SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 48

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 48
48 13. júní 2010 Þ að er hálfleikur,“ sagði ég um daginn eftir að ég hafði kynnt mér stöðuna í leik KR og Selfoss í meistaradeild karla í knatt- spyrnu. Tengdafaðir minn, gamall Ís- landsmeistari með KR, leiðrétti mig og sagði: „Það er leikhlé.“ Fólkið í kringum okkur hafði gaman af þessu. Talað er um fyrri hálfleik og seinni hálfleik. Orðabókin gefur reyndar einnig upp orðin „í hálfleik“ í merkingunni „í leikhléi“: „Í hálfleik var staðan 2:0.“ Það réttlætir samt tæplega orð mín „Það er hálfleikur.“ Þau eru rökleysa. Þannig er þetta: Við orðum hlutina ekki alltaf rökrétt. Tökum annað dæmi sem oft heyrist: „Það er engin piparkaka eins“. Hér væri víst betra að segja: „Það eru engar tvær piparkökur eins.“ Við sjáum það betur ef við breytum dæminu: „Það er enginn maður eins.“ Þetta er ótækt. Það eru engir tveir menn eins. En hvað um orðasambandið„frá og með áramótum“? Nægir ekki að segja „frá áramótum“? Áramótin sjálf eru bara eins og leiftur um nótt. Aftur á móti er eðlilegt að segja „frá og með 1. júní“, því að 1. júní er heill dagur þar sem ýmislegt má bralla. Og nú vík ég að öðru. Sum orð, sem oft heyrðust eða sáust á prenti, virðast vera á förum. Þetta á t.d. við um orðið „af- brýðisamur“. Í blaði las ég nýlega að slitnað hefði upp úr sambandi leikaranna Jamie Kennedy og Jennifer Love Hewitt. Hann var svo sagður hafa hringt sjálfur í ljósmyndara þegar hann fór á stefnumót. „Hann vildi gera Jennifer öfundsjúka,“ sagði í fréttinni. Ég hefði sannarlega kos- ið að sjá þarna orðið „afbrýðisöm“. Það orð hefur þrengri merkingu en „öfund- sjúk“ og á því mun betur við í umræddu tilviki. Samkvæmt orðabók er sá afbrýði- samur sem er „öfundsjúkur og tortrygg- inn gagnvart (hugsanlegum) keppinaut um ástir eða hylli einhvers“. Og meira um orðaforðann. Fimmtán ára unglingur spurði mig um daginn hvað það merkti að vera „orðheldinn“. „Það merkir sama og þagmælskur,“ sagði ég en fór samt strax að efast. Var ekki ein- hver merkingarmunur þarna? Sennilega er „orðvar“ nær því að merkja „þag- mælskur“; „orðheldinn“ væri þá fremur sá sem efnir orð sín (er haldinorður). Með öðrum orðum: Orðheldinn maður þarf ekki endilega að vera þagmælskur; og á sama hátt getur verið að hinn þagmælski sé ekki orðheldinn. Höskuldur Þráinsson skrifaði fyrir nokkrum árum skemmtilega grein í Lestrarbókina okkar, greinasafn um lestur og læsi. Þar velti hann fyrir sér hugtakinu máltilfinning. Fyrst nefndi hann þá tilfinningu sem hvert barn fær strax við máltöku (ekkert barn segir t.d. „ég hest sá“). Síðar tæki við máltilfinning sem væri háð lestri, þjálfun og „allsherj- arsamkomulagi“. Loks ræddi hann um „þriðju tilfinninguna“, tilfinninguna fyr- ir blæbrigðum í merkingu orða og setn- inga, föstum orðatiltækjum og merkingu tiltölulega sjaldgæfra orða. Eitt af því sem Höskuldur nefndi í þessu sambandi voru sagnirnar „sigra“ og „vinna“ og hann benti á að margir notuðu þær jöfnum höndum. Við segjum: Ég sigraði./Ég vann. Og: Ég sigraði Guð- mund./Ég vann Guðmund. En „þriðja máltilfinningin“ sniðgengur eftirfarandi dæmi: Ég sigraði leikinn/glímuna/mótið. Merking sagnanna „vinna“ og „sigra“ er því ekki nákvæmlega sú sama. Höskuldur dregur saman og segir: „Einn merkingarþáttur (áhrifs) sagnarinnar sigra er nefnilega sá að hinn sigraði verður að vera keppinautur eða andstæðingur en sögnin vinna getur ým- ist merkt það að vinna einhvern and- stæðing eða þá að vinna keppni.