SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 53
4. apríl 2010 53
Þ
að sem ég sá og hvernig ég laug er
saga um sakleysið og hversu auð-
velt er að glata því. Það er hin
fimmtán ára Evie Spooner sem seg-
ir okkur söguna frá sínu sjónarhorni. Sagan
byrjar eftir stríðslok árið 1947. Evie er ennþá
stelpa, á mörkum þess að verða kona. Hún
býr í New York og kaupir súkkulaðisígarett-
ur með Margie vinkonu sinni sem hefur tekið
út þroska, Evie fyllir aftur á móti ekki út í
peysur. Hún sér ekki sólina fyrir móður sinni
sem er svo falleg að hún er algjör draumur í
dós og stjúpföður sínum, Joe Spooner, sem
sneri aftur heim eftir stríðið og hefur komið
vel undir sig fótunum.
Einn eftirmiðdaginn eftir undarlegt símtal
stingur Joe upp á að þau skreppi í skemmti-
ferð til Palm Beach á Flórída. Evie sér þetta
sem sannkallaða ævintýraferð en strax á
leiðinni til Flórída fer fyrsta glanshúðin af
ferðalaginu, kátínan verður að froðu. Lítið er
um ferðamenn á þessum heitasta tíma ársins
á Palm Beach og þó Spooner-fjölskyldan
komist í góð kynni við Grayson-hjónin
verður dvölin fljótt óspennandi: „Það er
stórskrítið hvernig maður getur skipt skapi
frá því að leiðast ekki til að vera að geispa
golunni úr leiðindum á ámóta löngum tíma
og það tekur að binda skóreimar.“ Þannig
var líf Evie á hótelinu á Palm Beach áður en
Peter kom til sögunnar og allt breytist á einu
kvöldi.
Peter Coleridge er fyrrverandi undirmaður
Joe úr hernum og saman eiga þeir sér sögu.
Evie verður ástfangin af Peter og lokar aug-
unum fyrir leyndinni sem umlykur hann.
Svo verður ein bátsferð til þess að Evie þarf
að hugsa líf sitt upp á nýtt, ástina á Pete og líf
foreldra sinna sem hún sér í nýju ljósi. Hún
sér hvernig lygarnar stjórna lífi hinna full-
orðnu, hvernig líf þeirra er ekki alltaf eins og
það virðist vera og Evie verður fullorðin á
hátt sem hún bjóst ekki við sjálf. Hún snýr
fullorðin heim frá Flórída en heitir sjálfri sér
því að falla aldrei aftur inn í lygaheim þeirra
fullorðnu. Barnalegt heit sem sýnir að hin
fimmtán ára Evie hefur kannski ekki alveg
tapað sakleysinu á Flórída.
Judy Blundell skapar mjög sannfærandi
hugarheim stúlku á kynþroskaskeiðinu, les-
andinn efast aldrei og verður sjálfur fimmtán
ára, á mörkum barns og fullorðins og tapar
síðan sakleysinu með Evie. Blundell fangar
svo vel þennan heim sem Spooner-
fjölskyldna býr í að það er hægt að finna
lyktina af mollunni í Flórída, það er hægt að
finna spennuna sem liggur í loftinu og sorg
Evie þegar sannleikurinn kemur í ljós.
Það sem ég sá og hvernig ég laug er auð-
lesin, viðburðarík og ógleymanleg. Hún gef-
ur góða mynd af lífinu eftir stríð og hvernig
fólk varð að fóta sig til að komast af. Þetta er
virkilega góð saga um líf fimmtán ára stúlku
sem vill þroskast en neyðist svo til þess allt of
hratt gegn eigin vilja.
Sakleysi og lygar
Bækur
Það sem ég sá og
hvernig ég laug
bbbbn
Skáldsaga
Eftir Judy Blundell. Forlagið
gefur út, Magnea J. Matt-
híasdóttir þýddi.
