SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Qupperneq 41
13. júní 2010 41 H vergi eru skilin í huga margra skarpari þegar kemur að vín- um en á milli þess sem oft er nefnt gamli heimurinn og hins vegar nýi heimurinn. Með gamla heiminum er átt við hin gömlu og rótgrónu víngerðarsvæði í Evr- ópu þar sem árþúsundahefð er fyrir vín- rækt. Yfirleitt allt aftur til tíma Róm- arveldis og stundum lengur. Gamli heimurinn er samkvæmt klisjunni ráð- settur, íhaldssamur og víngerðin í föstum sögulegum skorðum. Nýi heimurinn er hins vegar gömlu evrópsku nýlendurnar í fjarlægum heimsálfum þar sem landnemar reyndu að gera lífið eins líkt því og það var á heimaslóðunum meðal annars með því að rækta vín. Víngerðin er kannski ekki ýkja „ný“ í Nýja heiminum þar sem hún á sér oft allt að fimm alda sögu. Víngerð til út- flutnings er hins vegar í flestum tilvikum nýbreytni og það var ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar sem þessi vín fóru að sjást fyrir alvöru utan heima- haganna. Klisjan um Nýja heiminn er að hann er djarfur, nútímalegur og auðskiljanlegur. Klisjurnar eiga vissulega við upp að ákveðnu marki og þessi skipting vínheimsins er í sjálfu sér ekki vitlausari en hvað annað. Hún er auðvitað einföldun á flóknum veruleika en gerir okkur engu að síður kleift að greina meginlínurnar í landslaginu. Í fyrsta lagi er mikilvægt að átta sig á því að nær öll vín Nýja heimsins eiga sér einhvers konar fyrirmynd í þeim gamla. Með því er átt við að vínþrúgurnar sem ræktaðar eru í Chile, Bandaríkjunum, Ástralíu, Suður-Afríku og víðar eru allar evrópskar að uppruna. Cabernet Sauvignon og Merlot koma frá Bordeaux í Frakklandi. Chardonnay og Pinot Noir koma frá Bourgogne í Frakklandi. Syrah (Shiraz) kemur frá Suður-Frakklandi. Sauvignon Blanc kemur frá Loire í Frakklandi. Riesling kemur frá Rínarhéruðum Þýskalands og Frakklands. Í öðru lagi blasir auðvitað við að rækt- unarsvæði Nýja heimsins eiga sér ekki eins langa sögu og þau evrópsku. Þar hafa ekki þróast fram hefðir, þrúgur og vín- stílar í aldanna rás nema í mjög takmörk- uðum mæli. Þvert á móti hafa menn oftar en ekki byrjað á hinum endanum, þ.e. gert sér einhverja hugmynd um hvernig vín þeir vilja búa til og síðan valið staðinn og þrúguna út frá því. Þannig leita vínframleiðendur í Chile til dæmis að stöðugt svalari rækt- unarsvæðum til að geta framleitt betri hvítvín og hafa sótt inn á ný svæði á borð við Casablanca og Leyda. Vinsældir og verð Napa-vína má rekja til að þar fundu menn kjöraðstæður fyrir Cabernet Sau- vignon. Það sama má segja um Barossa í Ástralíu og Shiraz-þrúguna. Í þriðja lagi verður að hafa hugfast að aðstæður eru ólíkar. Víngerðarsvæðin í Nýja heiminum eru oftast mun heitari og þurrari en þau í Evrópu (með und- antekningum á báða vegu auðvitað) og vínin þar af leiðandi öðruvísi. En það væri gífurleg einföldun að halda því fram að „nýju“ vínlöndin séu ein- ungis einhvers konar hermikrákur. Um margt eru þau orðin leiðandi varðandi þróun og framfarir. Þegar vínin komu fyrst á markaðinn í Evrópu fyrir 30 árum eða svo áttu þau greiðan aðgang að neytendum. Þau voru bjartari, ódýrari og oftar en ekki betri en vínin sem værukærir evrópskir framleið- endur dældu á markaðinn. Við höfum sé þessa þróun á Íslandi þar sem markaðshlutdeild vína frá Chile, Argentínu, Ástralíu og Suður-Afríku hefur rokið upp á