SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Side 25

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Side 25
13. júní 2010 25 Sjómenn á Siglufirði Jón Sigurðsson (1888-1959) lauk námi hjá Hallgrími Einarssyni árið 1915 og vann hjá meistara sínum til 1919. Þá opnaði hann eigin ljósmyndastofu á annari hæð í Strandgötu 1 á Akureyri, sem hann innréttaði fyrir slíka starfsemi. Þar rak hann stofu, um tíma með Vig- fúsi Sigurgeirssyni, en lengst af í samstarfi við Vigfús Friðriksson (1927-19??). Ljósmyndastofan Jón& Vigfús var starfrækt til 1952. Þegar reksturinn var umfangs- mestur störfuðu fimm ljósmyndarar hjá fyrirtækinu og sjö aðstoðarstúlkur. Einnig var rekið útibú á Siglufirði 1934-1944. Stofan hafði umsjón með myndatökum í mörgum skólum og farnar voru ljósmyndaferðir í þá árlega. Einnig var farið til Færeyja fyrir 1930 og á vertíð í Vestmannaeyjum 1927. Bestu ljósmyndir úr safni Jóns &Vigfúsar, að sögn Harðar Geirssonar, eru útimyndir frá Akureyri og Siglufirði sem gefa einstaka innsýn í samtíma ljósmyndarans. Á sýningunni í Minjasafninu á Akureyri er m.a. mynd af drekkhlöðnum síldarbátum á Siglufirði og myndin að ofan, af sjómönnum þar í bæ. Jón Júlíus Árnason/Minjasafnið á Akureyri Augnablikið gert eilíft Ein þekktasta ljósmynd Tryggva Gunnarssonar (1835-1917), síðar al- þingismanns og bankastjóra, hefur stundum verið kölluð fyrsta augna- bliksmyndin. Myndefninu er ekki stillt upp eins og venjan var á þessum tíma heldur er augnablikið fangað á raunsæislegan hátt. Hörður Geirs- son segir myndina lengi hafa verið umdeilda en á henni situr Kristján Jónsson Fjallaskáld (1842-1869) upp við vegg með vínflösku í annarri hendi og bikar í hinni. Myndin er líklega tekin um 1867 í túnfætinum í Vallanesi á Fljótdalshéraði en Kristján lést tveim árum seinna, einungis 27 ára. Kristján þótti afburðagott ljóðskjáld á sínum tíma og ljóð hans voru lesin og lærð af Íslendingum nær og fjær. „Myndin fannst árið 1912 á Húsavík og birtist í Sunnanfara árið eftir. Birting hennar þótti umdeild þar sem sumum fannst hún skaða orðspor skáldsins á meðan öðrum fannst hún auka skilning sinn á þekktum ljóð- um hans, eins og Andvarpinu og Tárinu“ segir Hörður. Tryggvi Gunnarsson/Þjóðminjasafn Íslands Vegið úr launsátri! Myndir Jóns Júlíusar Árnasonar (1863-1927) af Grími Bjarnasyni hringjara í Dunhagakoti í Hörgárdal eru líklega þær elstu sem teknar eru hér á landi án samþykkis. Grímur var sagður ráðvandur maður en nokkuð einkennilegur í háttum og hugsun. Jón mun hafa reynt að fá að mynda Grím en ekki fengið og á að hafa brugiðið á það ráð að gefa honum graut og ljós- myndað hann í tvígang á Laugalandi þar sem hann sat og mataðist og prjónaði. Myndirnar mun Jón Júlíus hafa tekið í gegnum gat á dyrunum sem hann boraði í þessum tilgangi. Jón Júlíus stundaði nám í trésmíðum, úrsmíði og fleiru í Kaupmannahöfn veturinn 1878- 1879 og er hugsanlegt að hann hafi um leið fengið tilsögn í ljósmyndun. Jón Júlíus tók ljósmyndir frá 1879-1899 meðfram bústörfum á Laugalandi í Hörgárdal og síðar á Þórshöfn á Langanesi og Húsavík. Algengt var að Svarfdælingar færu að Laugalandi í myndatökur enda styttra en til Akureyrar og Jón góður ljósmyndari. Sjálfur ferðaðist Jón víða um Norðurland og tók ljósmyndir. Hann tók myndina til vinstri, af Stuttu Siggu sem svo var kölluð, Sigríði Benediktsdóttur á Akureyri, þar sem hún stendur við stólinn. Jón Júlíus Árnason/Minjasafnið á Akureyri Afmælishátíð KEA 1937 Eðvarð Sigurgeirsson (1907-1999) hóf störf á ljósmyndastofu eldri bróður síns, Vigfúsar, árið 1926 og starfaði þar óslitið til ársins 1936 er hann keypti stofuna og rak í eigin nafni. Eðvarð kom til vinnu á ljósmyndastofu Vig- fúsar á miklum uppgangstímum og tók á vissan hátt þátt í merkilegu frumkvöðlastarfi ljósmyndunar á Íslandi, en auk þess var Eðvarð einn helsti brautryðjandi kvikmyndagerðar á landinu. Ljósmyndastofan sinnti hvers kyns ljósmyndavinnu auk mynda af íþrótta- og menningarviðburðum, en Eðvarð tók áratugum saman myndir af öllum leiksýningum Leikfélags Akureyrar. Landslagsmyndagerð ljósmyndastofunnar þótti sérstaklega glæsi- leg. Voru alla jafna fjórir starfsmenn við framleiðslu handlitaðra landslagsmynda, en sú framleiðsla var býsna umfangsmikil. Á árunum 1942-1955 voru framleiddar um 3.500 myndir, sem er víða að finna í stásstofum heim- ila enn í dag. Meðfylgjandi mynd er frá afmælishátíð KEA að Hrafnagili árið 1937. Eðvarð Sigurgeirsson/Minjasafnið á Akureyri Ljósmyndastofnan Jón & Vigfús/Minjasafnið á Akureyri ’ Fundarmenn létu margir Photographera sig, skrifaði Sveinn Þórarinsson (faðir Nonna) í dagbók sína 16. júlí 1858. Þetta var á fjár- kláðafundi sem Pétur Hafsteen amtmaður hélt á Akureyri, og í fyrsta skipti sem ljósmynd var tekin í Eyjafirði að því að best er vitað.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.