“ „Þeir sigruðu kosningarnar,“ sagði stjórnmálamaður í Kastljósi um Jón Gnarr og félaga. Samkvæmt „þriðju mál- tilfinningunni“ hefði mátt orða þetta öðruvísi: Þeir unnu kosningarnar/ Þeir sigruðu í kosningunum. Þeir sigruðu kosningarnar og „þriðja tilfinningin“ ’ Hann vildi gera Jennifer öfundsjúka,“ sagði í fréttinni. Ég hefði sannarlega kosið að sjá þarna orðið „afbrýði- söm“. Það rann upp fyrir greinarhöfundi er hann fylgdist með fótboltaleik KR og Selfoss fyrir stuttu að orðin „það er hálfleikur" eru rökleysa - rétt er að segja "það er leikhlé". Morgunblaðið/Golli Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Þ að var á þeim árum þegar ég ráfaði um og svalt í Kristían- íu, þessari undarlegu borg sem enginn yfirgefur fyrr en hann hefur látið á sjá …“ Svo hefst hin merkilega bók Sult- ur, Sult, eftir Knut Hamsun sem kom út fyrir 120 árum og er að margra mati með merkustu bókum norrænnar bók- menntasögu. Sem dæmi um það dálæti sem fræðingar og fróðir hafa á bókinni má tína til orð sem rithöfundurinn kunni Isaac Bashevis Singer lét falla: „Gervallar nútímabókmenntir tutt- ugustu aldar eru af Hamsun komnar. Thomas Mann og Arthur Schnitzler (…) og meira að segja bandarískir rithöf- undar eins og Fitzgerald og Hem- ingway voru allir lærisveinar Hams- uns.“ Sultur, sem kom út 1890, var fyrsta skáldsagan sem gefin var út undir höfundarnafninu Knut Hamsun, en áður höfðu komið út þrjú skáld- verk, það fyrsta skrifað á Knud Ped- ersen og tvö til á Knud Pedersen Ham- sund. Hluti út Sulti hafði birst nafnlaust í dönsku tímariti 1888. Bókin kom út á íslensku 1940 í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi og var gefin út að nýju í liðinni viku á vegum Forlagsins. Á ystu mörkum siðmenningarinnar Í inngangi Halldórs Guðmundssonar að nýrri útgáfu Sults segir hann bókina marka upphaf norrænna nútíma- bókmennta og þar kemur einnig fram að Hamsun virðist fljótlega hafa verið mikið lesinn höfundur á Íslandi, þó ekki endilega í þýðingum. Í samtali við Halldór kemur það sama fram og hann nefnir sérstaklega Gróður jarðar, en Halldór Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk meðal annars til að andmæla þeirri sýn á heiminn sem birtist í þeirri bók. „Þeir Halldór og Hamsun voru báðir gefnir fyrir að skrifa um menn sem eru á ystu mörkum siðmenningarinnar, fara út fyrir hana og nema nýtt land. Þó að Hamsun sé svartsýnn á sið- menninguna þá skrifar hann gamanleik um þetta mál, því Gróður jarðar er í raun kómedía. Halldór er aftur á móti trúaður á mannlegt samfélag og þess vegna skrifar hann sorgarleik um manninn sem fer út fyrir,“ segir Hall- dór. Á þeim tíma sem Sultur varð til, undir lok nítjándu aldarinnar, segir Halldór að mikið hafi verið á seyði í bókmennta- og listalífi Vesturálfu. Þá hafi og komið fram mörg verk sem telja megi brautryðjendaverk á ýmsum sviðum, en af þeim sé Sultur meðal annars merkileg fyrir það hve nútíma- leg hún er enn þann dag í dag og líka Upphaf nor- rænna nú- tímabók- mennta Fyrir 120 árum kom út bók um hungraðan flæk- ing í Ósló eftir noska rithöfundinn Knut Hamsun. Henni var fálega tekið á sínum tíma, en er nú viðurkennd sem tímamótaverk í bókmenntasögu Norðurlanda, og gott ef ekki Evrópu allrar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Halldór Guðmundsson skrifaði inngang að nýrri útgáfu Forlagsins á Sulti hamsuns. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.