SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Side 17
1. ágúst 2010 17
Gott dæmi um kunnáttuleysi fólks í um-
gengni um netið má sjá í annarri hverri meld-
ingu á Fésbók um þessar mundir þar sem
notendur vefsins keppast við að greina frá
því hvar þeir eru staddir í sumarfríum, ann-
ars staðar en heima hjá sér. Þeir hinir sömu
virðast ekki hafa áttað sig á því heimboði
sem felst í setningum á borð við: „Er lent í
Hornvík og safna kröftum fyrir gönguna
næstu vikuna“ eða: „Hitinn hér á Spáni er
steikjandi. Veit ekki hvort fjölskyldan þolir
þrjár vikur af svo góðu.“
Eins og komið hefur fram í fréttum er vitað
til þess að þjófar nýti sér slíkar upplýsingar
um tóm heimili við að skipuleggja innbrot
þangað. „Þetta er meðal þeirra skilaboða
sem við höfum haldið að fólki því það er
klárt að margir eru andvaralausir gagnvart
þessu,“ segir Guðberg. „Bæði fullorðnir og
börn þurfa að gæta þess hvar það setur slík-
ar upplýsingar. Við höfum dæmi hér heima
um að fólk hafi sett upplýsingar á netið um
að það væri á leiðinni í frí og hversu lengi. Á
sömu síðu voru myndir af heimilinu, krist-
alnum og græjunum, sem var allt horfið þeg-
ar fólkið kom til baka. Auðvitað er ekki hægt
að staðfesta að viðkomandi þjófur hafi
ákveðið að láta til skarar skríða vegna þess
að hann fann upplýsingar um þetta á netinu,
en það er ekkert ólíklegt. Við höfum staðfest
dæmi að utan um að þessi aðferð sé notuð
til að tryggja að enginn sé heima þannig að
menn hafi góðan tíma fyrir sér og eru jafnvel
búnir að skanna það fyrirfram hvaða verð-
mæti eru á heimilinu.“
Í steikjandi hita á Spáni
„Á sömu síðu voru myndir af heimilinu,
kristallinum og græjunum, sem var allt horf-
ið þegar fólkið kom til baka.“
Morgunblaðið/Arnaldur
síðan verður vör við hegðun sem er
óvenjuleg fyrir notandann miðað við
tímabeltið sem hann er í. Þá getur hann
þurft að leysa einföld stærðfræðipróf
eða staðfesta að efnið sé í lagi auk þess
sem hann er minntur á að það geti
komið í bakið á honum seinna.“
Slíkt hefur enda margoft gerst sem
undirstrikar hvernig netið er smám
saman að afmá skilin milli ólíkra hlut-
verka einstaklingsins. Þegar milljónir
manna deila sama vettvanginum til að
koma stöðugt á framfæri líðan, stemn-
ingu og myndum tengdum persónu-
legu og faglegu lífi er hætta á að hug-
myndin um ólík sjálf einstaklingsins
sem starfsmanns, fjölskyldumanns, fé-
laga og fagmanns bíði skipbrot. Frægt
var í vetur þegar Hrannar B. Arnarsson,
aðstoðarmaður forsætisráðherra, var
gagnrýndur fyrir „óviðeigandi“ at-
hugasemdir á Fésbókarsíðu sinni. Hann
svaraði fyrir sig með því að síðan væri
óopinber vettvangur sinn, ætlaður fjöl-
skyldu, vinum, kunningjum og öðrum
sem vildu halda tengslum við hann.
„Hér vil ég geta tjáð mig eins og ég geri
í eldhúsinu heima,“ sagði hann en
skráðir vinir hans á síðunni voru þá yfir
1.700 talsins.
