, í lok október, og er ekki að fara fyrr en núna. Það verður bjartara yfir öllum í borginni, eins og sólin dragi fram brosið í andliti fólks. Sem á mun betur við hinar fallegu byggingar Pragborgar. Pragbúar hafa sloppið gríðarlega vel út úr þeim hörmungum sem dunið hafa yfir Evrópubúa síðastliðin tvö hundruð ár. Á meðan Varsjá var lögð í eyði í seinni heimsstyrjöldinni, nánast hvert einasta hús borgarinnar var jafnað við jörðu, þá sprakk eitt hús í Prag. Það sem meira er að það voru Tékkarnir sjálfir sem sprengdu það. Til að minna á að Tékkar lögðu sitt af mörkum til stríðsins hefur þetta hús ekki verið endurbyggt. En fyrir vikið er borgin fallegt kraðak ýmissa strauma og stefna í byggingarlist. Prag var byggð af Tékkum, Þjóðverjum og gyðingum á fimmtán hundrað árum. Mikinn hluta þess tíma var borgin nokkurs konar höfuðborg Mið- og Norður-Evrópu. Nokkrum sinnum urðu kóngarnir í Prag að keisurum hins heilaga rómverska veldis eða nokkurs konar yfirkóngar evrópskra kónga. Því lá straumurinn af lista- og vísindamönnum til Prag. Bestu þálifandi arkitektar fengu að spreyta sig. Hér eru einhver fallegustu dæmi bygging- arlistarinnar um barokkstílinn, endurreisnina og jafnvel kúbismann, allt í sömu götunni. Enda koma fjórar til fimm milljónir túrista til borgarinnar á ári hverju. Þótt maður vildi óska þess að það væri aðeins vegna arkitektúrsins eru uppi kenningar um að til dæmis stöðugt flóð breskra bjórdrykkjumanna yfir stræti og torg borgarinnar á sumrin hafi meira með ágæti tékknesks bjórs að gera. Núna í byrjun vors eru síðustu stundirnar þar sem Tékkar eru í meiri- hluta í miðbænum því þegar sumarið kemur eru þeir vandfundnir innan um herdeildir af fullum túristum. Á slíkum stundum kemur stundum upp til- hlökkun til vetrarins því þá endurheimta Tékkar miðborgina sína. Börkur Gunnarsson Börkur Gunnarsson ’ Pragbú- ar hafa sloppið gríðarlega vel út úr þeim hörmungum sem dunið hafa yfir Evr- ópubúa síð- astliðin tvö hundruð ár. rammri taug í Afríku enda er margt í menningu álfunnar bundið heiðnum siðum.“ Að dómi Jakobs er staða kvenna í Pókot áhyggjuefni. „Konur eru mikill grundvöllur alls efnahags í héraðinu. Auðsæld karla markast af því hversu margar konur þeir eiga. Hver kona stendur fyrir einu búi. Þær sjá um mest- alla ræktun og uppskeru, matlagningu og klæða- og húsagerð. Karlarnir sjá hins vegar um skepnuhaldið, veiða og verja búsmalann og búið fyrir þjófnaði. Þar sér stundum glitta í Kalashnikov-riffil í rjóðrinu.“ Dag einn var Jakob að kenna úti í sólskininu og veitti athygli konu sem var að gefa barni brjóst. Hún var nefni- lega örum sett um kviðinn. Hann var eins og færsluyfirlit úr banka eða Excel-skjal. „Ég hafði séð ýmis merki á lík- ömum kvenna en ekki þetta. Það mun vera gert vísvit- andi til að ófríkka þær. Fyrir mér var þetta táknrænt færsluskjal yfir misgjörðir gagnvart þessari konu og öðr- um allt frá bernsku hennar. Lengi hefur þurft að berjast gegn þrælkun og almennri misnotkun á kvenfólki og varnarleysi þeirra gagnvart öllu og öllum er algjört. Ekk- ert má gefa eftir í þeirri baráttu.“ Jakob sér Pókotkonur iðulega bera mikla byrði af eldi- við, sem hann hefði ekki viljað bera sjálfur. „Og er ég þó vel að manni.“ Mæðurnar verja sig tilfinningalega Hefð er fyrir því að mæður í Pókot bindi ekki ást við lítil börn – af ótta við að þau komist ekki á legg. Barnadauði er mikill á þessum slóðum. „Mæðurnar hafa tilhneigingu til að verja sig tilfinningalega en á móti kemur að allir í fjölskyldunni láta sér annt um börnin sem þau væru þeirra eigin.“ Jakob notar oft dæmi úr bernsku sinni til að hvetja fólk í Pókot. Íslendingar hafi brotist úr örbirgð til velmegunar á þremur kynslóðum og það geti Keníumenn líka. „Ég hvet þá til að koma börnum sínum til mennta, bæði drengjum og stúlkum. Almennt séð eru þeir opnir fyrir þessu en það er hægara sagt en gert fyrir fólk sem sér aldrei neinn pening – og þá meina ég aldrei neinn pening – að kosta börn sín til náms. Selja þarf tvo kálfa á ári til að kosta ungling í gegnum nám. Það er mörgum um megn.“ Íslenska kristniboðssambandið hefur reynt að leggja sitt af mörkum og Jakob vinnur nú í því að koma á safn- aðatengslum milli Íslands og Pókot. Ekki þarf mikið til en vöfflusala eftir messu hér heima fyrir skömmu tvöfaldaði árstekjur safnaðar eins í Pókot. Jakob segir Pókotmenn geta kennt okkur sitt af hverju tagi í staðinn, svo sem hvað lífið er dýrmætt og viðkvæmt og að við megum vera þakklát fyrir það sem við njótum hér heima. Þrátt fyrir allt Prestunum í Pókot fjölgaði um 200% í fyrra. Lopeta biskup fyrir miðju og Lokipuna dómkirkjuprestur honum við hlið. ’ Í þeirra huga er dauðinn aldrei lausn, aðeins hryllingur. Flökt anda í dimmu og myrkri. Pókot manjatta, inni í hefðbundnum bústað hirðingjanna. Póstkort frá Prag Draumaferð um Kína þar sem allt það sem landið er frægast fyrir verður skoðað á tveimur vikum. Hér má nefna Terrakotta herinn, einn merkilegasta fornleifafund veraldar, en herinn fannst fyrir tilviljun árið 1974 og eru engar af hinum 7.000 styttum eins. Farið verður í siglingu á skemmtiferðaskipi um Yangtze fljót sem er þekkt fyrir gljúfrin þrjú og farið í gegnum skipastiga hjá Yangtze stíflu sem er stærsta byggingaframkvæmd af þessu tagi í heimi. Helstu borgir Kína, Shanghai og Peking, sóttar heim, gengið um Torg hins himneska friðar og Forboðna borgin skoðuð. Kynnumst sveitum landsins, heimsækjum bóndabæ, förum á loftfimleikasýningu, ferð með Ricksha og snæðum pekingönd. Í lok ferðar er að sjálfsögðu gengið á hinum fræga Kínamúr og síðan farið í Sumarhöllina. Hér gefst tækifæri til að kynnast bæði hinu þjóðlega Kína en einnig þeim ótrúlega miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum. Sagan er heillandi og menningin ólík okkar, við kynnumst hefðum og smökkum á þjóðlegum réttum. Ítarleg ferðalýsing og allar nánari upplýsingar eru á www.baendaferdir.is ÆvintýraheimurKína 16. - 30. september Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör eh f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.