SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Side 45
13. júní 2010 45 B andaríkjamenn nota gaffalinn til að skófla upp í sig matnum og hafa hann, séu þeir rétt- hentir, í hægri hendinni. Gaddarnir, öðru nafni tindarnir, snúa þá upp, annars væri erfitt að halda matnum föstum á gafflinum. En í Evr- ópu notum við gaffalinn til að stinga í bitann. Gaddarnir snúa því niður og við höfum áhaldið í vinstri hendinni. Djöfullinn var á myndum frum- kristninnar sýndur með þrífork og virðist sem fyrirmyndin hafi að ein- hverju leyti verið sjávarguð Grikkja, Póseidon, sem hélt ávallt á slíku áhaldi. En gaffallinn sem við borðum með á sér samt augljósari fyrirmynd í heykv- íslinni. Vitað er að fyrir meira en 2.000 árum notuðu Grikkir gaffla við að mat- ast og einnig Rómverjar, minnst er líka á gaffal með þrem tindum í Gamla testamentinu. Notkunin mun ekki hafa orðið algeng í Vestur-Evrópu fyrr en á 10. öld eftir Krist, fram að þeim tíma notuðu flestir einfaldlega hendurnar og hníf. Skeið var heppilegri þegar súpur og grautar voru annars vegar. Fyrstu gafflarnir voru yfirleitt með tvo tinda en fljótlega var farið að smíða gaffla með fleiri tindum. En gaffallinn var ekki sveigður og því aðeins hægt að stinga með honum, ekki „safna“ mat á áhaldið eins og gert er vestanhafs. Ítal- ir virðast hafa orðið fyrstir til að gera gaffalinn að áhaldi við hvern disk í híbýlum efnaðra manna. Gestir komu gjarnan með eigin gaffal og skeið í lítilli öskju, cadena. Norðar í álfunni, t.d. í Bretlandi, var í fyrstu litið á notkun gaffla sem tilgerð sem ekki hæfði sönnum karlmönnum, Bretar fóru fyrst að nota þá að ráði á 18. öld. Þjóðverjar fundu upp sveigða gaffalinn á sömu öld og þegar kom fram á 19. öld hafði gaffall með fjóra tinda sigrað í álfunni. Á seinni tímum hefur verið framleitt mataráhald sem er í senn gaffall og skeið en aldrei hefur það beinlínis sleg- ið í gegn nema þá helst meðal her- manna. Athyglisvert er að gaffallinn hefur ekki náð verulegri fótfestu í Kína og annars staðar í Austur-Asíu. Þar heldur fólk sig við prjónana, enda kjöt og fiskur að jafnaði skorið niður þannig að þeir dugi – það er að segja ef fólk kann á prjónana. Saga hlutanna Hæfði ekki sönnum karlmönnum H efð er fyrir því við útdeilingu hvers kyns verðlauna að rúllað sé út löngum rauðum dregli þar sem stjörnurnar geta spíg- sporað í sínu fínasta pússi. Þannig fyllast fjölmiðlar ár hvert af myndum af frægu fólki í sérhönnuðum múnder- ingum á rauðum dregli í að- draganda stórviðburða eins og afhendingar Óskarsverð- launanna, Emmy-verð- launanna eða kvikmyndahá- tíðarinnar í Cannes sem lauk fyrir skemmstu. Hvaðan skyldi þessi venja að hlífa tískuskóm stjarnanna með eldrauðu teppi vera komin? Fyrstu vísun í rauða dreg- ilinn má finna í harmleik Grikkjans Æskýlosar, Aga- memnon frá 5. öld fyrir Krist. Þegar aðalpersónan, Agamem- non konungur, snýr aftur heim eftir sigur á Trójumönn- um tekur Klýtæmnestra, eig- inkona hans, á móti honum með rauðum dregli sem hún vill að hann gangi eftir. Kon- ungurinn þráast hins vegar við þar sem hann veit að það eru aðeins guðir sem ganga í slík- um munaði og hann vill ekki móðga þá með slíkri dramb- semi. Fyrirmenni dagsins í dag hafa þó engar slíkar efasemdir og valsa um á rauða dreglinum hvað sem grískum goðum kann að finnast um það. Næstu heimildir um notkun rauðs dregils eru frá árinu 1821 þegar James Monroe, for- seti Bandaríkjanna, heimsótti Suður-Karólínuríki. Við mót- töku honum til heiðurs var rauður dregill lagður niður að ánni Waccamaw, væntanlega til að hann óhreinkaði ekki skó sína. Á 20. öldinni var það bandaríska hraðlestarfyr- irtækið 20th Century Limited sem tók upp á því að leggja sérhannað rautt teppi á braut- arpalla í Chicago og New York til þess að vísa farþegum leið- ina í rétta vagninn. Skemmtanaiðnaðurinn tók síðan þessari venju opnum örmum. Árið 1922 sýndu kvikmyndastjörnur sig í fyrsta skipti á rauðum dregli við opnun Egypska kvikmynda- hússins í Hollywood. Fyrsta skrefið í átt að hefð var tekið og á næstu árum og áratugum varð dregillinn rauði eins sjálfsagður fylgihlutur stór- viðburða í skemmtanaheim- inum og æstir papparassar og aðdáendur. Það skiptir líka sköpum að vera vel skóaður. Rauði dregillinn Brýnt er að vera vel til hafður á rauða dreglinum. Þankasmiðjan STRATFOR fæst við greiningu á alþjóðastjórnmálum, gjarn- an út frá togstreitu og átökum. Það ætti því að vera forvitnilegt fyrir þá sem vilja fylgjast með heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu frá nýju sjónarhorni að lesa greiningu sérfræðinga STRATFOR í alþjóðastjórn- málum og öryggismálum næstu fjórar vikurnar á þjóðunum sem taka þátt í keppninni. Í fyrstu greiningu kemur meðal annars fram að Grikkland hafi unnið Evrópukeppnina árið 2004 með varkárri leikaðferð þýska þjálf- arans Otto Rehagel; það sé lærdómur sem Evrópuríkin vonist til að Grikk- land tileinki sér einnig í landsmálunum. Tekið er fram í tilkynningu frá STRATFOR að ekki sé spáð neinum styrjöldum að þessu sinni, en fylgst verði grannt með áhrifum keppninnar í Suður-Afríku á þróun heimsmál- anna. Fótbolti og öryggismál Miðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Háskólabíó frá kl. 9-17

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.