kostnað franskra, ítalskra og spænskra vína. Þessi þróun hefur átt sér stað um alla norðanverða Evrópu og í Bandaríkjunum. Víngerðin í Nýja heiminum var byggð upp á nýrri tækni til að takast á við erf- iðar aðstæður og sömuleiðis var hægt að nálgast víngerðina án þeirra takmarkana sem hefðir og reglur setja evrópskri vín- gerð. Ef þú ætlar að búa til rauðvín í Bo- urgogne þá verður þú að rækta Pinot No- ir. Ef þú ætlar að gera rauðvín í Ástralíu þá ræktar þú það sem þig langar til. Nýjaheimsvínin voru líka svo þægilega auðskilin. Neytendur urðu einungis að þekkja skil á nokkrum þrúgum í stað flókinnar landafræði. En allt er breytingum háð. Smám sam- an fór umræðan að snúast gegn Nýja- heimsvínunum. Þau þóttu of einsleit. Það að eiga sér ekki uppruna og sögu fór að verða þeim fjötur um fót. Framleiðendur einblíndu um of á tæknina og þrúgurnar en gleymdu þriðja og oft mikilvægasta þættinum: sjálfum staðnum sem vínið kemur frá. Margir framleiðendur duttu líka í sömu gryfjuna og þeir evrópsku áð- ur. Þeir urðu værukærir. Allt fór að snú- ast um magn, gæðin hröpuðu og spennan fyrir vínunum minnkaði. Á sama tíma lærði Evrópa ýmislegt. Vínbændur tóku margir upp sömu að- ferðir og nálgun. Á sama tíma og þeir í Nýja heiminum fóru að skilgreina smærri framleiðslusvæði og einkenni einstakra vínekra fóru þeir evrópsku að kenna vín sín við þrúgurnar og nýta sér nýja tækni og aðferðir. Skilin hafa verið að minnka hratt og stöðugt erfiðara er að greina á milli hvað er hvað. Í Kaliforníu gera menn vín sem geta blekkt Bor- deaux-unnendur og í Bordeaux gætu mörg vín sómt sér vel í Napa. Næst: Ástralía Frá Napa-dalnum. Hvað ungur nemur, gamall temur. Eða hvað? Vín 101 Tólfti hluti Steingrímur Sigurgeirsson 1 kjúklingur, um 1½ kg 8-12 sneiðar af chorizo- eða pepperóní-pylsu 1 rósmaríngrein svolítil olía ½ tsk paprikuduft nýmalaður pipar salt ½ sítróna Hitaðu grillið og hafðu það lokað á með- an. Þerraðu kjúklinginn með eldhúspappír og losaðu um leggina, sem yfirleitt er krækt undir haminn neðst á bringunni. Smeygðu hendinni inn undir haminn til að losa um hann á allri bringunni, báðum megin. Stingdu svo pylsusneiðum inn undir haminn og reyndu að láta þær hylja mestalla bringuna. Skerðu rósmaríngrein- ina í tvennt og stingdu helmingunum líka inn undir haminn, nálægt miðri bring- unni. Berðu svo olíu á allan kjúklinginn með höndunum og kryddaðu hann með paprikudufti, pipar og salti. Stráðu líka dálitlum pipar og salti inn í hann, skerðu sítrónuna í báta og stingdu þeim inn. Lok- aðu kjúklingnum með því að stinga leggj- unum aftur undir haminn eins og þeir voru þegar hann var keyptur. Slökktu nú á einum/öðrum brennaranum á grillinu, settu kjúklinginn þar yfir, lokaðu grillinu og grillaðu kjúklinginn í um 1 klst., eða þar til hann er steiktur í gegn. Hafðu hitann á grillinu helst sem næst 200°C og opnaðu það sem allra minnst; í hvert skipti sem það er opnað tapast hiti og það gæti lengt steikingartímann. Appelsínukryddleginn fiskur Appelsínur og fiskur er kannski ekki fyrsta samsetningin sem fólki dettur í hug en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Appelsínusafinn gefur fiskinum svolítið sætan keim en til að vinna á móti því kemur sýran í sítrónusafanum og snerpan í chili-flögunum – það má hafa eins mikið eða lítið af þeim og hver vill. 500 g steinbítur, lúða eða annar fiskur 200 g