Ingveldur Geirsdóttir
Eymundsson
1. The Human Body + DVD -
Dorling Kindersley
2. 8th Confession - James
Patterson
3. The Return Journey - Maeve
Binchy
4. The Complaints - Ian Rankin
5. Insight Pocket World Atlas -
Insight Atlas
6. Gone Tomorrow - Lee Childs
7. 501 Must-See Movies - Bo-
unty Books
8. Twenties Girl - Sophie Kin-
sella
9. The Devil’s Punchbowl - Greg
Iles
10. Red Bones - Ann Cleeves
New York Times
1. The Help - Kathryn Stockett
2. House Rules - Jodi Picoult
3. The Silent Sea - Clive Cussler
& Jack Du Brul
4. Think Twice - Lisa Scottoline
5. Abraham Lincoln: Vampire
Hunter - Seth Grahame-Smith
6. Angelology - Danielle Trussoni
7. Big Girl - Danielle Steel
8. Worst Case - James Patterson
& Michael Ledwidge
9. Split Image - Robert B. Parker
10. The Girl Who Chased The
Moon - Sarah Addison Allen
Waterstone’s
1. The Girl with the Dragon
Tattoo - Stieg Larsson
2. Eclipse - Stephenie Meyer
3. Twilight - Stephenie Meyer
4. Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
5. New Moon - Stephenie Meyer
6. The Girl Who Played with Fire -
Stieg Larsson
7. The Lost Symbol - Dan Brown
8. The Girl Who Kicked the
Hornets’ Nest - Stieg Larsson
9. Driven to Distraction - Jeremy
Clarkson
10. Wolf Hall - Hilary Mantel
Bóksölulisti
Slarkið og útstáelsið á föðurnum
gerði stúlkuna rótlausa og svo fór hún
varð hálfgerður flækingur líka og
vandræðabarn, lenti í klóm réttvís-
innar barn að aldri og oftar en einu
sinni. Henni tókst þó að ná áttum og
verða rithöfundur sem var draumur
hennar. Sjálfsævisöguleg frumraunin
kom henni á kortið, en engan gat
grunað hvað væri í vændum – að
stúlkan myndi snúa sér að því að
skrifa metsölubækur um engla.
Ekki barnabók
Nú heldur kannski einhver að Angeo-
logy sé barna- eða unglingabók,
áþekkt bókaröðinni um Harry Potter,
sem er ætluð börnum, eða vamp-
írubókum Stephenie Meyer, sem eru
ætlaðar unglingum, en reyndin er að
hún er skrifuð fyrir fullorðna. Þannig
er í henni sitthvað sem börn ættu ekki
að lesa, bæði vegna þess að þau
myndu ekki skilja það sem fram fer,
en einnig vegna þess að í henni er
harkalegt ofbeldi og yfirnáttúrleg ógn.
Það má því velta því fyrir sér hvort
lesendur Trussonis, sem skipta tug-
þúsundum, hafi komist á bragðið hjá
Rowling eða Meyer og vilji nú fá eitt-
hvað safaríkara til að sökkva tönn-
unum í.
Trussoni hefur lýst því svo að
kveikja að bókinni hafi verið það þeg-
ar hún hafi litið augum gjá mikla í
Rhodope-fjöllum í Búlgaríu sem kölluð
hefur verið Dyavolskoto garlo og snara
má sem Kok djöfulsins en þjóðsögur á
þeim slóðum herma að Orfeus hafi
haldið sem leið lá þar niður eftir Evri-
dísi. Næsti þráður var svo hnýttur
þegar hún var stödd í klaustri í leit að
innblæstri og rakst á bunka englabóka
og þá var þetta komið: Sagan segir frá
glímu sona guðs og manna, en í bók-
inni er rætt um hina föllnu engla,
nephilim. Samkvæmt fræðunum í An-
geology eru nephilim afkvæmi engla
og manna (svo í Biblíunni: „er synir
Guðs höfðu samfarir við dætur mann-
anna og þær fæddu þeim sonu. Það eru
kapparnir, sem í fyrndinni voru víð-
frægir.“). Föllnu englarnir sjálfir eru
hnepptir í fjötra í gjánni miklu og þar
er líka að finna hörpu Orfeusar sem
verður veigamikill þáttur í sögunni.
Nephilim eru aftur á móti undirrót alls
ills sem dunið hefur á mannkyni frá
orófi og höfuðglíman við þá.
Sem bókaunnandi á ég það til að safna
upp of mörgum bókum sem ég byrja á og
les í bland við aðrar. Þessi ósiður kemur
til af því í hve margar áttir hugurinn leit-
ar og dagamunur er á því hvort ég les
heimspeki eða róttæka pólitík, heims-
bókmenntir eða pönkrit, vísindaskáld-
skap eða ljóð.
