SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 50

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 50
50 13. júní 2010 Lesbók Þ etta eru orðin átta ár. Það er langur tími,“ segir breski hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba hugsi. „Þetta hefur verið einstakur tími, á margan hátt. Fyrsta árið stjórnaði ég bara tvennum tónleikum, enda var búið að leggja drög að efnisskrá fyrir þann vetur, svo vinnan hófst í raun af al- vöru árið eftir, 2003. Vissulega hefur bankahrunið og fylgifiskar þess reynst erfitt fyrir alla í hljómsveitinni síðustu misserin. Við vorum með margar dásamlegar hugmyndir og verkefni sem stefnt var að, en þurfti ýmist að hætta við eða fresta. Og það átti að vera búið að flytja í Hörpu, nýja tónlistarhúsið. En þrátt fyrir það,“ Gamba ypptir öxl- um, „höfum við reynt að halda áfram að flytja vandaða tónlist af sífellt meiri metnaði. Það hefur verið verulega góð uppsveifla í hljómsveit- inni, allan þennan tíma. Mér finnst hún hafa verið í framför á hverju einasta ári.“ Ég hafði mælt mér mót við stjórnandann eftir æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í vikunni, í tilefni þessara tímamóta, að hann hverfur nú á braut eftir átta ár sem aðalstjórnandi. Sólin skín fyrir utan Háskólabíó en við sitjum í litlu herbergi undir sviðinu sem er aðstaða stjórnandans; að ofan berast hljómar frá hluta hljóm- sveitarinnar sem enn er að æfa. Auk þess að vera aðalstjórnandi hér hefur Gamba víða sveiflað tónsprotanum á liðnum árum. Hann hefur reglulega stýrt hljómsveitum BBC og meðal annarra hljómsveita sem hann hefur stjórnað má nefna Münchner Philharmoniker, Orchestre National de Belgique, Gautaborgarsinfóníuna, hljómsveit Bresku óperunnar og Tókýósinfóníuna. Auk þess að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á fjölda tónleika hérlendis á þessum átta árum hefur hann stjórnað henni í virtum sölum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Gamba er með samning við Chandos-útgáfufyr- irtækið sem hefur gefið út hljóðritanir þar sem hann stýrir hljómsveitinni, m.a. í upptökum á verkum tón- skáldsins D’Indys. Hafa þær upptökur hlotið mikið lof og meðal annars tilnefningu til Grammy-verðlauna. En hann var að tala um framfarir hljómsveitarinnar. Hvers konar framfarir? „Framfarir í þá átt hvernig ég kýs að hljómsveitin hljómi. Ég held að allir hljóðfærahóparnir hafi bætt sig. Sérstaklega þó strengirnir. Mér finnst að strengjaleik- ararnir leiki af mun meira sjálfstrausti – og öll hljóm- sveitin virðist hafa meira sjálfstraust. Ég er mjög ánægður með það. Hún hefur sinn karakter. En ég er mjög hrifinn af víddinni í leik strengjasveitarinnar í dag.“ Meira að segja í Háskólabíói? Hann grettir sig þegar minnst er á heimkynni hljóm- sveitarinnar í þessu kvikmyndahúsi sem margir segja hafa hamlað listrænum þroska hennar. „Já, meira að segja hér í húsinu,“ segir hann. „Við höfum því miður þurft að leika í þessum óheppilega hljómburði, en við gerum alltaf okkar besta.“ Hljómsveitin hljómar frábærlega Gamba er stoltur af upptökunum sem hann hefur gert með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir Chandos og þær hljóma vel þrátt fyrir að vera teknar upp í Háskólabíóí. „Upptökumennirnir hjá Chandos hafa náð ótrúlega góðum hljómburði út úr sal Háskólabíós.“ Gamba hlær og hristir höfuðið. „Ég skil ekki hvernig þeir fara að því,“ bætir hann við. „Hljómsveitin hljómar frábærlega vel í þessum upptökum. Upptökurnar hafa hlotið mikið og einróma lof. Það hefur verið mjög hvetjandi, og það hefur verið ánægju- legt hvernig hljómsveitin hefur unnið í þessum upp- tökum. Ég er mjög stoltur af því hvað hljómsveitin er orðin miklu fljótari en áður að byrja á nýju verki, að hella sér í verkefnin á mánudagsmorgni. Það er talsverð breyting frá því þegar ég kom hingað fyrst. Fyrsta æf- ingin er orðin gríðarlega góð. Það þýðir líka að þegar við förum í upptökur þá erum við betur undirbúin.