SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 35
13. júní 2010 35
A
llt sem ég hef heyrt
um Ísland frá nem-
endum mínum
bendir til þess að Ís-
lendingar hafi sönginn í bein-
unum. Það er eins og allir Ís-
lendingar hafi sungið í kórum
og foreldrar þeirra líka. Þess
vegna hef ég þessa ímynd af
Íslandi í hausnum,“ segir
bandaríska sópransöngkonan
Janet Williams sem verður ein
kennara og söngvara sem koma
fram á tónlistarhátíðinni Við
Djúpið á Ísafirði í lok mánaðar.
Williams mun halda mast-
erklassa, námskeið fyrir lengra
komna tónlistarnema, í söng
og jafnframt koma fram í tón-
leikasalnum Hömrum ásamt
píanóleikaranum Héctor Eliel
Márquez og klarinettleik-
aranum Björn Nyman. Tilvon-
andi nemendur hennar á Ísa-
firði í sumar verða þó ekki
fyrstu íslensku nemendurnir
hennar. „Hrund Ósk Árnadótt-
ir sem er hæfileikarík sópr-
ansöngkona, Einar Finnsson
tenór og Gunnar Jóhannsson,“
segir Williams og reynir að
stafa sig í gegnum torræð ís-
lensk nöfnin eftir bestu getu.
„Eiginmaður minn gerir alltaf
grín að mér út af þessum fjölda
íslenskra nemenda. Hann segir
að það geti enginn verið eftir á
Íslandi!“ segir Williams og
hlær.
Glæstur ferill
Williams hefur langt stund á
söng í yfir þrjátíu ár og er með
gráðu í söng frá Ríkisháskól-
anum í Michigan í Bandaríkj-
unum. Þá útskrifaðist hún með
meistarapróf frá Háskólanum í
Indiana. Hún hóf söngferilinn í
San Fransiskó en gekk síðar til
liðs við Ríkisóperuna í Berlín í
Þýskalandi þar sem hún hefur
sungið ófá burðarhlutverkin.
Þá hefur Williams hlotið lof
fyrir frammistöðu sína í mörg-
um þekktustu óperuhúsum
heims eins og Metrópólítan og
Parísaróperunni, auk auðvitað
Ríkisóperunnar í Berlín.
Williams hefur kennt mast-
erklassnámskeið beggja vegna
Atlantsála, í Lundúnum, París
og Berlín en einnig víðsvegar
um Bandaríkin. Núna kennir
hún við tón- og leiklistarskól-
ann í Rostock auk Lotte Leh-
mann-akademíunnar í Berlín
þar sem hún býr. Fyrir fjórum
árum stofnaði hún svo sinn
eigin skóla þar sem hún tekur
að sér unga og efnilega nem-
endur auk þess að hjálpa
reyndum söngvurum til að
þróa með sér nýja fram-
komutækni.
Hafði ekki heyrt um hátíðina
Williams hafði aldrei heyrt um
tónlistarhátíðina á Ísafirði áður
en hún var fengin til þess að
taka þátt. Hún segir áhugavert
hvernig það kom til að hún
tæki þátt í hátíðinni í ár. „Ís-
lensku nemendurnir mínir hér
í Berlín þekktu aðra íslenska
námsmenn í borginni og þeir
þekktu skipuleggjendurna.
Þannig var ég fenginn í þetta,“
segir Williams. Hefðbundinn
íslenskur klíkuskapur nær
greinilega langt út fyrir land-
steinana.
Williams hafði þó heyrt um
Íslensku óperuna sem hún seg-
ir hafa framleitt marga frábæra
söngvara. Frá íslenskum nem-
endum sem hún fékk í nokkra
tíma til sín hafi hún heyrt um
fegurð landsins og menningu.
Hún hélt þó að ekki væri mikið
um hátíðir af þessu tagi á Ís-
landi eða að ungir söngvarar
hefðu mörg tækifæri til að
koma fram hér. Það kom henni
því á óvart þegar hún fór að
kynna sér hátíðina og sá hvaða
erlendu nöfn hafa tekið þátt
undanfarin ár á Við Djúpið.
Eins og gefur að skilja hefur
Williams aldrei komið til
landsins áður en hún segist
hlakka til að upplifa land og
menningu. „Allt sem ég hélt
um Ísland reyndist vera rangt.
Ég hélt að þetta væri kalt og
eyðilegt land en síðan sá ég
myndir og heyrði sögur frá ís-
lenskum nemendum mínum
um fegurð þess. Vinir mínir
segja að þetta sé andlegur stað-
ur þar sem náttúran er í há-
vegum höfð. Landið hljómar
eins og afar sérstakur staður í
mínum eyrum.“
Eins og áður segir hefur
Williams kennt masterklass-
námskeið í heimsborgum eins
og Lundúnum, París og Berlín.
