SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 8
8 1. ágúst 2010 James Owen Sullivan fæddist í Huntington Beach, Kali- forníu, 9. febrúar 1981. Hann eignaðist sitt fyrsta trommu- sett fjögurra ára og stofnaði Avenged Sevenfold árið 1999 ásamt æskuvinum sínum Matt Sanders (M. Shadows) og Zachary Baker (Zacky Vengeance). Þeir félagar eru dramatískir í nálgun sinni við listina og því fór vel á því að þeir tækju sér sviðsnöfn. Sullivan réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, kallaði sig The Reverend Tholomew Plague, sem oftast var þó einfaldlega stytt í The Rev. Sullivan var margt til lista lagt en auk þess að lemja húð- ir, spilaði hann á píanó og söng bakraddir (oft afgerandi). Þá tók hann alla tíð virkan þátt í lagasmíðum sveitarinnar, meðal annars á nýju plötunni meðan hans naut við. Sullivan var mikið tæknitröll og þótti djarfur og fram- sækinn í trommuleik sínum. Hann var orðlagður æringi og hugsjónarokkari og seint verður sagt að hann hafi farið vel með sig um dagana. Sul- livan fannst látinn á heimili sínu að morgni 28. desember 2009. Fyrstu niðurstöður krufningar bentu til þess að hann hefði dáið af eðlilegum orsökum en þegar betur var að gáð fannst banvænn kokkteill lyfja og áfengis í blóðinu. Æringi og hugsjóna- rokkari til hinsta dags Jimmy „The Rev“ Sullivan var litríkur í leik og starfi. upp með tækni sinni og blæ. Ef einhver er í vafa þá eru þetta sviðsnöfn þessara ágætu manna, mæður þeirra voru ekki á lyfseðilsskyldum lyfjum, alltént svo vitað sé. Okkar Stairway to Heaven Síðasta plata Avenged Sevenfold, sem bar nafn sveit- arinnar, olli vonbrigðum enda poppuðu menn sig ótæpilega upp og döðruðu við furðulegustu stíla. Minna fer fyrir daðri á nýju plötunni enda þótt málmbragðið sé misjafnlega beiskt. Enginn flösufeykir verður þó svikinn af Natural Born Killer og God Hates Us, svo dæmi séu tekin. Titillagið rokkar líka feitt og myndbandið er skemmtilega galið. Shadows rennt á börum gegnum rangala geðveikrahælis, þar sem Gates lemur höfðinu við vegginn og Zacky V. vangar dol- fallinn við beinagrind. Þá er alltaf gaman að prestum með svart naglalakk. Endalokin eru viðeigandi, Sha- dows er ekið inn í herbergi með uppljómuðu trommusetti – mannlausu. Lögin eru sem fyrr löng og margslungin, ekki síst trompið sem Avenged Sevenfold-liðar hafa rætt fjálg- lega um í viðtölum, Buried Alive. Stigmögnuð tón- smíð í einhverjum „Led Zeppelin hittir Iron Maiden og Metallica-anda“. Shadows hefur gengið svo langt að kalla lagið „okkar Stairway to Heaven“. Sjáum til með það. Umsagnir um Nightmare hafa á heildina litið verið lofsamlegar enda þótt mikið púður fari að vonum í að mæra fjórmenningana fyrir að láta ekki bugast. Metal Hammer gaf Nightmare átta af tíu mögu- legum og lauk sérstöku lofi á framlag Mikes Portnoys og Kerrang! splæsti í fjórar stjörnur af fimm mögu- legum með þeim orðum að The Rev hljóti að vera yfir sig stoltur – hvar sem hann er svo niðurkominn. Nightmare er of mistæk fyrir smekk Thenewre- view.net sem þó ber lof á kraftmestu lögin. Þá þykir miðlinum skorta á textalega dýpt með hliðsjón af fyrri verkum. Hverjum er ekki slétt sama um það? Að hlusta á texta í þungarokki er eins og að horfa á hornfánann í knattspyrnuleik. Nightmare var verkefni sem eftirlifandi meðlimir Avenged Sevenfold urðu að klára. Enginn veit hvað verður um sveitina í framhaldinu en alltént má þó taka undir með gagnrýnanda Kerrang! þegar hann segir: „Nightmare er platan þar sem sveitin frá Hunt- ington Beach lét af barnaskapnum og varð að mönn- um.