risarækjur, hráar 1 stór og safarík appelsína 2 msk nýkreistur sítrónusafi 4 msk ólífuolía 2 hvítlauksgeirar, pressaðir ½ tsk herbes de provence eða ítölsk krydd- jurtablanda ¼ tsk chili-flögur, eða eftir smekk nýmalaður pipar salt Skerðu fiskinn í bita, um 3 cm á kant, og skelflettu rækjurnar ef þarf en skildu hal- ann eftir. Þræddu hvorttveggja upp á teina. Rífðu börkinn af appelsínunni og kreistu safann úr henni. Blandaðu saman appelsínusafa og berki, sítrónusafa, olíu, hvítlauk, kryddjurtum, chili-flögum, pipar og salti og láttu teinana liggja í blöndunni í 15-20 mínútur; snúðu þeim öðru hverju. Hitaðu grillið og penslaðu grindina með olíu. Taktu pinnana úr kryddleginum og grillaðu þá við nokkuð háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Þeg- ar á að snúa þeim getur verið gott að renna spaða undir fiskinn til að tryggja að hann losni frá grindinni. Settu á meðan krydd- löginn í pott, hitaðu að suðu og láttu sjóða í 1-2 mínútur. Smakkaðu og bragðbættu eftir þörfum. Leggðu pinnana á salatbeð á fati og berðu appelsínukryddlöginn fram með. Hunangsgrillaðar plómur Mér þykja hunangsgrillaðar ferskjur sæl- gæti en hef oft orðið fyrir vonbrigðum með ferskjur sem ég hef keypt – þær eru stundum þurrar og loðmullulegar og það sést ekki utan á þeim. Og rándýrar í þokkabót. Plómurnar eru litlu síðri og það er miklu frekar hægt að treysta á þær. Það er gott að hafa möndlumakrónur með og grófmylja þær yfir. En það verða þá að vera almennilegar heimabakaðar makrónur, ekki þessar keyptu sem eru með yfirþyrmandi möndludropabragði. Ég held að ef mér gæfist kostur á að láta eitt bragðefni hverfa fyrir fullt og allt úr heiminum, þá yrðu það möndludropar. Og fyrst ég segi þetta verður uppskrift lík- lega að fylgja – ekki fyrir grillið þó, en það er áreiðanlega vel hægt að baka þær þar. 4 stórar plómur 2 msk þunnt hunang kanill á hnífsoddi 1 tsk fínrifinn appelsínubörkur mascarpone-ostur, grísk jógúrt eða ís nokkrar möndlumakrónur (má sleppa) Skerðu plómurnar í tvennt og fjarlægðu steinana. Blandaðu saman hunangi, kanil og appelsínuberki og veltu plómunum upp úr blöndunni. Settu þær á heitt grill með kúptu hliðina niður og grillaðu í 2-3 mínútur. Snúðu þeim þá og grillaðu í 2-3 mínútur á hinni hliðinni, þær eiga að vera meyrar og aðeins byrjaðar að brúnast. Settu þær á diska með mascarpone, jógúrt eða ís og settu e.t.v. eina eða tvær möndl- umakrónur á hvern disk. Möndlumakrónur 60 g möndlur 110 g flórsykur 2 eggjahvítur 40 g sykur Settu möndlurnar í matvinnsluvél og láttu hana ganga þar til þær eru orðnar að fíngerðu dufti. Blandaðu flórsykrinum saman við og sigtaðu blönduna í skál. Þeyttu eggjahvíturnar með sykrinum þar til þær eru stífþeyttar og gljáandi. Bland- aðu marensinum saman við möndlumjöl- ið, þriðjungi í einu. Notaðu sleikju og blandaðu vel en gætilega; blandan á ekki að vera stíf, heldur mjög hægfljótandi. Settu hana í rjómasprautu með breiðum, sléttum stút og sprautaðu litlar dúllur (á stærð við 100 krónu pening) á pappírs- klædda bökunarplötu. Láttu þær bíða á plötunni í 15-20 mínútur og hitaðu á með- an ofninn í 150°C. Bakaðu makrónurnar í um 15 mínútur. Spænskættaður kjúklingur með chorizo- pylsu og paprikudufti. Morgunblaðið/Golli Það má líka sleppa grillinu og steikja hun- angsplómurnar á pönnu í svolitlu smjöri.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.