SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 49
Upplifun í hljóði – Tvöfaldir
jazztónleikar í Óperunni
Tónlistarkonurnar Marilyn Mazur og
Sidsel Endresen stíga á stokk ásamt
norrænum jazzistum á tvöföldum tón-
leikum í tilefni 20 ára afmælis Jazzhá-
tíðar Reykjavíkur og 40 ára afmælis
Listahátíðar í Reykjavík. Marilyn Mazur
hefur meðal annars leikið með Miles
Davis og Wayne Shorter, en Sidsel
Endresen hefur vakið athygli fyrir ný-
stárlega spunatónlist. Með Marilyn leika
Nils Petter Molvær á trompet og Eivind
Aarset á gítar, en saxófónleikarinn Hå-
kon Kornstad stígur á svið með Sidsel.
Hvar: Íslenska óperan
Hvenær: 14. maí
Bedroom Community – The Whale
Watching tour
Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly, Ben
Frost og Sam Amidon eru stofnendur
útgáfufélagsins Bedroom Community.
Undanfarið hafa þeir farið um Evrópu á
tónleikaferð sem þeir kalla The Whale
Watching Tour og lýkur með tónleikum
á Listahátíð.
Hvar: Þjóðleikhúsið
Hvenær: 16. maí
Leif Ove Andsnes og
Christian og Tanja Tetzlaff
Norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes
er heimskunnur og þýsku systkinin
Christian Tetzlaff fiðluleikari og Tanja
Tetzlaff sellóleikari hafa vakið mikla at-
hygli undanfarið. Þau
leggja saman í eitt í efnisskrá sem að
hluta til er tileinkuð Robert Schumann,
en í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans.
Einnig munu þau flytja verk eftir Leoš
Janácek og Antonín Dvorák.
Hvar: Háskólabíó
Hvenær: 13. maí
Óperuveisla Kristins Sigmundssonar
Kristinn Sigmundsson heldur sína
fyrstu tónleika með Sinfóníuhljómsveit
Íslands um langt árabil og syngur eft-
irlætis óperuaríur sínar á lokatónleikum
Listahátíðar í Reykjavík ásamt Óp-
erukórnum. Fluttar verða aríur, for-
leikir og kórar, meðal annars úr Rak-
aranum frá Sevilla, Fidelio, Don Carlo
og Hollendingnum fljúgandi. Hljóm-
sveitarstjóri er Petri Sakari og kórstjóri
er Garðar Cortes.
Hvar: Háskólabíó
Hvenær: 5. júní
Rómeó og Júlía
Verðlaunuð uppfærsla litháíska leik-
stjórans Oskaras Koršunovas, sem stýrir
Borgarleikhúsi Vilnius, á Rómeó og Júl-
íu eftir William Shakespeare. Þessi upp-
setning hefur ferðast um allan heim og
hlotið fjölda verðlauna, en Koršunovas
er talinn með fremstu leikstjórum Evr-
ópu í dag. Þetta er samstarfsverkefni
Borgarleikhússins og Listahátíðar í
Reykjavík.
Hvar: Borgarleikhúsið
Hvenær: 14. og 15. maí
Af ástum manns og hrærivélar
Heimilistækjasirkus með Kristjáni Ingi-
marssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur.
Höfundar eru Kristján og Ólafía Hrönn
og Ilmur Stefánsdóttir og Valur Frey
Einarsson, sem jafnframt er leikstjóri.
Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleik-
hússins, CommonNonsense og Listahá-
tíðar í Reykjavík.
Hvar: Þjóðleikhúsið
Hvenær: Frumsýning 20. maí
Á mörkunum
Ásgerður Júníusdóttir messósópran og
Jónas Sen píanónleikari flytja sönglög
eftir Björk Guðmundsdóttur, Gunnar
Reyni Sveinsson og Magnús Blöndal Jó-
hannsson í nýjum útsetningum og út-
færslum. Útsetningarnar á lögum
Bjarkar eru eftir Jónas.
Hvar: Íslenska óperan og Skriðu-
klaustur
Hvenær: 26. maí og 30. maí
Orquesta Checara Flamenca
Arabísk-andalúsíska hljómsveitin Or-
questa Checara Flamenca fléttar saman
spænskum flamencodans og al-ala tón-
list sem leikin var í Andalúsíu á tímum
máraríkisins.
Hvar: Íslenska óperan
Hvenær: 30. maí
’
Listahátið 2010 er fjölþjóðleg
líkt og oft vill verða og þannig
koma listamenn víða að;
frá Malí, Bandaríkjunum, Finnlandi,
Spáni, Noregi, Skotlandi, Kanada,
Danmörku, Litháen og víðar.
Heimilistækjasirkus með Kristjáni Ingimarssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur.
Malíska tónlistarparið Amadou & Mariam.
Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran og Jónas Sen píanónleikari.
4. apríl 2010 49