SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 49

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 49
13. júní 2010 49 Þ egar guð- og viðskiptafræð- ingurinn Jón Pálsson tók sér námsleyfi haustið 2008 pakk- aði hann niður með Sigríði Mattíasdóttur eiginkonu sinni og þau héldu utan til langdvalar á Ítalíu – ferð- uðust um landið í ár og kynntu sér mannlíf og menningu. Ferðin hófst með ítölskunámi og það var líka tilgangur hennar, en um leið og þau hjónin stigu út úr argaþrasinu heima fyrir byrjaði Jón að yrkja eftir áratuga hlé og gaf svo út bók með afrakstrinum: Fuglar og fólk á Ítalíu. „Við leigðum út íbúðina okkar á með- an við vorum úti og þegar við vorum að pakka niður dótinu okkar rakst ég á gamla kompu sem ég hafði skrifað í það sem ég kallaði gagnleg ljóð og ég fór að tína þau inn á ljod.is og var að því fyrstu vikurnar á Ítalíu. Það kveikti svo áhug- ann hjá mér að fara að yrkja aftur og fyrstu ljóðin eru í þeim stíl, knöpp og stutt, en svo fóru þau að lengjast og breytast, umhverfið stjórnaði innihald- inu. Ég held líka að tungumálið hafi haft mjög mikið að segja, enda er tilfinn- ingaleg tjáning svo sterk í ítölskunni og spilar á svo margar tilfinningar ólíkt ís- lenskunni eða öðrum tungumálum. Bundið við Ítalíu og andrúmsloftið Ef ég á að segja alveg eins og er þá var ég alltaf hræddur um að þetta myndi fara og þegar ég byrjaði að yrkja í Taormina sagði ég við konuna mína „ætli þetta eigi nokkuð eftir að halda áfram í Tro- pea“ og í Tropea sagði ég „ætli þetta muni halda áfram í Róm“ og svo koll af kolli. Þetta hélt þó áfram alla dvölina úti og í Toskana orti ég til að mynda á hverjum degi. Eftir að við komum heim hætti þetta aftur á móti alveg og ég hef ekkert ort síðan. Þetta er í raun alveg bundið við Ítalíu og andrúmsloftið og það er ekki það sama hér. Í síðasta versi bókarinnar segi ég: Ítalía lætur engan ósnortinn / heldur athyglinni / og fyllir vitin. Þegar maður er svo kominn heim tekur annað við og þótt ég hafi prófað það þá er það ekki sama rödd.“ Jón segir að þau hafi verið hvað lengst í Róm, fjóra mánuði, og flest ljóðin því þaðan. „Þar var ég iðjulaust skáld eins og Sigríður orðaði það,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort hann sé ekki orðinn vel kunnugur Ítalíu segir hann að það sé öðru nær: „Eftir því sem mað- ur skilur meira í ítölsku því óskilj- anlegra verður landið. Ítalía er í raun mörg lönd og Ítalir tengja sig ekki endi- lega við Ítalíu; þeir eru frá Toskana, frá Róm eða Kalabríu.“ Bókin er byggð upp eftir ferðalaginu, hefst í Taormina og síðan er haldið til Tropea, Pizzo, Matea, Rómar, Mante- pulciano, Montalcino, Cortona, Chianti, Beorgo di Buggiano og Viareggio. Hún er því byggð upp eins og ferðabók frek- ar en ljóðabók. Í Fuglar og fólk á Ítalíu er 171 ljóð, nánast öll þau ljóð sem urðu til í ferð- inni, en níu ljóð stóðust ekki mál og eru því ekki með. Tindur gefur bókina út. Jón Pálsson lagði upp í ársferð um Ítalíu og fann þar uppsprettu fjölda ljóða. Ljóðaferð um Ítalíu Jón Pálsson hélt til ársdvalar á Ítalíu að læra ítölsku og sneri aftur með ljóðabók í farteskinu. regnhlífasölumenn á flótta undan lögreglunni þeir á harðahlaupum hún á grágrænum bíl Á gatnamótunum skipta þeir liði og hlaupa hvor í sína áttina en bíllinn stöðvast það er rigning og pollar á götunni og ekkert veður í