SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 49
Upplifun í hljóði – Tvöfaldir jazztónleikar í Óperunni Tónlistarkonurnar Marilyn Mazur og Sidsel Endresen stíga á stokk ásamt norrænum jazzistum á tvöföldum tón- leikum í tilefni 20 ára afmælis Jazzhá- tíðar Reykjavíkur og 40 ára afmælis Listahátíðar í Reykjavík. Marilyn Mazur hefur meðal annars leikið með Miles Davis og Wayne Shorter, en Sidsel Endresen hefur vakið athygli fyrir ný- stárlega spunatónlist. Með Marilyn leika Nils Petter Molvær á trompet og Eivind Aarset á gítar, en saxófónleikarinn Hå- kon Kornstad stígur á svið með Sidsel. Hvar: Íslenska óperan Hvenær: 14. maí Bedroom Community – The Whale Watching tour Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly, Ben Frost og Sam Amidon eru stofnendur útgáfufélagsins Bedroom Community. Undanfarið hafa þeir farið um Evrópu á tónleikaferð sem þeir kalla The Whale Watching Tour og lýkur með tónleikum á Listahátíð. Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: 16. maí Leif Ove Andsnes og Christian og Tanja Tetzlaff Norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes er heimskunnur og þýsku systkinin Christian Tetzlaff fiðluleikari og Tanja Tetzlaff sellóleikari hafa vakið mikla at- hygli undanfarið. Þau leggja saman í eitt í efnisskrá sem að hluta til er tileinkuð Robert Schumann, en í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Einnig munu þau flytja verk eftir Leoš Janácek og Antonín Dvorák. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 13. maí Óperuveisla Kristins Sigmundssonar Kristinn Sigmundsson heldur sína fyrstu tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands um langt árabil og syngur eft- irlætis óperuaríur sínar á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík ásamt Óp- erukórnum. Fluttar verða aríur, for- leikir og kórar, meðal annars úr Rak- aranum frá Sevilla, Fidelio, Don Carlo og Hollendingnum fljúgandi. Hljóm- sveitarstjóri er Petri Sakari og kórstjóri er Garðar Cortes. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 5. júní Rómeó og Júlía Verðlaunuð uppfærsla litháíska leik- stjórans Oskaras Koršunovas, sem stýrir Borgarleikhúsi Vilnius, á Rómeó og Júl- íu eftir William Shakespeare. Þessi upp- setning hefur ferðast um allan heim og hlotið fjölda verðlauna, en Koršunovas er talinn með fremstu leikstjórum Evr- ópu í dag. Þetta er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 14. og 15. maí Af ástum manns og hrærivélar Heimilistækjasirkus með Kristjáni Ingi- marssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Höfundar eru Kristján og Ólafía Hrönn og Ilmur Stefánsdóttir og Valur Frey Einarsson, sem jafnframt er leikstjóri. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleik- hússins, CommonNonsense og Listahá- tíðar í Reykjavík. Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: Frumsýning 20. maí Á mörkunum Ásgerður Júníusdóttir messósópran og Jónas Sen píanónleikari flytja sönglög eftir Björk Guðmundsdóttur, Gunnar Reyni Sveinsson og Magnús Blöndal Jó- hannsson í nýjum útsetningum og út- færslum. Útsetningarnar á lögum Bjarkar eru eftir Jónas. Hvar: Íslenska óperan og Skriðu- klaustur Hvenær: 26. maí og 30. maí Orquesta Checara Flamenca Arabísk-andalúsíska hljómsveitin Or- questa Checara Flamenca fléttar saman spænskum flamencodans og al-ala tón- list sem leikin var í Andalúsíu á tímum máraríkisins. Hvar: Íslenska óperan Hvenær: 30. maí ’ Listahátið 2010 er fjölþjóðleg líkt og oft vill verða og þannig koma listamenn víða að; frá Malí, Bandaríkjunum, Finnlandi, Spáni, Noregi, Skotlandi, Kanada, Danmörku, Litháen og víðar. Heimilistækjasirkus með Kristjáni Ingimarssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Malíska tónlistarparið Amadou & Mariam. Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran og Jónas Sen píanónleikari. 4. apríl 2010 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.