SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 32
F ólk vatt sér að Hrólfi Sæmundssyni á götu í Aachen og spurði hreint út: Ert þú ekki Íslendingurinn? Þetta var eftir að hann söng hlutverk Papagenós í Töfraflautu Mozarts. Barítónsöngvarinn starfaði hér heima þar til síðastliðið haust að hann var fastráðinn til tveggja ára í Aachen og segist ekki hafa gert sér almennilega grein fyrir því áður en hann fór utan hvar hann stæði miðað við starfsbræður sína í Þýskalandi. Hann veit það núna! Hrólfur hefur nefnilega verið ausinn lofi í vetur; nú síðast var honum hrósað í há- stert fyrir frammistöðu í titilhlutverkinu í Évgéní Onegin, óperu Tjækovskís. Í að minnsta kosti einu blaði var hann sagður „hinn fullkomni Onegin“ og er auðvitað stoltur. „Mér hefur gengið betur en ég leyfði mér að dreyma um; bjóst ekkert endilega við að fá svona góð hlutverk strax, hvað þá jafn frábærar viötökur hjá áhorfendum og raun ber vitni eða svona góða dóma í fjölmiðlum,“ segir Hrólfur við Morgunblaðið. „Íslenskir söngvarar hafa mjög gott orð á sér hérna. Það er frábært fyrir unga söngvara eins og mig að vera í Þýska- landi,“ segir hann og undirstrikar hve stórkoslegt sé að starfa við það sem hann hafi menntað sig til. „Ég held ótrauður áfram og stefni enn hærra eftir að samningi mínum lýkur hér. Maður stefnir alltaf upp á við.“ Hann hefur tekið þátt í fjórum óperum í Aachen og verið í aðalhlutverki í þeim öllum. „Fjölskyldan er ljómandi sátt,“ segir hann en eiginkona Hrólfs, Ásgerður Júlíusdóttir, er við nám í Aachen og sonur þeirra, Kári Júlíus, er í leikskóla. Vert er að geta þess að Íslendingum gefst tækifæri til að hlýða á Hrólf á þriðjudagskvöldið. Hann heldur þá tónleika í Salnum ásamt hollenska píanóleikaranum og hljómsveit- arstjóranum Gerrit Schuil, undir yfirskriftina Gullnar aríur en þar flytja þeir nokkrar af fegurstu barítónaríum óp- erubókmenntanna, úr Töfraflautunni, Évgéní Onegin, Tannhäuser, Rakaranum í Sevilla, Faust og Carmen. Hrólfur er 36 ára. „Það þykir ungt fyrir mína rödd; barí- tónar fara af stað af alvöru um 35 ára aldur og toppa ekki fyrr en um og eftir fimmtugt,“ segir Hrólfur og bætir við hlæj- andi: „Ég er rétt að byrja!“ Ég er rétt að byrja! Hrólfur fyrir utan hið fallega óperuhús í Aachen þar sem hann þykir hafa staðið sig afbragðsvel í vetur. Hrólfur þenur raddböndin á æfingu fyrir Falstaff, hina kunnu óperu Guiseppe Verdis. Hrólfur Sæmundsson er fastráðinn við óperuhúsið í Aachen í Þýska- landi og hefur slegið í gegn í vetur. Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggertj@simnet.is Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bak við tjöldin Hljóð! Hrólfur á leið inn á svið í Evgení Onegin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.