Það hljóta því að vera talsverð
viðbrigði að halda námskeið í
nokkur þúsund manna bæ á
hjara veraldar. „Smæðin skiptir
engu máli. Mig langar mikið til
að sjá þetta land sem ég hef
heyrt svo margt um. Ég er því
glöð og spennt fyrir hátíðinni á
Ísafirði og hlakka til að hitta
þátttakendurna sem elska
sönglistina eins mikið og ég
geri,“ segir söngkonan.
Reynir að slátra ekki málinu
Williams ber íslenskri tónlist
vel söguna sem hún segist hafa
kynnst í gegnum nemendur
sína í gegnum tíðina. Þegar
hún var stödd í Indíana í
Bandaríkjunum hafi fyrrver-
andi kennari hennar mælt með
að þeir íslensku söngnemar
sem þar voru, sem hún taldi
með þeim bestu, syngju á ís-
lensku enda ætti hún sér fal-
lega tónlistarhefð. Williams
hefur því látið nemendur sína
koma með verk bæði eftir ís-
lenska samtímahöfunda og
gömul þjóðlög til þess að æfa
sig á hjá henni. „Þegar þú
syngur á móðurmáli þínu
verður söngurinn algerlega
náttúrulegur og röddin kemur
út á eðlilegan hátt. Það er mun
auðveldara að byrja að finna
rödd þína á móðurmálinu
heldur en ef þú syngur á er-
lendu máli. Þegar fólk syngur á
framandi tungu vill það oft
gleyma undirstöðuatriðunum
og reynir að syngja eins og því
finnst að erlenda málið eigi að
hljóma.“
Lögin sem íslensku nemend-
urnir hafa komið með í tíma til
hennar segir hún vera talsvert
erfiðari en hún hafði haldið.
„Ég hef sungið á mörgum
tungumálum en þetta var erf-
itt. Þegar maður syngur á er-
lendu máli hjálpar oft að kunna
hrafl í málfræði þess og hljóð-
fræði, hvernig sérhljóðarnir og
samhljóðin liggja. Einn íslensk-
ur nemandi minn var svo
elskulegur að útskýra fyrir mér
stafrófið og leggja til lög sem
ég gæti hugsanlega sungið.
Ætlar stórsöngkonan Janet
Williams þá að spreyta sig á
lagi á íslensku þegar hún kem-
ur fram á Ísafirði í lok mán-
aðar? „Ef afraksturinn verður
boðlegur þá reyni ég það
kannski!“ segir Williams og
hlær. „Ég ætla samt ekki að
böðlast á tungumálinu ykkar!“
segir hún að lokum.
Óperusöngkonan Janet Williams er búsett í Berlín þar sem hún kennir meðal annars íslenskum söngnemum.
Íslendingar
með söng í
beinunum
Janet Williams er sópransöngkona
sem kennt hefur í París, Lundúnum og
Berlín. Ísafjarðarbær bætist í hóp
heimsborganna í lok mánaðar.
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
„Hátíðin hefur frá upphafi byggst á þessum mast-
erklössum og lengi vel var þetta eina árlega hátíð-
in sem bauð upp á námskeið fyrir lengra komna
tónlistanemendur,“ segir Greipur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Við djúpið sem
nú er haldin í áttunda skipti á Ísafirði. Í ár er boðið
upp á þrjú aðalnámskeið, fyrir fiðlu, píanó og söng,
þar sem íslenskir tónlistarnemar geta lært af er-
lendum lærimeisturum. „Síðan hafa þeir tónlist-
armenn sem kenna námskeiðin líka haldið tón-
leika. Þeir kenna á daginn og halda tónleika á
kvöldin,“ segir Greipur.
Greipur segir Ísafjörð vera mikinn tónlistarbæ og aðsókn hafi verið
góð undanfarin ár. Bærinn sé virkur þátttakandi í hátíðinni og þannig
geti þátttakendur á námskeiðunum æft sig í heimahúsum Ísafjarð-
arbúa enda erfitt að sjá öllum fjöldanum fyrir hljóðfærum öðruvísi.
„Hátíðin var áður nokkurs konar feluhátíð. Hugmyndin varð til í
Reykjavík svo hátíðin kom einhvern veginn til Ísafjarðar og fór aftur
þegar henni lauk. Takmark mitt hefur verið að gera hátíðina ísfirska
þannig að Ísfirðingar viti af hátíðinni og ísfirskir tónlistarmenn fái
tækifæri til að stíga á stokk,“ segir Greipur.
Kennt á daginn, spilað á kvöldin
Greipur Gíslason