SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 28

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 28
28 13. júní 2010 H ann stóð þarna hreyfingarlaus, álútur og dapur við eina bakaríið í litlu þorpi í Síberíu. Eigandi hestsins hafði skroppið inn í bakaríið að kaupa brauð, það var bara til ein tegund af brauði og hafði verið í mörg ár. Þegar eigandinn kom út úr bakaríinu horfði hann á mig og var ekkert sérstaklega hrifinn af því að ég væri að taka myndir af honum, eigandinn var aðeins við skál. Hann losaði hestinn, dröslaðist á bak og barði hann áfram. Það var ekki góð meðferð á hestinum, vel sást hvað honum leið illa. Kannski smitast framkoma fólks við annað fólk yfir í dýr, það er svo margt til sem maður veit ekki. Það töluðu ekki margir ensku í þorpinu en það var samt skiljanlegt þegar fólk lýsti raunum sínum frá hendi kvalaranna sem höfðu stjórnað í Síberíu á árum áður, áþján og kvöl í mörg ár. En tímarnir hafa breyst, kúgun minnkað og fólk er frjálsara. Þetta situr samt illa í sumum af eldri kynslóðinni því góðu árin hjá þeim eru farin og koma ekki aftur. Það er biturleiki í rödd gamals manns, samt skildi ég ekki orð af því sem hann sagði. Íslenski hesturinn er einhvern veginn glaðværari, alla- vega á myndinni, hlær og skemmtir sér. Við eigum líka fullt af bakaríum með mörgum tegundum af brauði og höf- um flest haft það þokkalegt miðað við flestar aðrar þjóðir. Við verðum að vona að þannig verði það áfram, svo ís- lenski hesturinn verði ekki eins og Síberíuhesturinn, álút- ur og dapur. Að ég tali nú ekki um fólkið í landinu, því verður að líða vel. Það getur enginn leyft sér að draga lappirnar í mörg ár við það að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað eftir hamfarirnar sem Íslensk heimili lentu í. Það getur verið of seint fyrir fjölskyldurnar í land- inu – lífið er núna. Lítil börn verða allt í einu stór og það gleymist stundum í áhyggjum dagsins að deila tíma með þeim meðan þau eru lítil. Áhyggjurnar sem fylgja því að reyna að ná endum saman geta smitast áfram til barnanna og komið fram síðar. Sumir hugsa á þennan veg: Hvers vegna að hafa eitthvað skemmtilegt í lífinu þegar hægt er að hafa það leiðinlegt! Þannig kom maðurinn fram við hestinn sinn í Síberíu, hann var ekki gamall en biturleikinn skein úr augum hans – biturleiki fortíðar. Annars hef ég ekki hundsvit á hestum. Menn eru alltaf að spyrja mig hvort ég sé hestamaður, ég taki svo mikið af hestamyndum. Mér þykja hestar bara fallegir og oftar en ekki eru þeir líf í landslaginu á ferð um landið. Ég veit heldur ekki mikið um hestamenn, nema að flestir þeirra eru litblindir, brúnn hestur er jarpur, hvítur hestur grár, svartur hestur brúnn o.s.frv. Þetta finnst mér skemmtilegt, það getur enginn gert að því þótt hann sé litblindur. En það er hægt að stjórna því hvernig komið er fram við aðra og hvernig þeim líður. Margar leiðir eru til að fá hest til að hlæja á mynd, ein er að gefa honum smásítrónuvatn á flipann, þá fettir hann sig og brettir í smástund. Á meðan tekur maður myndir og það lítur út eins og hlátur. Ég reyndi að láta hestinn í Síb- eríu hlæja, það gekk ekki. Ég held að hann hafi misskilið mig eitthvað. Hann sýndi allt önnur viðbrögð. Ég kitlaði greinilega ranga taug. Kitlaði ranga taug Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.