Guðberg er sammála því að fé-
lagsvitund fólks sé smám saman að breyt-
ast samhliða auknum samskiptum á net-
inu. „Við erum að fara í gegnum ákveðið
stig þróunar félagssamskipta og það er
ekki alveg ljóst hvað mun gerast,“ segir
hann. „Netið er ekki að hverfa – þvert á
móti er það orðið mjög stór hluti af okkar
persónulega, félagslega og faglega lífi sem
er á netinu að renna í eitt. Hugsanlega eru
vinnuveitendur í dag bundnari við ólík
hlutverk einstaklingsins en verður al-
mennt í framtíðinni og þess vegna eigi
þeir erfitt með að láta ekki standa í vegi
fyrir fólki að það stundi eitthvað í frítíma
sínum sem vinnuveitandanum finnst ekki
vera vinnustaðnum til framdráttar eða
eitthvað slíkt en hefur í raun ekkert með
vinnuna að gera.“
Að hreinsa til í mannorðinu
Hann bindur vonir við unga fólkið sem
hefur fengið slík netsamskipti í æð frá
byrjun. „Það eru vinnuveitendur fram-
tíðarinnar sem munu kannski frekar líta
fram hjá svona hlutum síðar meir þegar
þeir fara að leita upplýsinga um þá sem
sækja um vinnu hjá þeim. Þeir láta það
kannski ekki fara eins mikið fyrir brjóstið
á sér þótt þeir finni djammmyndir af um-
sækjandanum úr stúdentaferð til Mal-
lorka. Í raun er þó ómögulegt að segja til
um hvernig þetta þróast en mér finnst
persónulega ekki ólíklegt að mörkin verði
rýmri varðandi það hvernig við lítum á
fortíðina á netinu.“
Á meðan svíður mörgum sú mynd sem
netið, með tilstilli leitarvéla og sam-
skiptasíðna, bregður upp af þeim og eru
tilbúnir að ganga langt til að bæta úr
henni. Rosen segir m.a. frá fyrirtækinu
ReputationDefender sem sérhæfir sig í að
bæta ímynd fólks á netinu og hefur náð
töluverðum árangri. Það er með við-
skiptavini í yfir 100 löndum sem borga
fyrirtækinu ákveðna upphæð fyrir að
fylgjast með orðspori þeirra á netinu.
Fyrirtækið hefur samband við þá sem
halda úti viðkomandi vefsíðum og óskar
eftir því að skaðlegar upplýsingar séu
fjarlægðar. Að auki lætur ReputationDef-
ender hlutlausum eða jákvæðum upplýs-
ingum um viðskiptavini sína rigna yfir
vefinn, annaðhvort með því að búa til
nýjar jákvæðar vefsíður um þá eða fjölga
krækjum inn á þær sem fyrir eru. Þetta á
að tryggja að slíkar upplýsingar séu efstar
í netleitum, t.a.m. í gegnum Google-
leitarvélina. Þjónusta ReputationDef-
ender kostar frá 10 dollurum (1200 kr.) á
mánuði og upp í 1.000 dollara (120.000
kr.) á ári en gjaldið fyrir sérlega erfið
verkefni getur numið tugþúsundum doll-
ara. „Meðal viðskiptavina okkar eru for-
eldrar barna sem hafa skrifað um þá á
netinu,“ segja forsvarsmenn fyrirtækisins
í samtali við Rosen og tekur dæmi um
skrif á borð við: „Mamma fékk ekki
kauphækkunina“, „Pabbi var rekinn“ og
„Mamma og pabbi rífast svo mikið að ég
er hrædd um að þau ætli að skilja!“
Guðberg staðfestir að netið hafi þann
löst að „gleyma aldrei“, þrátt fyrir til-
raunir mannskepnunnar til að ljá því
ákveðna gleymsku. „Það er krafa hjá
fjölda notenda að þeir hafi stjórn á net-
notkuninni og hvað verður um upplýs-
ingarnar. Margar þjónustusíður á borð við
Facebook, Myspace og fleiri hafa því verið
að þróa aðferðir til að notandinn geti
ákveðið hversu lengi færslan eða efnið lif-
ir á netinu. Það breytir hins vegar ekki
því að þegar einu sinni er búið að setja
efni á netið og það er aðgengilegt öðrum,
þá getur það verið í umferð á netinu að ei-
lífu. Þó því sé eytt á staðnum þar sem það
var sett inn fyrst er engin leið að tryggja
að einhver hafi ekki verið búinn að setja
upplýsingarnar eitthvað annað.“ Þannig
geta aðgerðir á borð við „Fésbókarsjálfs-
víg“ þar sem notandi þurrkar sjálfan sig
út af samskiptavefnum dugað skammt,
hafi myndir og upplýsingar um viðkom-
andi verið afritaðar eða sendar áfram.
