SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 44

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 44
44 13. júní 2010 Tónlistarmaðurinn Ryan Adams hefur ákveð- ið að heiðra minningu Ronnie James Dio með því að gefa út plötu þar sem hann sæk- ir innblástur til rokkhetjunnar sem féll frá fyr- ir skemmstu. Adams sagði í nýlegu viðtali að lögin hefðu komið til hans stuttu eftir dauða söngvarans og að nokkur þeirra hefði hann samið í miðri minningarathöfn um Dio. Adams, sem nýverið hætti við gerð „sci- fi“-rokkplötunnar Orion, segir að á nýju Dio- plötunni verði að finna 11 lög og að í fyrsta skipti í langan tíma sé hann orðinn spenntur fyrir að taka upp nýtt efni. Ryan Adams sækir innblástur til Dio Ryan Adams ætlar að heiðra minningu rokkhetjunnar Dio á nýrri plötu sinni. Trommarinn Gary Young spilar á tónleikum með Pavement eftir langa fjarveru. Það eru liðin 11 ár síðan hljómsveitin Pave- ment lagði formlega upp laupana með tón- leikum í Lundúnum. Í vor komu nokkrir með- limir hennar þó aftur saman og hafa verið á heimstónleikaferðalagi undanfarna mánuði. Árið 1993 sagði sérvirtri trommarinn Gary Young skilið við hljómsveitina og hefur hann ekki stigið á svið með henni síðan þá. Nú hefur Pavement hins vegar tilkynnt að Young muni setjast á bak við trommusettið með hljómsveitinni á einum tónleikum á tónleika- ferðalaginu. Tónleikarnir verða í heimabæ þeirra í Stockton í Kaliforníuríki 24. júní og verða þetta jafnframt fyrstu tónleikar Pave- ment í heimabæ sínum. Pavement endur- heimtir trommara Það hefur lengið verið vitað að sú mynd sem við höfum af blús- tónlist sjötta og sjöunda áratug- arins byggist að miklu leyti á hvítum smekk, ef svo má segja, því það sem til okkar barst frá blúsborgunum Memphis og Chicago á þeim árum var alla jafna matreitt fyrir hvít eyru. Blúsinn var víðast á undanhaldi í samfélagi blökku- manna sem fannst músíkin merki um gamla tíma sem þeir vildu gleyma, en fyrir bleiknefja var hún framandi og skemmti- leg. Til sannindamerkis má nefna að helstu blúsútgefendur voru hvítir og náðu ár- angri vegna þess að þeir markaðssettu tónlistina fyrir hvít millistéttarungmenni. Einn af þeim sem gerðu slíkt með góðum árangri var Robert Gregg „Bob“ Koester sem stofn- aði djassútgágfuna Delmark 1958 og sneri sér síðan smám saman að blús. Einn af þeim sem hann hafði dálæti á var munn- hörpuleikarinn magnaði Amos „Junior“ Wells. Fram á miðjan sjöunda áratuginn þekktist varla að blúsmenn tækju upp breiðskífur, heldur voru þær yfirleitt safn af smáskífulögum, stundum með nýjum lögum til uppfyllingar. Koester langaði að brjóta upp þetta form, enda krafðist það þess að lögin væru ekki lengri en tvær mínútur eða svo, og stakk upp á því við Wells að hann tæki upp breiðskífu og mátti velja sér mannskap. Wells kallaði á nokkra félaga sína, þar fremstan í flokki gítarleikarann snjalla George „Buddy“ Guy. Þeir fóru svo í hljóðver 22. og 23. september 1965 og tóku upp lagasafn sem endaði á skífunni Hoodoo Man Blues sem gefin var út stuttu síðar. Skemmst er frá því að segja að þessi hugmynd Koesters lukkaðist svo vel að platan seldist í meira mæli en dæmi voru um með blúsbreiðskífu og selst enn. Er enda jafnan viðurkennd sem ein besta, ef ekki besta blúsplata sögunnar og stendur vel undir því – sannkölluð klassík. arnim@mbl.is Poppklassík Hoodoo Man Blues – Junior Wells Ein besta blúsplata sögunnar Á ður en Jack Johnson var krýndur konungur strand-popp-rokksins var hann margverðlaunaður brim- brettakappi og stefndi á að