dag til að eltast við brotamenn regnhlífalaus 99 Roma hitt að hún er nútímalegri en flest þau verk sem Hamsun skrifaði eftir það. Sultur sé fyrsta norræna nútímaskáld- sagan og merki þess að bókmenntirnar snúist ekki lengur um átök á milli per- sóna, heldur um átök í manninum. Algert tímamótaverk Hamsun ólst upp í fátækt og var send- ur barnungur til frænda síns sem beitti hann harðræði. Fimmtán ára fór hann að heiman og flæktist víða, bjó meðal annars í Bandaríkjunum um tíma og vann ýmist störf, var verkstjóri á plantekru og sporvagnsstjóri í Chicago svo fátt eitt sé talið. Hann var sískrif- andi enda ætlaði hann sér að verða rit- höfundur og skrifaði tvær bækur áður en Sultur kom út, þá fyrri, sem gefin var út undir réttu nafni Hamsuns, Knut Pedersen eins og getið er, undir miklum áhrifum frá Bjørnstjerne Bjørnson sem þá var risinn í norskum bókmenntum. Þegar Hamsun tók til við að skrifa Sult var hann ekki í vafa um að hann væri að skrifa nýja gerð af skáldsögu, eins og Halldór rekur það í inngangi nýju útgáfunnar, en þar vitnar hann í bréf Hamsuns til útgefanda síns þar sem hann segir meðal annars: „Ég held að þetta sé bók sem ekki hefur verið skrifuð áður, í það minnsta ekki hér heima.“ Halldór segir að vissulega hafi ein- hverjir áttað sig á því á sínum tíma að Sultur væri merkilegt verk en það var þó aðallega ekki fyrr en löngu síðar að Sultur var almennt viðurkennd sem al- gert tímamótaverk í norrænum bók- menntum. „Bókin er skrifuð fyrir expressjón- ismann, skrifuð löngu áður en súrreal- isminn verður til. Hamsun er að pæla í dularfullum hræringum sálarlífsins, og það er eins og hann sjái tuttugustu öldina fyrir sér. Hann langaði, líkt og Flaubert, að skrifa bók um ekki neitt, bók þar sem spennan liggur í sálinni en ekki í atburðum, bók sem gerist bara í orðunum, bara í orðalaginu.“ Að þessu sögðu þá segir Halldór að erfitt sé að greina bein áhrif frá Hams- un nema í gegnum aðra höfunda, þeir lesi bókina og síðan birtist áhrifin í skrifum þeirra. „Á þessum tíma er nýr listskilningur að koma fram, þegar Hamsun skrifar Sult er natúralisminn að ná hámarki í skáldsagnagerð og ég held að bókin hafi haft mikil áhrif á þá listamenn þess tíma sem áttu ekki samleið með ríkjandi bjartsýni á Vest- urlöndum – það má ekki gleyma því að alveg fram til 1914 var mikil bjartsýni almennt ríkjandi, stemning eins og hér fram í september 2008. Ýmsir voru aftur á móti fullir efasemda og það er sú angist sem margir samtíðarmenn Hamsuns áttu erfitt með að átta sig á þar á meðal Halldór Laxness sem kall- aði söguhetju Sults „þann nafnlausa sveitamann ónýtjúng og húngurmeist- ara sem situr í Kristjaníu“. Í Úngur ég var skrifaði Halldór þannig: „Hvers- vegna druslast hann ekki burt fljótt úr svona stað og finnur einhvern annan stað þar sem hægt er að vinna fyrir sér með því að gefa beljum eða hirða hross? Eða fara til sjós?“ Sú angist sem Hamsun skrifaði um er aftur á móti óttinn við dulvitund- ina, eins og Freud hefði sagt; hungur hans er óseðjanlegt og sálarkvölin kemur öll að innan.“ ’ Sú angist sem Hams- un skrifaði um er aft- ur á móti óttinn við dulvitundina, eins og Freud hefði sagt; hungur hans er óseðjanlegt og sálarkvölin kemur öll að innan. Knut Hamsun fimm árum eftir að Sultur kom út og kom honum á allra varir.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.