“ Er mikilvægt fyrir sinfóníuhljómsveit að hafa tækifæri til að hljóðrita og gefa efni út? „Það er grundvallaratriði. Í samtímanum er það mjög mikilvægt til kynningar, geisladiskarnir eru fáanlegir á markaði og fólk hvar sem er getur heyrt hvað hljóm- sveitin er góð. Hvert sem ég fer í heiminum til að stjórna mætir fólk með diskana til að fá mig til að árita og spyr um þessa góðu sveit. Sinfóníuhljómsveitir meta það mjög mikils að hafa útgáfusamninga, það er litið á það sem mikilvæga leið til að kynna sig á hinum alþjóðlega vettvangi. Útgáfa sem þessar og tónleikaferðir til ann- arra landa kynna hljómsveitina og það er mikilvægt fyr- ir hana og metnað hljóðfæraleikaranna. Enda höfum við fengið boð um að koma fram í frábærum tónleikahúsum – fram að hruni …“ Sinfóníuhljómsveitin var haustið 2008 á leiðinni til Japans í tónleikaferð undir stjórn Petris Sakaris, þar sem átti að leika allar sjö sinfóníur Síbelíusar. Hætt var við ferðina á síðustu stundu og Gamba segir alla þessa at- burði hafa verið afskaplega niðurdrepandi fyrir hljóm- sveitina. „En þá var ákveðið að bjóða upp á ókeypis tón- leika hér í húsinu og leika alla efnisskrána sem var æfð fyrir Japansferðina. Hljómsveitin lék frábærlega og þetta voru mjög mikilvægir tónleikar fyrir hana. Þá held ég að hljómsveitin hafi fundið fyrir gríðarlega miklum stuðningi utan úr samfélaginu; ég tel að það hafi verið lykilatriði í að Íslendingar áttuðu sig endanlega á því hvað þeir eiga mikinn fjársjóð í Sinfóníuhljómsveitinni. Alveg síðan þá hefur aðsókn að tónleikum verið mjög góð. Fólk hefur áttað sig á því að það þarf ekki að fara til Lundúna eða Berlínar til að hlýða á góða tónlist flutta á framúrskarandi hátt. Hljómsveitin er hér á staðnum. Þetta fólk leikur alltaf með hjartanu, af ástríðu, sem er ekki alltaf raunin með sinfóníuhljómsveitir heimsins. Þau gefa alltaf hundrað prósent af sér og þess vegna þykir mér frábært og hvetjandi að vinna með þeim.“ Allir spenntir og vonirnar miklar Gamba er að láta af störfum hér sem aðalstjórnandi en segist spenntur fyrir að koma reglulega hingað að stjórna; hann vonast til að stjórna hljómsveitinni fljót- lega eftir að hún flytur í Hörpu, nýja tónlistarhúsið. „Það verður áhugavert. Það er alltaf erfitt fyrir hljómsveitir að flytja í nýjan tónleika- og æfingasal. All- ir eru spenntir og vonirnar miklar en það mun taka tíma að aðlagast nýjum aðstæðum. En ég er mjög spenntur að fá að stjórna hljómsveitinni í þessum sal. Ef salurinn lukkast vel hef ég fulla trú á því að hljómsveitin nái að þroskast á næsta stig, bæti sig enn frekar.“ Gamba er þegar tekinn við stjórnartaumum hjá hljómsveit Norrbotten-óperunnar í Norður-Svíþjóð. „Þetta er óperuhús, tónleikasalur, ballettkompaní, sjónlistir, allt undir einu þaki. Ég stýri hljómsveit húss- ins,“ segir hann. „Ég stýrði henni í vetur sem leið og það var frábær reynsla. Þetta er annars konar vinna en hér og erfitt að bera það saman. Hljómsveitin í Svíþjóð er minni og meiri áhersla á húsið sem heild og starfsem- ina. Hljómsveitin leikur í óperu- og ballettsýningum og ferðast líka um Norður-Svíþjóð. Þetta er mjög áhuga- vert starf, og salurinn hefur frábæran hljómburð …“ Augun leita upp, úr kjallara Háskólabíós, í átt að salnum þar sem var hannaður fyrir kvikmyndir en ekki lifandi tónlist. Næst þegar Gamba stýrir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tónleikum verður hún þó kannski flutt og að- stæður orðnar aðrar en síðustu átta ár. Tónlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta fólk leikur alltaf með hjartanu Í vikunni stjórnaði Rumon Gamba Sinfóníuhljómsveit Íslands í síðasta skipti sem aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi sveit- arinnar en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2002. Gamba telur hljómsveitina hafa verið í framför allan þennan tíma. Hann tekur nú við stöðu aðalhljómsveitarstjóra í Svíþjóð. ’ Fólk hefur áttað sig á því að það þarf ekki að fara til Lundúna eða Berlínar til að hlýða á góða tónlist flutta á framúrskarandi hátt. Hljómsveitin er hér á staðnum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.