Hvort sem það er vegna fatavandamála
á borð við þau sem Manhattanmærin
glímir við eða annars þá hafa margir
áhyggjur af myndum sem aðrir setja af
þeim á netið. Þegar samskiptasíður bjóða
upp á einfalda aðferð við að „tagga“ eða
merkja nöfn inn á myndirnar er líklegt að
þær dúkki upp undir nafni viðkomandi
við einfalda leit á netinu.
Guðberg segir að við það að loka Fés-
bókarsíðu varðveitist upplýsingarnar í
gagnagrunni vefsins í einhvern tíma. „Á
endnum eyðast þær þó út og við það
hverfur „taggið“ eða merkingin. Myndin
er hins vegar alltaf til staðar og nafn við-
komandi getur verið í kommentakerfinu.
Hann hefur í raun enga stjórn á því.“
Vinir eru vinum ...
Hins vegar geta notendur síðna á borð við
Fésbók stjórnað því með öryggisstill-
ingum hverjir hafi leyfi til að merkja sig
inn á myndir og Guðberg segir grundvall-
aratriði fyrir notendur samskiptasíðna að
fara gaumgæfilega í gegnum slíkar örygg-
isstillingar. „Ég held að það sé mjög al-
mennt að fólk gæti ekki að því að upplýs-
ingar á netinu geti komið því í koll seinna.
Auðvitað er fólk fyrst og fremst að setja
inn upplýsingar um vini sína á þessa vefi
en það er ekki víst að maður kæri sig jafn
mikið um að vinir vina manns hafi mögu-
leika til þess sama.“
Guðberg tekur þó fram að í þessum
efnum sé svörtu sauðina ekki endilega að
finna meðal yngri kynslóða netnotenda.
„Við finnum fyrir því að ungt fólk er orðið
mjög ábyrgir netnotendur upp til hópa.
Þau eru alls ekki síðri en fullorðna fólkið
og það mætti alveg færa rök fyrir því að
stór hluti ungra netnotenda sé mun skyn-
samari en eldri kynslóðir. Þetta er hlutur
sem þeir alast upp með og kannski eru
þeir fljótari að setja þau skilaboð, sem við
hjá SAFT erum að reyna að koma á fram-
færi, í samhengi við sinn reynsluheim.“
Almennt telur hann þó að margt mætti
laga í samskiptum fólks á netinu sem
virðast í mörgum tilfellum vera grófari og
ókurteisari en nokkur myndi leyfa sér
undir fjögur augu. „Auðvitað á fólk að
haga sér jafn skynsamlega hvort sem það
er á netinu, í skólanum eða í fermingar-
veislu og oft fer fullorðna fólkið mun
lengra frá landi en þeir yngri í þeim efn-
um.“ Rosen er á sama máli og bendir á að
dæmin sanni að ungt fólk sem hefur
brennt sig á reynslunni sé leiknara í að
taka til í merktum myndum og að passa
betur upp á hvað það lætur frá sér á net-
inu.
En kannski þurfa ungir sem aldnir net-
notendur stuðning við að yfirfæra al-
menna kurteisi á netið. „Það hafa verið
gerðar sálfræðitilraunir sem ganga út á að
koma fyrir karakter – einskonar eftirlits-
manni – á skjánum sem sýnir mismun-
andi svipbrigði. Og það hefur komið í ljós
að fólk er gætnara þegar þessi tilbúna
persóna er að fylgjast með því á skjánum
heldur en ekki,“ segir Guðberg.
maður kæri sig jafn mikið um að vinir vina manns hafi möguleika til þess sama.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Að auki lætur Re-
putationDefender
hlutlausum eða já-
kvæðum upplýsingum um
viðskiptavini sína rigna yf-
ir vefinn, annaðhvort með
því að búa til nýjar jákvæð-
ar vefsíður um þá eða fjölga
krækjum inn á þær sem
fyrir eru.