Af róttækum skrifum lauk ég við um
daginn „The Coming Insurrection“ sem
hin frönsku „the invisible committee“
lentu í fangelsi fyrir, þar sem ríkis-
saksóknari taldi víst að fólk sem svona
gæti skrifað væri hryðjuverkamenn. Það
eru einmitt karakter uppreisnarmanns-
ins og hlutverk hans í sögunni sem landi
þeirra Camus veltir fyrir sér í „The Fasti-
dious Assassins“, en það rit færði kær-
astan mér eftir að hún heimsótti heima-
land sitt eitt sinn. Af samtímaanarkistum
lærði ég mikið af viðtalsbókinni
„Mythmakers & Lawbreakers - anarchist
writers on fiction“. Anarkistar leika
einnig stórt hlutverk í hrífandi skáldsögu
Thomas Pynchons, „Against the Day“.
Sú bók heillar mig og ég gríp í hana af og
til en hún er soddan doðrantur að mögu-
lega verð ég að hætta að vinna fyrir hana.
Annar doðrantur sem hefur í sér anark-
ismann og ég er að lesa með hléum er
„Gargantúi og Pantagrúll“ eftir Rabelais.
Fredy Perlman setti fram sína ljóðrænu
útgáfu af því hvernig siðmenning okkar,
sem byggð er á ofbeldi og misbeitingu
valds, myndaðist. Hann nefndi ritgerð
sína „Against His-story, Against Leviat-
han“. Allt frá barnæsku hef ég velt fyrir
mér hvernig þeir valdapíramídar mynd-
uðust sem í dag er tekið sem sjálfsögðum
hlut. Ritgerð Fredy Perlmans skýrir ým-
islegt lesi ég hana með tilliti til akadem-
ískrar sagnfræði og mannfræði. Sömu-
leiðis hefur útbreiðsla siðmenningar-
innar út yfir hinn náttúrulega heim lengi
verið mér áhyggjuefni. Því greip ég feg-
inshendi greinasafnið „Patterned gro-
und: Entanglements of nature and cult-
ure“ þar sem ég rakst á það í
bókaverslun, notað eintak að sjálfsögðu
en nær allar bækur mínar kaupi ég not-
aðar, í Kolaportinu, í bílskúrum ná-
granna eða á ferðalögum.
Til að kyrra hugann les ég Gyrði Elías-
son. Hans bækur hafa alltaf talað til mín.
Les núna ljóðabókina „Tvífundnaland“
og smásagnasafnið „Steintré“. Sömuleið-
is jarðbundin en um leið full af krafta-
verkum er bók Einars Más „Rimlar hug-
ans“. Pönkarinn finnur sig síðan í
ferðasögum Kate Lopresti „Constant Ri-
der Omnibus - Stories from the public
transportation front“.
LESARINN Sigurður Harðarson
hjúkrunarfræðingur
Pangúll grillaður í franskri útgáfu Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais.
Hugurinn leitar
í margar áttir
Chileski rithöfundurinn Roberto Bolaño sló rækilega í gegn eftir andlát sitt, en hann lést í
Barcelona 2003 eftir langvarandi veikindi. Lokaverk hans, 2666, kom út á þarsíðasta ári og
er með umtöluðustu bókum síðustu ára og í kjölfarið keppast menn við að gefa út allt það
sem tiltækt er.
Nú síðast kom út bókin Antwerp, sem hefur að geyma 56 stemningar eða skissur þar sem
sögumaðurinn Roberto Bolaño segir frá því sem ber fyrir augu í Barcelona á níunda ára-
tugnum. 2666 var það síðasta sem Bolaño skrifaði og hann sá fyrir sér að verkið kæmi út í
fimm hlutum og yrði einskonar lífeyrir fjölskyldu hans, enda vissi hann að hverju stefndi
vegna veikinda sinna. Svo fór þó að bókin kom út í tveimur bindum, en fyrir stuttu fundu
rannsakendur handrit að sjötta hluta hennar og verður það væntanlega gefið út á næsta ári.
Það fannst þó fleira í sömu leit því þar voru handrit að þremur óútgefnum skáldsögum
Bolaños til viðbótar.
Enn meiri Roberto Bolaño