gera íþróttina að atvinnu sinni. Aðeins sautján ára gamall var strákurinn frá Havaí farinn að keppa við stærstu nöfnin í íþróttinni og sama ár varð hann yngsti keppandinn sem boðið var á Pipe- line Masters-brimbrettamótið sem fer fram árlega á norðurströnd Oahu. Stuttu seinna urðu þó atvinnumannsdraumarnir að engu þegar Johnson slasaðist illa á brimbretti. Eftir slysið fann Johnson sig í kvikmynda- gerð og flutti til rivíeru Norður-Ameríku eins og borgin Santa Barbara er oft kölluð. Hann út- skrifaðist úr UCSB-háskólanum með gráðu í kvikmyndagerð og hefur t.d. leikstýrt brim- brettaheimildarmyndinni Thicker Than Wat- er. Á háskólaárunum byrjaði hann að fikta við að búa til tónlist og það var svo eftir að hann kynntist tónlistarmanninum G. Love að ferill- inn hófst. G. Love leist vel á tónlist Johnsons og tók upp lag með honum sem gefið var út á plötu þess fyrrnefnda, Rodeo Clowns, árið 1999. Síðan þá hefur hin rólegi Johnson sent frá sér fimm hljóðversplötur sem allar hafa náð platínusölu. Nýjasta plata hans, To the Sea, kom svo út núna í vikunni en hún var tekin upp í hljóðveri knúðu sólarorku. Nýjasta plata brimbrettakappans brosmilda er ekki aðeins þriðja plata hans sem kemst á topp Billboard-vinsældalistans, hún er einnig fyrsta platan í meira en tvo mánuði sem fer á toppinn eftir að hafa selst í meira en 200.000 eintökum fyrstu vikuna og er um helmingur af sölu To the Sea í formi stafræns niðurhals. Síð- asta plata Johnsons, Sleep Through Static, seldist í 375.000 eintökum í sinni fyrstu viku og hefur því sala á tónlist hans breyst nokkuð á þessum tveimur árum, bæði hefur hún dregist saman og færst í auknum mæli inn á netið. Spurning hvort þetta sé það sem koma skal í tónlistarheiminum. Tónlistarpressan vestanhafs hefur verið dug- leg að benda á að helsta vandamál mjúk- rokkarans sé að tónlist hans sé stundum ekki næginlega fullorðinsleg. Á síðustu plötu reyndi hann að höfða til eldri hlustenda með textum um hatur, sorg, stríð og fleira á þeim nótunum en á köflum hreinlega virkaði það ekki hjá Havaíbúanum. Sama vandamál er þó ekki að finna á To the Sea. Johnson hefur tekist að búa til plötu sem einstaklega gott er að skella á fón- inn þegar maður er kominn úr sokkunum og í stuttbuxunar. Gleyma öllu í kringum sig og bara slaka á. Ávallt sól hjá Jack Jack Johnson neyddist til að leggja atvinnumennsku á brimbretti á hilluna að- eins sautján ára að aldri, en fann þess í stað ástríðu sína í tónlist. Í vikunni sendi hann frá sér plötuna To the Sea. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Eyjaskegginn Jack Johnson lagði brimbrettið á hilluna og tók upp gítarinn. Fimm hljóðversplötur Jacks Johnsons eru Brushfire Fairy- tales frá 2001, On and On 2003, In Between Dreams 2005, Sleep Through the Static 2008 og To the Sea sem kom út fyrir stuttu. Hann gerði einnig tónlista fyrir kvikmyndina Curious George. Plöturnar Tónlist Það gleður eflaust margan rokkarann að heyra að Glenn Danzig, fyrrverandi söngvari hljómsveitanna Misfits og Samhain, ætli að senda frá sér sína fyrstu plötu í meira en sex ár. Platan sem hefur fengið nafnið Deth Red Sabaoth er níunda hljóðversplata Danzigs og sú fyrsta síðan Circle Of Snakes kom út árið 2004. Söngvarinn segir að innblást- urinn að tónlistinni verði sóttur í gamla skól- ann og hún verði svipuð því sem Danzig var að gera á áttunda áratugnum. Söngvarinn Glenn Danzig sendir frá sér sína fyrstu plötu í meira en sex ár. Ný plata frá Danzig

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.