“ A venged Sevenfold, ein af forystusveitunum í bandarísku nýbylgjunni í þungarokki (og ein sú markaðsvænsta), sendi frá sér sína fimmtu breiðskífu í vikunni. Var hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu í rokkheimum enda gekk ekki lítið á meðan á undirbúningi og upp- tökum skífunnar stóð, trymbill sveitarinnar og eins- konar andlegur leiðtogi, Jimmy „The Rev“ Sullivan fannst látinn á heimili sínu undir lok seinasta árs. Eftirlifandi meðlimunum fjórum var að vonum brugðið við áfallið en eftir nokkra yfirlegu ákváðu þeir að gyrða sig í brók og ljúka við plötuna í nafni hins fallna félaga síns. Leigutrymbill var fenginn að settinu, enginn annar en Mike Portnoy úr Dream Theater, eitt helsta tækniundrið í trumbuheimum. Valið á honum var ekki út í loftið en Dream Theater er einn af helstu áhrifavöldum Avenged Sevenfold gegnum tíðina. Brást hann ljúfmannlega við beiðninni en auk þess að lemja húðir á plötunni mun Portnoy ferðast með sveitinni til að kynna nýju plötuna það sem eftir lifir þessa árs. The Rev svífur ekki aðeins yfir vötnum á nýju plöt- unni, sem hlaut nafnið Nightmare, hann syngur og leikur á slaghörpu í einu laganna, Fiction. Óvenjulegri en áleitinni ballöðu sem á ugglaust eftir að væta ófáa vasaklútana á næstu vikum og mánuðum. Avenged Sevenfold hóf göngu sína sem málm- kjarnasveit í undirheimum fyrir um áratug en skaust með látum upp á yfirborðið með þriðju breiðskífu sinni, City of Evil, árið 2005. Er þar á ferð ein besta málmplata seinni ára. Melódískur málmur með gríp- andi viðlögum og grenjandi gítarharmóníum. Formúla sem raunar er eitur í beinum sumra tónspekinga. Þá fer töffaraskapurinn í taugarnar á sumum á tímum nördræðis. Zynyster Gates er virtúós í anda „eitís“- hetjanna og Zacky litli Vengeance fylgir félaga sínum sem skugginn. Johnny Christ plokkar bassa af áfergju og söngvarinn, M. Shadows, er einn athyglisverðasti oddaflygillinn í rokkinu nú um stundir. Hann sprengir hvorki postulín né hljóðhimnur en bætir það Avenged Sevenfold á tímamótum 2010: Zacky Vengeance, Synyster Gates, M. Shadows og Johnny Christ. Drengir verða að mönnum Avenged Seven- fold stígur upp Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Umslag nýju plötunnar, Nightmare. Nafnið Avenged Se- venfold er tilvísun í Biblíuna, söguna um Kaín og Abel. Í fyrstu Mósebók kemur fram að al- mættið hafi búið svo um hnúta að sá sem vogaði sér að vega Kaín eftir morðið á Abel myndi uppskera sjöfalda hefnd að launum. Þrátt fyrir þessa dýpt í nafna- vali og þá stað- reynd að Kristur sjálfur leikur á bassa í bandinu gefur Avenged Sevenfold sig ekki út fyrir að vera kristilegt band. Tilvísanir í hina helgu bók er einnig að finna í tveimur af frægustu lögum þeirra kumpána, Chapter Four og Beast and the Harlot. Þeir bræður Kaín og Abel. Tilvísun í Biblíuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.