SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 12

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Qupperneq 12
12 1. ágúst 2010 Mánudagur Hallur Örn Árnason Mjótt var á mununum á milli gamans og al- vöru í þá daga. Miðvikudagur Erla María Árnadóttir er maður dagsins í dag en augljóslega kona aldarinnar alla daga Fimmtudagur Hlín Rafnsdóttir Akkuru eru aldrei húkkaraböll í Rvk? Tryggvi Guðmundsson fór til New York. Keypti í matinn. Hitti Mel Brooks. Sagði gemla að myndin væri miklu betri en söngleik- urinn. Kolbrún Georgsdóttir Er að horfa á svakalega leikna heimildamynd um 7- eleven og hef kom- ist að því að amer- íski draumurinn ger- ist í 7-eleven! Föstudagur Önundur Páll Ragnarsson Fyr- irspurn: Þegar þið sendið sjálfum ykkur póst, áminningar eða skila- boð af e-u tagi, ávarpið þið sjálf ykkur þá í upphafi skilaboðanna/ bréfsins? Það geri ég alltaf. Fésbók vikunnar flett Á að gefa klæðnað kylfinga frjálsan í keppni? M itt svar er afdráttarlaust nei. Ástæðan er sú að hefðin í íþróttinni er rík og keppnisbúningur kylfinga hefur í sjálfu sér ekki breyst mikið í heila öld eða meira, fyrir utan smávægi- legar tískubreytingar í litum. Auðvitað er alltaf einn og einn sem sker sig úr, Ian Poulter kemur fyrst upp í hugann, en það er allt innan eðlilegs ramma. Golf- peysur, -skyrtur og -buxur hafa ekki breyst mikið í gegnum tíðina. Ekki heldur hlífðar- og regngallarnir eftir að þeir komu til sögunnar. Hefðin er rík og ég er svo íhaldssamur í eðli mínu að mér finnst skipta máli hvernig keppnisbúningurinn lítur út. Ef við tökum aðrar íþróttir er hefðin líka til staðar, nægir þar að nefna fótbolta, sund og badminton. Þar eru líka skýrar reglur, alveg eins og það á að vera í golf- inu. Almennt finnst mér menn bera virð- ingu fyrir þessari hefð en mestu máli skiptir í mínum huga að kylfingar séu snyrtilegir til fara. Í keppni hinna bestu á Íslandi er kannski eitt og eitt dæmi um það gagnstæða en yfir höfuð eru menn snyrtilegir. Þannig á það vitaskuld að vera hér eins og annars staðar í heim- inum. Færu menn að slá slöku við í þessum efnum, til dæmis með því að fara að klæðast gallabuxum í keppni, fyndist mér það mjög miður. Golfið myndi setja niður við það. Málið snýst heldur ekki bara um útlit og fas. Golf er þannig íþrótt að maður þarf að geta hreyft sig. Það má hvergi þrengja að vegna þess að þetta er snún- ingshreyfing sem maður er að fram- kvæma. Klæðnaðurinn þarf að geta gefið vel eftir. Það útilokar í raun gallabuxur og annan stífan fatnað. Þetta snýst með öðrum orðum bæði um hefðina og þægindin. MÓTI Sigurður Pétursson PGA-golfkennari Þ egar menn eiga fullt af pening og vantar afsökun til að losna að heiman eða úr vinnunni eru þeir búnir að búa til svona dundsport eins og golf, helst til að geta verið fullir í nágrenni við laxá. Maður hittir gjarnan þessa hala sem eru búnir að vera í golfi í bænum. Ég hitti um dag- inn félaga mína sem hafa verið í þessu og þeir klæddir eins og Tinni og var ekki einu sinni hleypt inn á Café Amsterdam og þá er nú fokið í flest skjól. Það var fólk að rúlla inn fram fyrir þá í krumpu- galla með pípuhatt nánast. Það er ekk- ert vanalegt að vera með sokka upp á hné í Burberry-buxum. Þetta er svona gamalt breskt íhald. Af hverju fara menn ekki bara í krikketbúning? Marg- aret Thatcher væri sú eina sem myndi tötsa einhvern hala sem væri rúllandi í bænum klæddur í golfbúning. Svo er golfbúningurinn niðurlægjandi fyrir kylfingana; að þurfa að ramba um í þessum galla. Þeir eru að reyna að halda einbeitingunni og svo eru þeir klæddir eins og trúðar þannig að fólk hugsar að þeir séu eins og hálfvitar. Það er alveg búið að reyna þetta. Golf er hundgömul íþrótt. Það er búið að reyna að gera golfbúninginn töff í hundruð ára og það er bara ekki að ger- ast. Fólk getur rokkað körfuboltatreyjur, hafnaboltatreyjur og fótboltatreyjur sem þykja mjög töff og eru vel séðar. En ef þú kemur eins og Tinni með kaskeiti og dúsk í Burberry-buxum með sokkabönd við þá er bara keyrt með þig inn á ein- hverja stofnun. Þetta er eins og með dvergakast. Það er mjög niðurlægjandi fyrir dverginn og þetta er alveg eins. Golf er orðið mjög niðurlægjandi fyrir golfarann því hann þarf að vera klæddur eins og fáviti. Hann gæti alveg eins verið dvergur í dverga- kasti, hann er að koma alveg eins illa út úr því! MEÐ Erpur Eyvindarson tónlistar- og út- varpsmaður

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.